Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Blaðsíða 326
324 Arbók VFI/TFI 1996/97
líta á sem afleiðingu af spennum vegna byggingarlags húsa ásamt þenslu og samdrætti, aðal-
lega vegna hitastigsbreytinga í útveggjunum.
Einna algengustu netsprungurnar koma fyrir í múrhúð og eru þær yfirleitt kenndar við
rýrnun á meðan hörðnun fer fram að loknu verki við múrhúðun. Oft er talið að of hröð þorn-
un valdi sprungumynduninni, en óheppileg samsetning múrblöndunnar getur einnig skipt
máli. Netsprungur koma einnig stundum fyrir í steypunni sjálfri og eiga enn fremur að lík-
indum oft rætur að rekja til rýrnunar við þornun, einkum ef aðhlynningu hefur verið ábóta-
vant eftir fráslátt steypumóta.
Netsprungur í steypu, með eða án múrhúðar, eru þó oft afleiðing af frostþíðusveiflum, ef
steypan er ekki nógu frostþolin, og/eða alkalí-kísilþenslum ef í steypunni eru alkalívirk
fyllingarefni. Slíkar sprungur er aðallega að finna í „köldum“ veggjum eða öðrum „köldum“
steypuhlutum bygginga, þangað sem ætla má að hitaleiðni innan úr húsum sé tiltölulega lítil.
Sprungur af þessum toga geta verið allvíðar og stundum er ástandið orðið svo slæmt að ekki
er við því að búast að þær viðgerðaraðferðir, sem fjallað er um í |ressari grein, dugi til
lagfæringa nema í tiltölulega skamman tíma. Klæðning eða endursteypa getur þá verið
ráðlegur valkostur, jafnvel þótt steypan sem slík sé ekkert farin að morkna. Sunnanlands
virðast skemmdir af þessu tagi vera mun algengari á húshlutum er snúa að suðri.
Viðgerðir á sprungum
Þörf fyrir aðgerðir: Af framansögðu má ráða að almennt séð má telja að þörfin fyrir að gera
við sprungur sé tvíþætt og að í stuttu máli sé hún fólgin í eftirfarandi:
(1) þéttingu gegn vatni, þannig að það gangi ekki inn í sprunguna, hvað þá heldur fari í
gegnum hana sem leki.
(2) eyðingu á ummerkjum sprungunnar, þannig að hún sjálf hverfí og frágangur við-
gerðar spilli ekki úlliti fíatarins.
Annars vegar er samkvæmt þessu gert ráð fyrir vörnum gegn skemmdum á steypunni sjálfri
eða á hlutum inni í húsum, en hins vegar aðgerðum gegn lýti að utanverðu.
Hugtakið „viðgerðir“ er í þessu sambandi takmarkað við þessar þarfir. Ekki er þannig
beinlínis um að ræða að „gera við“ sprungur sem slíkar, þ.e. í þeim skilningi að sprungurnar
verði ekki lengur til, heldur að gera þær óvirkar gagnvart vatnsskemmdum og ósýnilegar á
yfírborðinu.
Rannsóknir á sprungum: Rannsóknunum hjá Rb á sprungum hafa fylgt nýjar hugmyndir
um viðgerðartækni og þróun mun einfaldari og þar með hagkvæmari aðgerða en yfirleitt
hafa tíðkast hérlendis, eins og að framan er gefið til kynna. Aðaláhersla rannsókna- og
þróunarvinnunnar hefur snúist um:
(1) eðli sprungna, þ.e. hreyfíngar þeirra, lögun og víddir.
(2) virkni vatnsfælna við að stöðva upptöku vatns og þar með leka, t. d. við slagregns-
álag.
(3) leiðir til þess að fylla og þar með að þrengja í raun þær sprungur sem eru víðari en
svo að vatnsfælur dugi til þess að verja þær gegn vatni.