Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Blaðsíða 329
Sprungur í steinsteypu — þróun í viðgerðartækni 327
ýmsum gerðum sprungna og fylla með gúmfjaðurmögnuðu sílikonkítti án botnlagningar og
grunnunar. Ekki gekk vel að mála yfir svo dygði og oft losnaði kíttið með öllu úr raufmni í
löngum taumum, enda áttu algengustu gerðir sílikonkíttis illa við stein vegna sýrumyndun-
ar við þornun.
Svipaðar raufar voru á þessum tíma oft sagaðar á sprungum, sem taldar voru „dauðar“,
og fylltar með múrblöndu eða jafnvel epoxýsparsli. Vegna þensluhreyfínga í steininum
mynduðust yfirleitt fljótlega nýjar sprungur á skilum fyllingar og steins eða í steininum
sjálfum við hliðina á fyllingunni, svo sem við er að búast þegar fyllingarblandan verður
mjög hörð og gefur lítið eftir.
„Blæðing“ úr kítti: Framangreind „þensluraufaaðferð“ virðist í raun alltaf hafa haldið velli
að einhverju marki, en á níunda áratugnum náðu einþátta gúmfjaðurmögnuð pólýúretankítti
verulegri útbreiðslu í sprunguviðgerðum, á kostnað pólýsúlfíð-kíttanna sem voru tvíþátta og
því vandasantari að vinna nteð.
Húðir algengustu gerða málningar til nota á steinveggi utanhúss virðast geta náð sæmi-
legri viðloðun við fyllingu úr pólýúretankítti og pólýsúlfíðkítti. Hins vegar virðist sem
algengustu tegundir þess pólýúretankíttis sem verið hefur á markaði frá síðari hluta níunda
áratugarins hafi haft vissan annmarka, sem er „blæðing" efna úr kíttinu í gegnum húðir
málningar. Slík blæðing hefur í för með sér að innan fáeinna missera verða ummerkin um
sprunguviðgerðina mjög áberandi. Ekki er útlit fyrir að tekist hafi að finna málningarhúð
sem megnar til lengdar að fela lýti af þessum orsökum og má ætla að í mörgum tilvikum hafi
niðurstaðan orðið sú að fjarlægja kítti úr raul'um.
Þegar „blæðing“ úr kítti í gegnum málningarhúðir reyndist vera orðin að vandamáli virð-
ist sem í auknum mæli hafi verið farið að saga tiltölulega djúpar raufar á sprungum og fylla
þær aðeins að hluta til með kítti. Yfir kíttið var síðan sett nokkurra mm þykkt lag af múr-
blöndu sem var pússuð slétt við yfirborðsflöt veggjarins. Þannig virtist mega draga verulega
úr hættu á „blæðingu", trúlega háð hlutfallslegum þykktum efnanna. Auk heldur urðu um-
merkin um viðgerðina minna áberandi samanborið við fyllingu alveg út að yfirborðsflet-
inum með kíttinu sjálfu.
Fylling með múrhlöndu án kíttis: Undir lok níunda áratugarins fór síðan að bera talsvert
á því að kíttinu væri hreinlega sleppt og einungis fyllt með múrblöndum í stóra rauf, sem oft
var höfð nær 1 cm á breidd og 1-2 cm á dýpt. Yfirleitt má ætla að notaðar hafi verið verk-
smiðjuframleiddar múrviðgerðarblöndur, oft blandaðar plastþeytu í nokkrum mæli. Pússað
var slétt við flötinn, eins og áður segir, og skilið eftir múrhúðarskæni, gjarnan 5-10 cm út
fyrir raufina hvorum megin, yfir málningarhúð þar sem hún var fyrir hendi.
Slíkt er varasamt, ef íblöndun plastþeytu er undir vissum mörkum, vegna hættu á að við-
loðun skænisins við undirlagið bresti, sem og viðloðun málningarhúðar sem yfir múrskænið
kemur.
Gallinn við þessa aðferð, fyrir utan tiltölulega mikinn kostnað, er sá að sementsbundin
efni eru alltof stökk til þess að þétta til frambúðar við þær hreyfingar, sem alltaf virðast vera
fyrir hendi á sprungunni undir, eins og að framan er lýst. Segja má að hreyfingarnar séu
þannig vanmetnar og slík viðgerðarefni í söguðum raufum gefa sig gjarnan fyrr en síðar,
jafnvel strax eða innan örfárra vikna. Ný sprunga myndast og fer að draga í sig vatn af krafti,