Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 327
Sprungur í steinsteypu — þróun í viðgerðartækni 325
(4) aðferðir og búnað til þess að meta eiginleika og dug gúmmíkenndra málningarhúða
til þess að brúa yfir sprungur og þannig hylja þær eða loka og fela.
Fram að þessu má segja að aðferðir við sprungur hafi þróast á vissan hátt „af sjálfu sér“ hér
á viðhaldsmarkaðinum. Það hefur gerst á fremur handahófskenndan hátt, eins og við er að
búast, þegar ekki liggja fyrir réttar upplýsingar frá skipulegu átaki. Menn fóru einfaldlega að
eins og þeir töldu eðlilegt og rétt samkvæmt þeirri þekkingu sem fyrir lá.
Átak Rb og samstarfsaðila stofnunarinnar hefur leitt í ljós að oft hafi beinlínis verið farið
rangt að, gjarnan af því að forsendur voru rangar vegna skorts á rannsóknum. Fullyrða má
að í fjölmörgum tilvikum hafi vissar „viðgerðir" á sprungum verið orðnar með öllu gagns-
lausar innan nokkurra mánuða eða eftir einn vetur eða svo og ennfremur að aðgerðir hafi
verið alltof dýrar. Síðar í grein þessari verða þróuninni á markaðinum gerð nokkur skil.
Hreyfingar og víddir sprungna
Orsakir hreyfinga: Vandamálið við að láta sprungur hverfa, hvort sem er við málun, múr-
húðun ýmiss konar eða fyllingu, er fólgið í hreyfingum þeirra.
Löngum hefur verið talað um að sprungur væru annaðhvort „lifandi“ eða „dauðar", eftir
því hvort þær hreyfðust eða ekki. Rannsóknir hjá Rb sýna hins vegar ótvírætt að állar
sprungur í steinsteypu og múrhúð eru á hreyfingu. Sprungur hreyfast, þ.e. víkka og þrengj-
ast á víxl, með breytingum á hitastigi og rakastigi, en einnig með tilliti til legu í mann-
virkjum. Aðeins er mismunandi hve mikið og hve títt þær hreyfast. Ekki þarf meira en að sól
skíni á veggflöt og hætti síðan að skína, fari á bak við ský eða fyrir horn. Veggir hitna við
þetta og kólna nóg í yfirborðinu og steinninn er nógu fjaðurmagnað efni. til þess að hita-
þensla og samdráttur valdi mælanlegum hreyfingum á sprungum.
í ýmsum tilraunum hjá Rb hefur komið fram það, svo sem vænta mátti, að sprungur
þrengjast þegar rakastig steinsins hækkar og öfugt, en slík áhrif raka hafa þó ekki verið rann-
sökuð sérstaklega hjá Rb. Hins vegar má gera ráð fyrir að rakastig í steyptum útveggjum sé
að jafnaði allhátt hér á íslandi og að raki í steinsteypu breytist tiltölulega hægt. Varla er því
við því að búast að rakasveiflur valdi miklum hreyfingum á sprungum miðað við það sem
hitastig gerir, eins og greint verður frá hér á eftir. Hreyfingar ættu þó að vera tiltölulega meiri
í rnynni sprungna utanvert en annars staðar, vegna skammtímaáhrifa þurrviðris- og votviðris-
kalla.
Rannsóknir á hreyfingum: Haldgóð þekking á hreyfingum ólíkra tegunda sprungna er
mikilvæg forsenda fyrir þróun betri aðferða til viðgerða á þeirn. Þess vegna hafa allvíðtækar
mælingar á hreyfingum sprungna í húsum verið liður í rannsóknunum hjá Rb. Fylgst var á
um tveggja ára tímabili með árstíðabundnum hreyfmgum og sólfarshreyfingum í mörgurn
húsum á ReykjaVíkursvæðinu.
Niðurstöður sýndu m.a. að við algengar sólfarssveiflur á milli 15 og 25°C í yfirborðs-
hitastigi steinveggja hreyfðust sprungur um 0,01 til 0,05 mm, breytilegt eftir staðsetningu
þeirra. Hins vegar mældust árstíðabundnar hreyfingar hinna ýmsu tegunda sprungna í hús-
veggjunt vera frá um það bil 0,02 mm og upp í um 0,5 mm. Algengast var þó að hreyfingar
sprungnanna, sem valdar voru til tilraunanna, væru á bilinu 0,05 til 0,25 mm.