Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 363
Skeiðarárhlaup og vegasamgöngur 361
e.t.v. frekar kalla lægðir, þær voru um 20 m langar, I-2 m djúpar og með góðum fláa langs-
um eftir garðinum eða veginum, til að unnt væri að aka þar yfir tækjum og bflum. Auk þess
að gera skörðin var grjótvörn styrkt á nokkrum stöðurn og þá var leiðigarðurinn ofan og
austan brúar yfir Skeiðará hækkaður.
Við Skeiðará voru gerð finnn skörð í varnargarð austan árinnar og miðað við að rjúfa
veginn á tveimur stöðum. Lægsti punktur skarðanna í varnargarðinn við Skeiðará var
ákvarðaður þannig að hann væri 0,5 m hærri en flóðfarið frá Skeiðarárhlaupinu í mars/apríl
1996 en hámarksrennsli þess hlaups var u.þ.b. 3.000 m3/s. Við Sæluhúsavatn var vegurinn
tekinn í sundur 1.100 m austan brúarinnar og byggður garður til að hindra að vatn rynni
meðfram veginum lengra til austurs en að skarðinu. Við Gígjukvísl var rofið skarð í varnar-
garð og veg vestan árinnar. Við Súlu var rofið skarð í varnargarðana austan og vestan brúar-
innar og miðaðist dýpi skarðanna við að fyrst rynni út um eystra skarðið en að það rynni út
um vestara skarðið rétt áður en garðakerfið þar brysti. Skarðið í varnargarðinn austan við
Súlu náði niður í sama kóta og flóðfar frá Grænalónshlaupi árið 1986 en í því hlaupi er áætl-
að að rennslið í Súlu hafi verið 2.000 m3/s.
Þegar skörðin við Skeiðará og Súlu voru gerð var miðað við að dýpka þau með gröfum
og ýtum til að auðvelda vatni enn frekar að leita þar í gegn og nota til þess þá 1-2 sólar-
hringa sem vonast var til að gæfust í upphafi hlaups. Ekki var gert ráð fyrir að dýpka skörðin
við Gígjukvísl og Sæluhúsavatn eftir að hlaup væri hafið því að það var ekki talið verjandi
að senda menn og tæki svo langt inn á sandinn við þær aðstæður. Eftir að hlaupið hófst var
gert skarð í veginn vestan við Súlu. Atburðarásin í hlaupinu varð síðan svo hröð að enginn
tími gafst lil að rýmka þau skörð sem búið var að gera.
Hlaup á sandi
Að morgni 5. nóvember kom hlaupið úr Grímsvötnum fram á sandinn. Um kl. 22 kvöldið
áður sást órói á skjálftamæli á Grímsfjalli og hefur það verið túlkað sem lyfting ísstíflunnar
og þar með upphaf rennslis út úr vötnunum. Það tók því vatnið um 10 klukkustundir að
brjótast fram undan Skeiðarárjökli. Frambrún flóðsins fór fram sandinn sem bylgja og var
skráð með þrýstiskynjara Vatnamælinga við Skaftafellsbrekkur og við Skeiðarárbrú. Línurit
frá mælinum við Skeiðarárbrú er sýnt á mynd 10. Hraði flóðsins ofan Skeiðarárbrúar virðist
hafa verið allt að 9 km/klst og lágmarkshraði frá brú og út í sjó um 5,5 km/klst. Hlaupvatn
kom í Gígjukvísl 3-4 klst. síðar en í Skeiðará, eða um hádegisbilið og enn 4 klukkustundum
síðar í Núpsvötn. Hámarki náði rennslið í öllunt ánum aðfaranótt 6. nóvember og var því
ekki unnt að fylgjast með því vegna myrkurs.
Talið er að mesta rennsli í Skeiðará haft verið
20-25.000 m3/s, í Gígjukvísl 30-35.000 m3/s
og í Núpsvötnum 2.300 m3/s (mynd II).
Hlaupinu lauk um tveimur sólarhringum eftir
að það kom fram á sand.
Samkvæmt mælingum og mati Raunvís-
indastofnunar runnu 3,6 km3 vatns í hlaupinu
fram á Skeiðarársand. Þar af runnu um 3,2 úr
Grímsvötnum, 0,3 bráðnuðu við útfallið og 0,1 Mynd I0 Vatnshceðarlínurit frá austari
bráðnaði á leið vatnsins niður á sand. Þessir enda Skeiðarárbrúar (myndfrá OS).
SKEIÐARÁRHLAUP nóv. 1996
Vatnshæóarlinurit trá austari enda Skeidarárbrúar