Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 333
Sprungur í steinsteypu — þróun í viðgerðartækni 331
fáeinu prósentum tilvika í húsveggjum, þar
sem þær eru svo víðar að vatnsfæla ein saman
dugir ekki til þess að þétta, sbr. það sem greint
er frá hér að framan. Hin tiltölulega dýra
aðferð við sögun raufar, ásamt fyllingu hennar
með gúmmíkenndum og/eða sementsbundnum
efnum, ætti því nánast alveg að heyra sögunni
til.
Eiginleikar og frágangur sprungufyllingar:
Við innþrýstiaðferðina smýgur fyllingarbland-
an inn í sprunguna í seigfljótandi ástandi og
umbreytist síðan við efnahvarf í fasta, tiltölu-
lega stökka fyllingu. Eftir hörðnunina er þannig
gert ráð fyrir að fyrr en síðar myndist vegna
sprunguhreyfingar þröng glufa, þ.e. ný sprunga,
langt innan við 0,2 mm á vídd, í staðinn fyrir
hina tiltölulega víðu upprunalegu sprungu.
Nýjar sprungur eða glufur af þessu tagi hafa
gjarnan mælst vera 0,02 til 0,04 mm á vídd.
Mjög æskilegt er að bera vatnsfælu á slíka
nýja sprungu, rétt eins og hvort eð er þyrfti að
gera við sagaða rauf, sem fyllt væri með sem-
entsbundnu efni. Þannig gæti þurft að bíða með yfirmálun í það minnsta einhverja nránuði,
vetrarlangt eða lengur. Ef ekki er unnt að bíða eða ef hagkvæmt er talið að mála yfir fyrr, þá
ætti að huga að því að bera vatnsfælu á sprunguna, ef eða þegar hún kemur í gegnum máln-
ingarhúðina, sem eftir atvikum gæli að vísu tekið fleiri ár eða jafnvel áratugi. Þetta sarna á
reyndar við eftir fyllingu með múrblöndu í sagaða rauf, ef sú dýrari leið er farin.
Stök sprunga fyllt með innþrýstiaðferðinni.
Þenslusprungur
Sprungur sem ástæða er til að saga upp og fylla eru einungis þær sem hreyfast mikið, t.d.
meira en 0,2 til 0,3 mm eða svo, á meðan hitastig flatarins er yfir frostmarki. Dæmigert fyrir
slíkt er það sem nefna má þenslusprungur, þ.e. sprungur sem hafa myndast þar sem ekki
hefur verið komið fyrir þenslurauf í tiltölulega löngum veggjum.
Eðlileg aðferð lil úrbóta er sú að fylla með viðeigandi gúmtjaðurmögnuðu kítti á réttan
hátt, eins og áður er vikið að, þ.e. með því að hafa lögun söguðu raufarinnar rétta, botnleggja
hana og nota viðloðunargrunn.
Lokun sprungna með húðum
„Fjarlæging“ sprungna og þétting: Til þess að eyða ummerkjum um sprungu, þar sem
fletir eru á annað borð málaðir, þarf að loka sprungunni með því að leggja yfir hana húð sem
þolir hreyllngar hennar án þess að hún komi í gegn, þ.e. rífi húðina.