Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Side 339
Raforkunotkun heimila hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 337
Tafla 3.3 sýnir meðalstærðirnar fyrir hópana.
Hér er sýnt afltillegg meðaleinstaklings í hópn-
um og meðalorkan. Meðalorkan er reyndar
sama stærðin og kölluð er heildarorka í töflu
3.1, en þar er einnig sýnd skipting milli sumar-
og vetrarorku. Ailtilleggið er hér hlutdeild
meðalnotanda í heildartoppnum og fæst ein-
faldlega með því að deila með fjölda notenda
upp í heildartoppinn. Meðaltal hæstu toppa í
einbýlishúsunum var t.d. 7,85 kW, en afl-
tilleggið er ekki nema 3,34 kW eða 0,425 (42,5%), sem er þá samlögunarstuðullinn fyrir
þessi 26 einbýlishús.
Tafla 3.3 Meðalstærðir,
Notenda- hópur Fjöldi Afltillegg meðaltal kW Meðal- orka kWh
Einbýlishús 26 3,34 6.059
Raðhús 35 2,84 5.089
íbúðir fjölb. 35 1,23 2.189
Allir 96 2,26 4.294
Samlögun
Samlögun notendahópa er mikið notuð við hönnun dreifikerfa í íbúðarhverfum, en jafnframt
eru samlögunarstuðlar notaðir við útreikninga gjaldskrár. Skilgreiningin á samlögunarstuðli
er sú, að upp í heildartopp (Pmax) er deilt með summu toppa einstakra notenda (Pimax)- Þetta
er táknað með eftirfarandi hætti:
S = Pm—----- (4.1 )
^imax
Mæld voru 26 einbýlishús og er því hægt að reikna út samlögunarstuðla fyrir 1 til 26 ein-
býlishús. Samlögun tveggja einbýlishúsa er hægt að reikna út á marga vegu eða jafnmarga
og tvenndirnar í mælingunum eru. Nánar tiltekið kemur eftirfarandi fjöldi samsetninga til
greina :
n! 26! 26 • 25
nC, = = = = 325 tvenndir
(n - k)! r! (26-2)! 2! 2
Samsetningarnar fyrir samlögun 5 húsa verða 65780 og samtals voru mældir 96 notendur og
mögulegar samsetningar 48 notenda af þessum 96 eru g6C48 = 6,4 • 1027.
Af þessu var Ijóst að takmarka þurfti fjölda þeirra samsetninga, sem væri reiknaður og
var ákveðið að reikna ekki nema 50 samsetningar að hámarki. Einungis jaðartilfellin lenda
undir hámarkinu þ.e.a.s. samlögun 25 einbýlishúsa af 26, en þar er um 26 samsetningar að
ræða. Samlögun 34 íbúða eða raðhúsa af 35 gefur 35 samsetningar.
Samlögunarstuðlarnir fyrir einbýlishús, sem voru reiknaðir út úr mælingunum, eru
sýndir í töflu 4.1. Þetta eru meðaltöl samlögunarstuðla fyrir 50 samsetningar, nema fyrir 1
hús, 25 hús og 26 hús. Samlögunarstuðullinn fyrir 1 hús er alltaf 1 og einungis 26 samsetn-
ingar eru til fyrir samlögun 25 húsa, þegar 26 hafa verið rnæld. Samlögunai'stuðulinn fyrir
húsin 26 er hægt að reikna, en þar er einungis um eitt gildi að ræða. Hæstu og lægstu gildi
samlögunarstuðlanna, sem reiknaðir voru fyrir hvert tilfelli, eru einnig sýnd í töflunni, ásamt
staðalfrávikinu. Tveir öftustu dálkarnir sýna stuðlana að frádregnu einu staðalfráviki og að
viðbættu einu staðalfráviki.