Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 337
Raforkunotkun heimila hjá fíafmagnsveitu Reykjavíkur 335
mælingar hafa komið mörg og löng göt. Fjórar
stöðvar voru settar í götuskápa til að mæla
heimtaugar einbýlishúsa, aðrar fjórar til
mælingar raðhúsa og fjórum var komið fyrir í
töflum fjölbýlishúsa til að mæla notkun í ein-
stökum íbúðum. Úrtakið miðaðist við mismun-
andi gamalt húsnæði þ.e.a.s. 0-5 ára, 5-10 ára,
10-15 ára og 15-20 ára.
í öllum tilfellum var 15 mínútna meðalgildum safnað og þau geymd í mælistöðvunum sem
tvenndartölur, sem síðan var umbreytt á PC-tölvu. Ollum fasaspennum var safnað ásamt al’li
og straum hvers notanda. Mæligildin gera einnig kleift að reikna út önnur gildi, sem eru
áhugaverð, eins og fasviksstuðul, launafl o.fl. Hér verður ekki fjallað um slík gildi.
Tafla 2.1
Flokkur notenda Fjöldi
1. Einbýlishús 26
2. Raðhús 35
3. Ibúðir fjölbýlishúsa 35
Samtals 96
Álagsdreifing
Álagsdreifingu hjá notendum óháð tímaröð er vel lýst með langæislínum, en þær eru fundn-
ar með því að raða afltoppum í minnkandi röð og teikna inn á línurit. Langæislína fyrir ein-
stakan mælipunkt er þannig auðfundin, en vandasamara er að setja fram langæislínur fyrir
hóp notenda. Tökum einbýlishúsin 26 sem dæmi. Meðaltal tekið af tímaröðum þeirra gæti
meðaltímaröð húsanna, sem hægt væri að teikna langæislínu eftir. Hæsti afltoppur húsanna
þarf hins vegar ekki falla á sama tíma og hæsta gildi meðaltímaraðarinnar yrði líklega ekki
meðaltal hæstu toppa einbýlishúsanna 26. Þetta gæfi því ekki rétta mynd af dæmigerðum
notanda og því verða hér sýndar kennilangæislínur hópanna.
Kennilangæislína fyrir hóp notenda er fundin með því að raða toppum hvers notanda
fyrir sig í minnkandi röð og taka síðan meðaltal toppanna. Meðaltal hæstu toppa er fundið,
síðan meðaltal næsthæstu toppa o.s.frv. Langæislína þessara meðaltala er síðan teiknuð og
er hún hér nefnd kennilangæislína fyrir viðkomandi hóp notenda. Þetta jafngildir því að
teikna langæislínu hvers notanda fyrir sig, leggja þær saman og deila í með fjölda notenda.
Mynd 3.1 sýnir kennilangæislínu fyrir einbýlishúsin og inn á línuritið er fært meðaltal
hæstu toppa 7,85 kW. Langæislínan sýnir vel hversu fáir hæstu toppar eru, en línan byrjar
liátt og fellur mjög hratt, enda er nýtingartíminn ekki nema 772 h.
Kennilangæislína fyrir raðhús er sýnd á mynd 3.2 og er með líku sniði og línan fyrir ein-
býlishús, að því undanskildu að hæsta gildið er lægra eða 6,32 kW. Línan fyrir fjölbýlishús
er síðan sýnd á mynd 3.3 og er hæsta gildi hennar 5,63 kW.
Kennilangæislína fyrir allar mælingar eru sýnd á mynd 3.4 og er meðaltal langæislína
allra notenda, sem voru mældir, en þeir voru 96. Þessi langæislína er í raun vegið meðaltal
langæislína fyrir einbýlishús, raðhús og fjölbýlishús eins og skiptingin var á milli þeirra í
mælingunum. Meðaltal hæstu gilda er 6,12 kW.
Tafla 3.1 sýnir nokkrar kennistærðir fyrir notendahópana, sem voru mældir. Þessar
stærðir tengjast langæislínunum, en hinir lágu nýtingartímar eru eðlileg afleiðing af því
hversu hratt langæislínurnar falla. Meðalorkunotkun hvers flokks er einnig sýnd ásamt
sumar- og vetrarorku. Sumarorkan er orkunotkunin frá 1. maí til 30. september, en
velrarorkan er frá 1. janúar til 30. apríl og frá 1. október til 31. desember. Kennistærðir allra
notenda sem voru mældir eru vegin meðallöl hópanna.