Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Side 325
Sprungur í steinsteypu — þróun í viðgerðartækni 323
Sprungur í veggjum og plötum
Almennt: í steinsteypu í veggjum og plötum húsa og annarra mannvirkja koma nær undan-
tekningalust fyrir sprungur af einni gerð eða fleirum og af einum eða öðrum orsökum.
Sprungur, sem hafa af ýmsum ástæðum myndast í steinsteypu eða múrhúð, eru tiltölulega
mjög algengar hér á landi, eins og alkunna er, enda er meginþorri húsa landsmanna byggð-
ur úr steinsteypu.
Einhvers konar „viðgerðir" á sprungum hafa verið viðamikill þáttur í viðhaldi útveggja
úr steini og mikilvægur undanfari málunar, þar sem það á við. Ætla má að kostnaðarauki
húseigenda vegna þessa hafi verið verulegur.
Rétt er að fram komi að með útveggjum er hér átt við bæði veggi sem snúa annarri hlið-
inni inn í húsrými og húsveggi sem hafa báðar hliðar úti. Um þá síðarnefndu er gjarnan talað
sem „kalda“ veggi, þ.e. veggi sem dæmigert er að standi út frá húsum. t.d. sem skjólveggir.
Útveggir sem liggja að óupphituðu húsrými eru hins vegar í raun kaldir veggir sem ekki
blotna af regni öðrum megin. Það sem fram kemur í grein þcssari á reyndar einnig almennt
við um sprungur í steyptum plötunt, þ.e. svölum, skyggnum, þökum o.fl., sem og öðrum
hlutum eða mannvirkjum úr steinsteypu, „köldum“ eða ekki.
Afleiðingar sprungumyndunar: Sprungur opna leið fyrir vatn inn í steininn og stundum í
gegnum veggi eða plötur. Þær stuðla þannig að háu rakastigi og geta valdið leka. Hvort
tveggja er yfirleitt talið mjög óæskilegt og þess vegna er almennt gengið út frá því að mikil-
vægt sé að þétta sprungur gegn vatni. Með hliðsjón af umfangi og útbreiðslu sprungna er þó
óhætt að fullyrða, að hlutfallslega talið leki sprungur einungis í afar fáum tilvikum, a.m.k.
að því marki að þess verði vart inni í húsum.
Auk þessa fylgir sprungum yfirleitt lýti á veggjum að mati fólks. Þær opnast oft í gegn-
um húðir málningar og koma þannig í ljós og fara að taka í sig vatn í hvert skipti sem
veggurinn blotnar, hafi þær ekki verið þéttar. Þá geta sprungur valdið frekari skemmdum á
málningarhúð við það að hún fer að flagna út frá sprungunni. Stundum brotnar úr börmum
sprungna svo að þær líta út fyrir að vera víðari og meiri en þær eru í raun.
Flokkun sprungna: Sprungum má skipta
gróflega í tvo meginflokka eftir því hvort þær
eru einar sér á nokkru svæði, svonefndar stak-
ar sprungur, eða hvort þær mynda eins konar
net, svonefndar netsprungur, þar sem þvermál
heilu flatanna á milli sprungnanna getur verið
allt frá fáeinum tugum niður í nokkra senti-
metra.
Til algengustu gerða stakra sprungna í út-
veggjum húsa má telja sprungur út frá hornum
glugga- og dyraopa, láréttar sprungur á plötu-
skilurn og sprungur sem ná í raun frá jörð og
upp að þaki og tengjast oft óbeint um glugga-
og dyraop. Sprungur af þessu tagi má gjarnan
Þannig er ekki þöif á að fara með hús, en
myndin gefur þó til kynna staðsetningu al-
gengra sprungna.