Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Blaðsíða 318
316 Árbók VFÍ/TFÍ 1996/97
lag. Við rörvegginn (efst á inynd) er útfellingin þétt, en nýjustu koparsúlfíð-lögin virðast
gljúpara með stærri kristallastærð.
Mynd 9 sýnir pólerað þversnið af útfellingunni. Hér sjást greinilega þrjú lög, fyrst þétta lagið
við rörvegginn, síðan lag sem leiðir illa straum og síðan hið gljúpa kristallaða lag.
Efnagreining á lagi 1 og 3 sýna að um er að ræða Cu2S, en einangrandi lagið í miðjunni er
Mg-Si-O-lag.
Samantekt
I veitukerfi Hitaveitu Reykjavíkur er súrefnismagn hverfandi lítið, undir 0,001 ppm, en
styrkur brennisteinsvetnis er oft 0,5-1 ppm. Við þessar aðstæður tærist kopar jafnri tæringu
og svartar koparsúlfíð-útfellingar myndast í rörunum, aðallega Cu2S. Útfellingarnar eru
harðar og stökkar og losna auðveldlega frá rörveggnum við sundurskurð röranna. Það hefur
áður verið greint frá því að útfellingar hali tilhneigingu til að losna frá rörveggnum, sérstak-
lega ef straumhraðinn er hár 3; við það eykst tæringarhraðinn.
Mg-Si-O-útfellingar eru frá gangsetningu Nesjavalla. Þar er framleitt upphitað ferskvatn,
með háum magnesíum- og kalsíum-styrk í samanburði við jarðhitavatn. I byrjun september
1990 til janúar 1991 blandaðist vatnið frá Nesjavöllum jarðhitavatni með háu sílikatinnihald.
Þetta olli alvarlegum Mg-Si-O-útfellinguin. Síðan eru kerfín keyrð aðskilin og húsið i
Kópavogi hefur fengið ferskvatn frá Nesjavöllum, íblandað brennisteinsvetni og nýjustu
útfellingar eru aðallega Cu^S, eins og elstu lögin. Nýjustu lögin virðast þó gljúpari með
stærri kristöllum en elstu lögin, líklegast vegna einangrandi eiginleika Mg-Si-O-lagsins.
Afsinkun er tæringarform, sem getur komið fyrir í látúni. sink leysist upp og lætur eftir
sig veikan koparmassa. Auk þess getur sink hvarfast við efni í vatninu og myndað torleyst
efnasambönd svo sem sink-síliköt eða sink-karbónöt, sem geta stíflað og fest rennslismæla
og loka. Af sinkun greindist ekki í þessi látúni, sem hefur hátt sink-innihald (40%) og hefur
lóðmálmurinn tærst minna en koparinn. Látún-lóðmálmurinn tærist aðallega í a-fasanum,
sem hefur hærra kopar/ sink-hlutfall en a-fasinn. Þetta samræmist 5 og 6 um að kopar sé
viðkvæmari fyrir súlfíðtæringu en látún með háu sink-innihaldi.
Lokaorð
Af niðurstöðunum má draga eftirfarandi ályktanir
1. Eirrörin hafa tærst um 0,5 mm á 20 árum. Tæringin er jöfn.
2. Útfellingar eru um og yiir 1 mm, aðallega Cu2S, en einnig Mg-Si-O frá gangsetningu
Nesjavalla.
3. Lóðmálmarnir hafa tærst aðeins minna en eirrörin.
4. Látún-lóðmálmurinn tærist aðallega í -fasanum.
5. Af sinkun greinist ekki í látúni.
Tæring í lagnakerfum er oft margþætt og erlitt að henda reiður á nákvæmri atburðarás og
hvaða þættir umhverlisins hafa mest áhrif á hraða tæringar. Rannsókn á lagnaefnum, sent
verið hafa í notkun við eðlilegar aðstæður geta því gefið mikilvægar niðurstöður um