Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 359
Skeiðarárhlaup og vegasamgöngur 357
þær hafa ekki skemmst. Brúin yfir Skeiðará er byggð úr fimm 176 m einingum, brúin yfir
Gígjukvísl var byggð úr tveimur 176 m einingum en önnur af tveim einingum Súlu er 220
m löng (í fimm 44 m höfum). Akbraut brúnna er 4,0 m á breidd en á u.þ.b. 30 m kafla á
miðju hverrar einingar er breiddin aukin í 6,0 m. Brýrnar eru beinar og láréttar. Af aðal-
brúnum út á vegfyllingarnar eru 12 m langar landbrýr. Lengdir brúnna voru því: Súla 420
m, Gígjukvísl 376 m og Skeiðará 904 m. Yfir farveg Sæluhúsavatns var byggð 50 m stálbita-
brú með timburgólfi í tveimur höfum.
Hæðin á neðri brún bita yfir aurnum var u.þ.b. 6 m fyrir brýrnar yfir Súlu, Gígjukvísl og
Skeiðará. Hæðin á brúnum var valin þetta mikil til að ísjakar sem brotna jafnan úr jökuljaðr-
inum í hlaupum gætu komist undir þær.
Eldgos, vatnssöfnun og jökulhlaup
Sunnudaginn 29. september 1996 hófst áköf skjálftahrina undir vestanverðum Vatnajökli,
fyrst í norðurbrún Bárðarbungu og færðist síðan suður á við. Eftir u.þ.b. sólarhring var gefin
út aðvörun um hættu á eldsumbrotum við Bárðarbungu, enda hafði óróinn sömu einkenni og
hlaupóróinn sem fylgdi kvikuumbrotunum í Kröflu. Að kvöldi 30. september minnkaði
skjálftavirknin snögglega og í stað kvikuhlaupsóróans kom fram gosórói sem varð fyrst sýni-
legur kl. 21:45. Eldgos var hafið í nágrenni Bárðarbungu, á gossprungu sem seinna fékk
nafnið Gjálp. Útslag óróans, sem var sýnilegur á mælum á Gnmsfjalli og Vonarskarði og sem
tengdir eru inn til Raunvísindastofnunar Háskólans, óx jafnt og þétt um nóttina. Snemma að
morgni I. október sást svo úr flugvél að sigkatlar höfðu myndast austan Skaftárkatla. Um há-
degi þann dag gaus síðan á um 4 km langri gossprungu undir jöklinum, þar sem ísþykktin
fyrir gos var 500-600 m. Tveir 100 m djúpir sigkatlar höfðu myndast, u.þ.b. 2 km í þvermál,
og suður frá þeim lá grunn dæld í átt til Grímsvatna. Þá þegar hafði íshellan á vötnunum risið
um 15-20 m vegna innrennslis bræðsluvatns. Þann 2. október náði gosið svo að bræða sig
upp í gegnum 500 m þykkan jökulinn og byrjaði þá kröftugt öskugos og náðu strókarnir
500-1000 m hæð. Sprungan lengdist þá einnig um 3 km til norðurs. Daginn eftir hafði
myndast þar djúpur kelill enda kröftugt gos í gangi undir 700-750 m þykkum jökli.
Gosmökkurinn náði 10 km hæð þennan dag. Næstu daga á eftir myndaðist á gossprungunni
3,5 km löng ísgjá með 50-100 m háum lóðréttum ísveggjunt og rann vatn eftir henni til suð-
urs, líklega unt 15° heitt. Við suðurendann á ísgjánni hvarf vatnið niður íjökulinn og rann
síðan með botni hans til Grímsvatna (mynd 4). Gosið fjaraði síðan út 13.-14. október.
0 2 4 6 8 10 12 14 18 18 20 22
Mynd 4 Snið í Gn'msvötn og gosstöðvar (myndfrá RH).