Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 369
Skeiðarárhlaup og vegasamgöngur 367
Niðurstaðan er því sú að búast má við að eldvirkni í Vatnajökli, innan vatnasviðs Súlu,
Gígjukvíslar og Skeiðarár, orsaki að jafnaði tvö til fjögur stórhlaup á öld.
Brú yfir Skeiðará: í júlí 1997 var lokið við að endurbyggja þá einingu Skeiðarárbrúar sem
eyðilagðist í hlaupinu 1996. Brúin er nú 880 m löng og skýringin á því að hún styttist um 24
m er sú að landhöfum var sleppt. Hönnunin miðast við óbreytt hönnunarflóð, þ.e. 9.000 m3/s.
Ef rennslið verður meira en sem nemur hönnunarflóðinu er miðað við að garðakerfið rofni.
Ráðgert er að styrkja og endurbyggja undirstöður brúar yfir Skeiðará. í fyrsta áfanga þess
verks, sem lokið var vorið 1997, er um að ræða undirstöður 3, 18, 19 og 20. Nýir sökklar
eru 18,8 m langir og 3 m háir. Hver sökkull hvflir á 20 staurum, 20 m löngum. Flestir staur-
arnir verða reknir með halla 4:1. Þegar þetta skrifað er ekki búið að ákveða hversu margar
undirstöður verða styrktar til viðbótar þeim sem hér hafa verið nefndar.
Planlega og hæðarlega aðalgarða og straumbrjóta við Skeiðará er óbreytt. Planlega leiði-
garða er óbreytt en leiðigarðarnir voru hækkaðir um 1 m og er sú hækkun ekki grjótvarin.
Hækkun leiðigarðanna kemur í veg fyrir að það renni yfir þá úr lónunum áður en garðakerfið
nær að rofna. Sú niðurstaða að gert er ráð fyrir mjög litlum breytingum á garðakerfinu við
Skeiðará ætti ekki að koma á óvart. Garðarnir eiga að bresta þegar rennslið verður meira en
9.000 m3/s. Verið var að lagfæra þann hluta garðakerfisins sem brast eins og til stóð. Ef auka
á að einhverju marki það vatnsmagn sem sleppur út úr garðakerfinu, umfram það sem átti
sér stað í hlaupinu í nóvember 1996, þyrfti að breyta þeim hluta garðakerfisins sem stóðst
hlaupið. Það yrði trúlega best gert með því að færa garðana sem byggðir voru árið 1985 við
Skaftafellsbrekkur út fyrir upphaflega garðakerfið og nær þjónustumiðstöðinni. Garðakerfi
Vegagerðarinnar gæti þá brostið uppi við Skaftafellsbrekku en annað garðakerfi beindi því
vatni sem þar færi út úr garðakerfinu frá þjónustumiðstöðinni. Ekki er mögulegt að ráðast í
slíka breytingu á garðakerfinu án ítarlegrar kynningar og umræðna. Raunar er óvíst að slík
breyting á garðakerfmu þætti æskileg jafnvel þó að með henni mætti auka öryggi brúarinnar
í stórflóðum.
Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar sá um lagfæringar á brúnni en vinnan við vegi og
varnargarða var boðin út. Aðalverktaki við vega- og garðagerðina var Arnarfell ehf.
Brú yfir Gígjukvísl: Hönnunarfióð brúar miðast við aðstæður í farvegi Gígjukvíslar í
hámarki stórhlaups (30.000 m3/s) og er gert ráð fyrir að brúin verði að ráða við 25 m3/s á
hvern lengdarmetra brúar. Jafnframt er miðað við að öll mannvirki við Gígjukvísl (brú,
vegur og garðar) ráði við 3.000 m3/s án áfalla. Lengd brúar miðast m.a. við eftirfarandi for-
sendur:
• Að hún þoli smærri hlaup án þess að vegur rofni.
• Að hún þoli stórt hlaup án þess að skaðast og geti flutt 7-8.000 m3/sek í byrjun hlaups.
• Að hún þoli áraun frá stórum jaka í aftakahlaupi (25-30.000 m3/sek). Hönnunarjakinn er
2.000 tonn, með hraða 4 m/s og stöðvunartíma 1 sek.
Ákveðið hefur verið að brúin verði höfð 336 m löng, 300 m + 18 m landbrýr báðum megin,
þannig að virk lengd brúar er 300 m. Gamla brúin taldist vera 376 m löng eða 40 m lengri
en sú nýja. Virkt vatnsop er hins vegar svipað vegna mismunandi frágangs við endastöpla og
landbrýr.