Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Blaðsíða 332
330 Árbók VFÍ/TFÍ 1996/97
Jafnan er miðuð við að sprunga nái alveg í
gegnum útvegg og að ekki sé loftþéttur frá-
gangur að innanverðu. Þannig er gert ráð fyrir
að stuðull vegna undirþrýstings inni geti hugs-
anlega vegið að fullu upp formstuðul ástreym-
isþrýstings að utanverðu. Við loftþéttan frá-
gang, eins og t.d. þar sem einangrað er með
frauðplastplötum og múrhúðað og málað yftr,
mætti sprunga að líkindum vera um 40% víðari
fyrir tiltekið vindálag hornrétt á vegg án þess
að hætta yrði á að vatn næði að flæða inn.
Niðurstöður og ályktanir: Samkvæmt jöfn-
unni er ljóst að mjög mikið vindálag þarf til þess
að þrýsta vatni inn í sprungu, sem er þrengri en 0,2 mm, hafi hún verið þétt með vatnsfælu.
Við margar aðstæður þar sem skýlt er eða t.d. á norðlægum hliðum húsa á Suðurlandi,
sem í raun verða ekki fyrir miklu slagregnsálagi, og þar sem sjófok eða annað slíkt mæðir
lítið á, er hins vegar óhætt að gera ráð fyrir að vatnsfælur dugi til að þétta sprungur sent eru
0,3 til 0,4 mm og jafnvel meira á vídd.
Með hliðsjón af þessu og því sent áður er komið fram um útbreiðslu sprungna eftir vídd-
um, má áætla sem svo að í vel yfir 95% tilvika hér á landi þurfi ekki annað en vatnsfælu til
þess að þétta sprungur í veggjum steinhúsa fyllilega gegn vatni.
Þetta þýðir með öðrum orðunt að aðeins í fáeinum prósentum tilvika, líklega vel innan
við 5%, ættu sprungur vera svo víðar að ástæða væri til að fylla þær og þannig þrengja þær
eða loka þeim. Einungis þar sent búast má við rnjög öflugum og tíðum vindsveipunt á flöt-
um ætti að miða við lægri víddarmörk, eins og 0,l til 0,15 mm, þegar velja skal á milli inn-
dreypingar með vatnsfælu annars vegar og hins vegar fyllingar eða brúunar með húð yfir
sprungur.
Viðbúið er að í mörgum húsum, jafnvel stórhýsum, komi reyndar alls ekki fyrir svo víðar
sprungur að ástæða sé til að gera aðrar ráðstafanir en að bera á sprungurnar vatnsfælu, hvort
sem síðan skal mála yfir eða ekki. Sprungur á plötuskilum og út frá gluggunt og dyrum sem
og netsprungur í múrhúð, eru dæmigerðar sprungur sem afar sjaldan eru víðari en svo að
annað en vatnsfælu þurfi til að þétta þær.
Rétt er að taka fram að mikilvægt er að nota einvörðungu vatnsfælu af mónósílangerð,
þegar borið er á sprungur í máluðum fleti. Vatnsfælur af síloxangerð, sem og sílikónupp-
lausnir, geta verulega rýrt viðloðun málningarhúðar við yfirmálun.
Vatnsfœlu i'iðað á mjög netsprungur.
Fylling sprungna með innþrýstitækni
Þróun nýrrar aðferðar: Með tilkomu svonefndrar innþrýstitækni, sent þróuð hefur verið
hjá Rb, má segja að það að „saga upp“ sprungur, fylla í og múra yfir, sé orðið með öllu óþarft
nema í þeim örfáu tilvikum sem raunverulegar þenslusprungur eru.
Með innþrýstitækni má með mjög einföldunt handtökum og mjög ódýrunt búnaði þrýsta
sérstakri sements-plastþeytu-blöndu bcint inn í sprungurnar sjálfar og fylla þær í þeint