Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Side 361
Skeiðarárhlaup og vegasamgöngur 359
mikið á að ísstíflan hafi lyfst því til þess þyrfti vatnsborð að hafa risið í um 1.480 m í upphafi
þessa tímabils og á síðustu árurn í um 1.510-1.515 m. í stað þess er talið að í hefðbundnum
hlaupum, sern hafa komið með u.þ.b. fjögurra ára millibili, hafi vatnið náð smám saman að
þrengja sér gegnum glufur og aðra veikleika í botni jökulsins við ísstílluna, á þeirn fjórum
árum sem vatn safnaðist í Grímsvötn rnilli hlaupa. I atburðunum sl. haust var staðan hins
vegar önnur. Hefðbundið hlaup kom úr Gn'msvötnum sl. vor. Vatnsstaðan var því lág og vatn
hafði haft skamman tíma til að herja á og víkka út sprungur og veilur í ísnum þegar bræðslu-
vatn fór að fossa inn í vötnin í gosinu. Vatnsborðið hækkaði sífellt, og margir voru orðnir
langeygir eftir að hlaupið kæini fram. Síðustu vikurnar var hækkunin að vísu ekki mikil frá
degi til dags þar eð yfirborð vatnanna stækkaði stöðugt eftir því sem hellan lyftist, þótt inn-
rennslið væri nokkuð stöðugt vegna bræðslu íss frá kólnandi gosefnahaugnum. Það gerðist
síðan í fyrsta sinn svo vitað sé haustið 1996 að ísstífian lyftist og kom þannig hlaupinu af stað.
Vatnshæðin var þá 1.510-1.512 m.
í hlaupinu féll vatnsborð um 170 m, sem er
meira en áður hefur mælst, eða niður í 1.340
m. Sig íshellunnar var mælt með samanburði
loftþrýstingsmælinga á Eystri Svíahnjúk og
skynjara sem komið var fyrir á miðri hellunni
fyrir hlaupið (sjá mynd 8). Talið er að vatns-
streymi úr vötnunum hafi byrjað um 10 klst.
áður en fióðið kom fram við jökulsporðinn, en
sig hellunnar hófst um leið og fór að renna úr
vötnunum. Vatnsmagn sem áætlað er að hafi
komið undan jökli í hlaupinu er um 3,5 km3.
Þar af eru um 3,1 km3 úr Grímsvötnum og um
0,3 km3 bættust við vegna bráðnunar undir
ísstíflunni og 0,1 km3 vegna bræðslu frá núningsvarma við fall vatnsins frá Grímsvötnum
niður á Skeiðarársand. Talið er að hiti vatnsins sem rann úr Grímsvötnum hafi að meðaltali
verið um 8°.
Hlaupvatn úr Grímsvötnum fer niður dal suður af ísstíflunni, en sveigir síðan yftr í annan
dal sem er undir sporði austanverðs Skeiðarárjökuls, og kemur fram við útfall Skeiðarár.
Samkvæmt mati á vatnsrennslisleiðum byggðum á korti af yfirborði og botni (fundið með
íssjármælingum) eru dregin vatnaskil milli Skeiðarár og Gígjukvíslar. Þar er farvegur
Skeiðarár talinn falla inn að vatnaskilum á stað sem er 10 km frá sporði. Hlaupin koma fyrst
fram í Skeiðará en oft síðar í Gígjukvísl og loks í Súlu, einkum ef þau eru stór. Vatnsrásin
frá Grímsvötnum hættir að sveigja eingöngu austur að útfalli Skeiðarár þegar líður á hlaupin,
vatnsgöngin víkka og vatn fer einnig suður. Stærstu Gn'msvatnahlaupin hafa komið fram
undan jökli á um tíu stöðum, þótt að jafnaði séu meginárnar þrjár.
Hættuástand
Strax í upphafi eldgossins boðaði Vegagerðin sérfræðinga Raunvísindastofnunar og Orku-
stofnunar á sinn fund. Náin samvinna var síðan á inilli þessara aðila á öllum umbrotatím-
anum. Það sem Vegagerðin hafði einkum áhuga á að fá fram var mat á stærð og tímasetn-
ingu hlaups á Skeiðarársandi, sem ljóst var að myndi fylgja í kjölfar gossins fyrr eða síðar.
Mynd 8 Sig íshellu Grímsvatna 4.-7. nóv.
1996 (myndfrót RH).