Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 346
344 Árbók VFÍ/TFÍ 1996/97
tiltekinni vöru frá upphafi til enda. Með sýnileikanum og nálægð tækja og manna er auðvelt
að fylgjast með gæðum og rekja og lagfæra mistök. Samskipti milli þeirra sem starfa saman
verða einnig þægileg og upplýsingaflæði betra.
I hverri sellu eru vélar og tæki sem eingöngu eru notaðar við framleiðslu í sellunni, þ.e.
aðrir nota ekki tækin. Vélarnar eru ekki sérhæfðar og þurfa að geta framleitt fjölbreytta hluti.
Þurfi vélarnar stuttan uppstillingartíma er hægt að framleiða í litlum lotum, en litlar lotu-
stærðir auka sveigjanleika kerfisins.
Þegar sella er stofnuð þarf að skilgreina þær vörur sem hún franrleiðir. Dænri um hóp
vara sem framleiddur er í sellu hjá Marel eru flokkarar. Best er að öll framleiðsla á vörunni
fari fram innan sellunnar, en oft er þó óhjákvæmilegt að hluti framleiðsluferlisins fari fram
utan hennar. I Marel fara t.d. allir ryðfríir stálhlutir út úr sellununr þegar þeir eru glerblásnir.
Þegar framleiddur er saman hópur af vörum sem hefur sameiginlegt framleiðsluferli er auð-
velt að stytta uppsetningartíma og einfalda framleiðsluskref.
Þau lið sem algengt er að nota í sellum kallast sjálfstýrð lið. Stærð liðsins getur verið breyti-
leg en þó er æskilegt að starfsmenn í hverri sellu séu ekki fleiri en 10— 14.
Meðal þeirra atriða sem teljast til helstu kosta við framleiðslu í sellum eru aukin fram-
leiðni, styttri framleiðslutími, minni millilager, skilvirkara efnisflæði, betri gæði, einfaldara
kerfi, betra upplýsingaflæði, betri yfirsýn, sveigjanlegra kerfí, nreiri samvinna og virkari
þátttaka starfsmanna.
Sellum getur þó fylgt óhagræði af ýmsu tagi. Meðal þess er að tækjum fjölgar og nýting
þeirra verður ekki eins hagkvæm. Ef heilu kerfi er breytt í sellur getur sveigjanleiki heildar-
kerfisins einnig minnkað því framleiðsla í hverri sellu gelur verið frekar sérhæfð. Einnig má
búast við stærri íhlutalager því með sellunum dreifist framleiðsla sem var áður á einum stað
yfir á fleiri staði, samanber samsetningu í Marel. Starfsvettvangur breytist að auki talsvert
með tilkomu sella og í sumum tilfellum geta störfm orðin einhæfari. Með víxlþjálfun er þó
hægt að koma í veg fyrir það. í lokin er rétt að benda á að kostnaðarsamt og tímafrekt getur
verið að breyta yfir í sellur og skiptir skipulagning og þjálfun þar miklu rnáli.
Sjálfstýrð lið
Liðsvinna er í dag mjög algengt skipulagsform. Til eru margar tegundir af liðunr og er
sjálfstýrt lið ein þeirra. Sjálfstýrl lið má skilgreina sem lið er ber sameiginlega ábyrgð á
heilu vinnuferli sem lýkur með afhendingu á vöru eða þjónustu til innri eða ytri viðskipta-
vinar.
Sjálfstýrt lið í Marel er varanlegt lið sem er sameiginlega ábyrgt fyrir því sem það send-
ir frá sér. Meðlimir þess starfa eingöngu í þessu eina liði. Innan liðsins eru starfsmenn af
mismunandi fagsviðum en stefnt er að því að þjálfa starfsmennina þannig að þeir hafi sem
víðtækasta þekkingu. I liðinu er enginn verkstjóri heldur fyrirliði sem hefur fyrst og fremst
það hlutverk að leiða liðið og vera talsmaður þess út á við. Stjórnunarlegri vinnu innan liðs-
ins er skipt á milli manna og má því segja að liðinu sé stjórnað sameiginlega af liðsmönnum
þess. í sjálfstýrða liðinu er gott upplýsingastreymi og samskipti og samvinna er meiri en
áður. Hvert lið í Marel heldur t.d. fundi vikulega, þar sem fjallað er um innri mál og vinnu-
skipulag. Innan liðsins er vinnuskipulag í höndum liðsins sjálfs og er eitt af meginmarkmið-
um þess að stuðla að stöðugum umbótum.