Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Side 331
Sprungur í steinsteypu — þróun í viðgerðartækni 329
borði þannig að það hrindi frá sér vatni. Með inndreypingu er átt við yfirborðsefni sem er
í fljótandi ástandi og sem gengur inn í og mettar gleypið (sjúgandi) efni í yfirborðinu án
þess að mynda á yfirborðinu samfellda húð eða filmu, sem er greinilega sýnileg berum aug-
um.
Vatnsfælur hér á markaði eru jafnan af sílikongerð, og má skipta þeim í þrjá höfuðflokka,
sem oft eru auðkenndir sem mónósílan, sfloxan og sflikon. Efni þessi eru að jafnaði seld sem
lausnir, þ.e. eru borin á steininn í uppleystu ástandi. Mónósílan og síloxan verða að sflikoni,
eftir að hafa verið í snertingu við steininn. Notkun sflikónlausna hefur minnkað verulega hér
á landi með tilkomu mónósílan- og síloxanlausna, sem taldar eru verka betur, endast lengur
og valda síður viðloðunarskorti við málun, einkurn fyrrnefnda gerðin.
Við flestar tilraunirnar hjá Rb á vatnsfælum í sprungum voru notaðar samhliða blöndur,
sem voru annars vegar um 40% mónósílan- og hins vegar um 10% sfloxanlausnir. Aldrei
kom fram merkjanlegur munur á virkni þessara tveggja ólíku efna við að verja sprungur
gegn vatni.
Vatnsfælurnar sogast eða flæða inn í sprungur, mismunandi djúpt eftir aðstæðum, trúlega
oft nokkra cm. Þær smjúga inn í háræðar eða holrými (pórur) steinsins, metta ysta lagið og
mynda örþunna sílikónhúð á veggjum háræðanna. Við þetta verða sprunguveggirnir vatns-
fráhrindandi, þ.e. vatnsfælnir. Dýpt inndreypingarinnar í steininum sjálfum er gjarnan frá
broti úr mm upp í það að vera fáeinir mm, allt háð því hversu gleypinn steinninn er og
hverrar gerðar vatnsfælan er.
Rannsóknir á virkni vatnsfælna: Þýðingarmestu niðurstöður rannsóknanna hjá Rb komu
úr talsvert umfangsmiklum tilraunum þar sem mældur var eiginleiki sem fékk nafngiftina
„þröskuldgildi“. Gildi þetta er vatnsstöðuþrýstingur eða vindhraði, hornrétt á vatnsblautan
vegg þar sem sprunga er. Það samsvarar því álagi, sem þarf til þess að vatn fari að flæða inn
í sprungu af tiltekinni vídd, eftir að vatnsfæla hefur verið borin á hana. Þröskuldgildin voru
mæld við ýmis ólíkskilyrði við mismunandi sprunguvíddir.
Mælingarnar leiddu af sér eftirfarandi jöfnu, sem nota má til þess að reikna hver mesta
vídd sprungu má vera fyrir tiltekinn vindhraða eða slagregnsálag þannig að ekki sé hætta á
að vatn gangi inn í sprunguna, hafi hún verið borin vatnsfælu á réttan hátt
s = 180 / v2
þar sem v er vindhraðinn í m/s og s er vídd sprungunnar í mm á bilinu 0,1 til 0,6 mm. Þrösk-
uldgildum hefur hér verið breytt úr mældum vatnsstöðuþrýstingi í hraða vinds hornrétt á
flötinn skv. jöfnunni
P = v2/ 160
þar sem P er vatnsstöðuþrýstingurinn í cm vatnssúluhæðar. Vindhraðann rná aftur umreikna
í vindstig skv. jöfnunni
v = 0,836 * B1'5
þar sem B er Beaufort-vindstig (frá 1 og upp í hámark 12).
í raun liggja nánast allar sprunguvíddir fyrir ntæld þröskuldgildi í tilraununum um 30%
yfir s skv. jöfnunni. Líta má svo á að þetta hlutfall samsvari eins konar öryggisstuðli.