Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Qupperneq 341
Raforkunotkun heimila hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 339
Mynd 4.1 sýnir stuðlana í töflu 4.1 teiknaða inn á línurit. Meðaltal samlögunar-stuðlanna er
miðlínan á línuritinu, en línurnar sitt hvorum megin við hana eru stuðlarnir að viðbættu og
frádregnu staðalfrávikinu. Efsta og neðsta línan eru síðan hæstu og lægstu gildi. Neðast á
línuritinu er staðalfrávikið sýnt.
Línuritið sýnir að samlögunarstuðullinn lækkar jafnt og þétt eftir því sem húsin eru fleiri.
Hann er breytilegastur fyrir fá hús, en verður stöðugri við samlögun tleiri húsa og staðal-
frávikið lækkar. Fjölgun húsa í samlögun leiðir líka af sér að hæstu og lægstu gildi verða
nær meðaltalinu. Hér virðist stuðullinn stefna markvisst á 0,425.
Samlögunarstuðlar fyrir raðhús eru sýndir í töflu 4.2 og er framsetningin með sama hætti
og í töflu 4.1 fyrir einbýlishús. Fleiri raðhús voru mæld eða 35 og eru gildin því fleiri en
fyrir einbýlishúsin. Ein samsetning er til fyrir 35 hús, en fyrir 34 hús eru þær 35. Annars eru
útreikningarnir takmarkaðir við 50 samsetningar eins og áður.
Taila 4.2 Samlögunarstuðlar raðhúsa
Fjöldi húsa Samlögunar- StUÖllll meöaltal Staðalfrávik Samlögunar- stuðull lægsta gildi Samlögunar- stuðull hæsta gildi Samlögunar- stuðull -1 staðalfráv. Samlögunar- stuðull + 1 staðalfráv.
i 1,000000 1,000000 1,000000 1,000000 1,000000
2 0,745451 0,058021 0,601611 0,877944 0,687430 0,803472
3 0,647815 0,069684 0,519553 0,864812 0,578131 0,717499
4 0,602224 0,057358 0,495599 0,725301 0,544866 0,659582
5 0,553505 0,057954 0,454572 0,702655 0,495551 0,611459
6 0,541134 0,055811 0,448244 0,780011 0,485323 0,596945
7 0,525347 0,043767 0,433573 0,646410 0,481580 0,569114
8 0,522098 0,047338 0,423862 0,639432 0.474760 0,569436
9 0,500992 0,034922 0,422204 0,565996 0,466070 0,535914
10 0,504730 0,038519 0,436851 0,582516 0,46621 1 0,543249
15 0,477233 0,033572 0,420729 0,543223 0,443661 0,510805
20 0,452941 0,029866 0,373319 0,522633 0,423075 0,482807
25 0,454417 0,022949 0,400864 0,502778 0,431468 0.477366
30 0,453249 0,016030 0,410349 0,485228 0,437219 0,469279
31 0,452920 0,012287 0,430081 0,479762 0,440633 0,465207
32 0,450519 0,011709 0,422548 0,475104 0,438810 0,462228
33 0,448262 0,009433 0,431165 0,470465 0,438829 0,457695
34 0,450612 0,006444 0,439539 0,463905 0,444168 0,457056
35 0,450605 0,450605 0,450605 0,450605 0,450605
Samlögunarstuðlarnir fyrir raðhús eru teiknaðir inn á línuritið á mynd 4.2 með sama hætti
og fyrir einbýlishús. Línuritið sýnir að stuðullinn lækkar jafnt og þétt með fjölgun húsa.
Hann er breytilegri fyrir fá hús, en verður stöðugri með meiri fjölda. Hann virðist stefna
nokkuð örugglega á 0,45 og er reyndar búinn að ná því gildi við samlögun rúmlega 20
húsa.