Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 334
332 Árbók VFÍ/TFÍ 1996/97
Húð sem ekki opnast í gegn yfir sprungu, sem hún brúar, er augljóslega nógu góð þétt-
ing gegn vatni í leiðinni. Þannig má líta svo á að þétting með vatnsfælu sé eins konar öryggis-
atriði ef sprunga kynni að opnast í gegnum húð.
En hlutverk vatnsfælu er þó meira þar eð gera má ráð fyrir að hún hindri að verulegu
marki að vatn komist innan úr steininum að bakhlið húðarinnar, ef svo kynni að eiga við.
Vatn getur myndast í sprungu við gufuþéttingu eða hárpípustreymi, hafi t.d. ekki tekist að
þétta gegn vatni í nágrenni við sprunguna. Ef sprunga er nógu víð inni í steininum er heldur
ekki hægt að útiloka nokkurn vatnsstöðuþrýsting að baki húðar í undantekningartilvikum,
t.d. vegna leka ofar í vegg.
Kröfur til sprunguhyljandi húða: Til þess að duga þarf húð sem skal loka eða hylja
sprungu að vera nógu gúmmíkennd (teygjanleg og fjaðurmögnuð) og þykk. Til þess hins
vegar að ummerki um sprunguna eða viðgerð hennar verði sem minnst áberandi þarf húðin,
sem dæmigert væri að flokka sem málningarhúð, að vera undir vissum þykktarmörkum í
næsta nágrenni við sprunguna. Því þynnri sem húðin þyrfti að vera, þeim mun gúmfjaður-
magnaðri yrði hún að vera, þ.e. því lægri stífnistuðull hennar án þess að of miklu sé fórnað
í togstyrk.
Málning sem gefur húð, sem getur enst allvaranlega sem brú yfir algengustu sprungur,
er nú þegar til í ýmsum gerðum á markaðinum, en veruleg þróun hefur orðið í þessum efnum
á síðustu árum. Ef gúmmíkennd húð er nógu þykk nær sprunga ekki að rífa sig í gegnum
hana. Þykkari húð yfir sprungu kallar hins vegar á meiri vinnu og efni, þ.e. fleiri umferðir
við málun, ummerkin um viðgerðina verða meira áberandi og ýmis fleiri vandamál gætu
komið upp.
Með sérstökum prófunarbúnaði og aðferð, sem hvort tveggja hefur verið þróað hjá Rb,
er unnt að prófa þol húða gegn hreyfmgum sprungna. Niðurstöður slíkrar prófunar má nota
til að áætla neðri mörk þeirrar þykktar, sem húð þarf að hafa til þess að duga svo og svo lengi
eða öllu heldur þola tiltekna hreyfingu sprungu síendurtekið svo og svo oft.
Ályktanir
Rannsóknir hjá Rb sýna að í yfir 95% tilvika sprungna, sem koma fyrir í ytra yfirborði
veggja úr steinsteypu eða múrhúð hér á landi, er óþarft að „gera við“ sprungur þar eð það
eitt að bera vatnsfælu á þær dugir fyllilega til þess að þétta þær gegn vatnsupptöku og leka.
Einungis í þeim örfáu tilvikum þar sem raunverulegar þenslusprungur koma fyrir getur
verið þörf fyrir að saga rauf og fylla með gúmfjaðurmögnuðu kítti. Aðrar sprungur sem eru
víðari en svo að þær megi þétta með vatnsfælu, má fylla beint með innþrýstitækni, þ.e. án
sögunar.
Sprungur má láta hverfa allvaranlega af yfirborði steinflata með málningarhúð, sem er
nægjanlega þykk og gúmmfkennd og borin er á sprungusvæðið á réttan hátt.
Lokaorð
Þær rannsóknir á sprungum, sem skýrt hefur verið frá í grein þessari hafa verið styrktar fjár-
hagslega af Rannsóknaráði Islands, Húsnæðisstofnun ríkisins, Nordtest og Steinsteypu-