Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Síða 328
326 Árbók VFÍ/TFÍ 1996/97
Segja má að minnstar hreyfingar virðist að jafnaði eiga við um tiltölulega þéttliggjandi
netsprungur, sem er dæmigert fyrir plötuskilasprungur og sprungur sem ná takmarkað út frá
hornum glugga og dyra. Mestar hreyfingar virðast hins vegar gjarnan vera á vissum stökum
sprungum, sem ná alveg upp úr og niður úr veggjum og flokkast í sumum tilvikum sem
þenslusprungur, eða í sprungum sem tengjast sérstökum fátíðum aðstæðum, t.d. vegna bygg-
ingarlags. Þá má líklega gera ráð fyrir að sprungur af völdum frost-þíðuvirkni og/eða alkalí-
virkni fari smám saman víkkandi.
Rannsóknir á víddum: Burtséð frá hreyfingum sprungna var síðar gerð vettvangsrannsókn
hjá Rb á útbreiðslu sprungna í útveggjum húsa eftir víddum þeirra við hitastig yfirborðs
veggja nálægt frostmarki.
Athugunin var gerð til þess að fá hugmynd um í hve miklu umfangi mætti ætla að það
eitt að bera vatnsfælu á sprungur nægði til þéttingar, sbr. það sem kemur fram síðar í grein
þessari. Þar eð flestar sprungur víkka með lækkandi hitastigi er mikilvægt að mælingar fari
fram nærri frostmarki því að undir frostmarki er varla lengur um að ræða að vatn gangi inn
í sprungur.
Mælingarnar voru gerðar á sprungum úr stóru handahófsúrtaki húsa á Reykjavíkur-
svæðinu. Niðurstöðurnar komu verulega á óvart þar eð þær gáfu til kynna að aðeins í fáein-
um prósentum tilvika, vel innan við 5%, væru sprungur f útveggjum húsa víðari en 0,2 mm.
Við rannsóknina var gætt að því að mæla vídd sprungnanna í yfirborði steinsins sjálfs,
en ekki í yfirborði málningarhúðar þeirrar sem í langflestum tilvikum var fyrir hendi. Þetta
skiptir miklu máli vegna þess að við nákvæma athugun hefur komið í ljós að algengar
sprungur eru yfirleitt mun þrengri en þær virðast vera við lauslega athugun, einkum þegar
víddir þeirra eru metnar í yfirborði málningarhúðar. Astæður þessa geta verið samdráttur og
verpingur í húðinni út frá börmum sprungu og stundum einnig óhreinindi við barmana, að
því er virðist.
Aðferðir við sprungur og reynsla síðustu áratugina
Almennt: Þær aðferðir sem þróast hafa úti á viðhaldsntarkaðinum og tíðkast eftir tímabil-
um fram til hins síðasta, virðast hafa mótast mjög af því hvort sprungur teldust vera „lifandi“
eða „dauðar“. Eftir ummerkjum að dæma er sem mat manna á því hvort sprungur væru á
hreyfingu eða ekki, hafi verið ærið mismunandi.
Kítti í sagaða rauf: Framan af var oft og tíðum ekkert annað gert en að mála yfir sprungur,
en stundum var söguð rauf á sprungunni og fyllt í. Snemma á áttunda áratugnum var orðið
nokkuð algengt að saga eða fræsa sæti og fylla með gúmfjaðurmögnuðu kítti, þar sem talið
var að væru „lifandi" sprungur og raunverulegar þenslusprungur.
Sumir vönduðu mjög til verks, botnlögðu raufarnar, grunnuðu og fylltu með t.d. pólýs-
úlfíðkítti, allt eftir settum reglum fyrir þensluraufar skv. viðurkenndum lýsingum. Aðferðin
gefur góða raun, ef rétt er að farið, en krefst nostursemi. Því er hún dýr og á ekki lengur við
nema fyrir eiginlegar þenslusprungur og þensluraufar.
Hraðvirkar aðferðir: Um tíma á áttunda áratugnum var talsvert gert af því að fara hraðvirk-
ari leið, þ.e. að saga upp grunnar raufar, stundum ekki nema um 5 mm á dýpt og breidd, á