Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 362
360 Árbók VFÍ/TFÍ 1996/97
Til að styrkja það mat var sett upp áætlun um eftirlit og mælingar, bæði í Grímsvötnum og
á sandinum. Raunvísindastofnun hafði með höndum söfnun upplýsinga við Grímsvötn og
Orkustofnun sá um rennslismælingar, mat á rennsli, spá um framvindu hlaups og mat á út-
breiðslu hlaupvatns við jökulsporð og á sandinum. Vegagerðin hafði að sjálfsögðu umsjón
með mannvirkjum, lagði mat á framkomnar spár um atburðarás og tók ákvarðanir um nauð-
synlegar aðgerðir með tilliti til öryggis vegfarenda og mannvirkja. Tekið var upp náið sam-
band milli Vegagerðarinnar og Almannavarna ríkisins og allt mat á hættuástandi og tilkynn-
ingar þar unt sett fram sameiginlega af þeim aðilum. Meðal annars var ákveðið að loka
þjóðveginum um Skeiðarársand að nóttu til þar til hlaup kæmi fram. Þá var sett upp vökt-
unarkerfi sem skiptist í almenna vöktun og sérstaka vöktun. Það fyrra snerist einkum um
að kanna ástand á sandinum alla morgna áður en vegurinn var opnaður fyrir almennri
umferð, að hafa vakt beggja megin sands að deginum og ákveðna tilhögun um viðbrögð um
leið og hlaups yrði vart. Sérstök vöktun beindist einkum að því að tryggja öryggi þeirra
starfsmanna sem þyrftu að vera á hættusvæði eftir að hlaup hæfist. Þá voru tilteknir menn
settir í viðbragðsstöðu, ákveðnu útkallskerfi komið á fót og sett fram aðgerðalýsing miðað
við ýmsar útgáfur af líklegri atburðarás. Einnig var samstarf við Landhelgisgæsluna vegna
þyrluflugs, en talið var líklegt að eftir að hlaup hæfist þyrftu menn að vera við störf inni á
hættusvæðum, m.a. við að rjúfa varnargarða, og nauðsynlegt að hafa björgunarþyrlu á
staðnum meðan á því stæði. Meðal annars var farið æfingatlug austur og starfsmenn á
svæðinu lærðu handbrögð við björgun með þyrlu.
Það varð fljótt Ijóst að búast mátti við stór-
hlaupi í kjölfar eldgossins. í stórum dráttum
má segja að strax í upphafi hafi verið búist við
hámarksrennsli sem væri yfír 20.000 m3/s, og
því var spáð að það tæki upp undir tvo sólar-
hringa að ná rennsli hefðbundins Skeiðarár-
hlaups síðustu ára, þ.e. 2.000-3.000 m3/s
(mynd 9). Við þetta var miðað í öllum aðgerð-
um og reiknað með að I-2 sólarhringar gæfust
til að ljúka rof- og varnaraðgerðum eftir að
fyrstu ummerkja um hlaup yrði vart. Auðvitað
var ekki unnið út frá því að þetta væri öruggt,
aðeins líklegt, og ávallt haft í huga hvað varð-
aði öryggi fólks að búast mætti við verri
aðstæðum, þ.e. sneggra eða stærra hlaupi.
Segja má að sú spá Vatnamælinga Orkustofn-
unar um framvindu sem sett var fram stuttu eftir að hlaupið hófst hafi staðist mjög vel, bæði
hvað varðar rennsli og tíma.
Varnaraðgerðir
Hönnun varnargarðanna miðaðist við að unnt væri að opna kerfið í stórhlaupum til að létta
álagi af brúm og háum og verðmætum vegfyllingum við enda þeirra. Ljóst var að rennslið
yrði meira en hönnunarflóð mannvirkjanna. Því var strax hafist handa við að finna þá staði
sem vænlegast væri að rjúfa, bæði í vegum og varnargörðum. Skörðin sem gerð voru mætti
dagar
Mynd 9 Spá um hlaupferil (myndfrá RH).