Verktækni - 25.01.1988, Blaðsíða 8

Verktækni - 25.01.1988, Blaðsíða 8
FÉLAGSFRÉTTIR Árangurinn þekkja allir. Það er ekki fyrr en horfið var frá þessum tölum og farið að ræða aðrar nokkru lægri og raunhæfari tölur að áhugi vaknaði hjá erlendum aðilum um þátttöku í bygg- ingu ktsilmálmverksmiðjunnar á Reyðarfirði.'' Meðalverð 1986 til ÍSAL var 12,6 mill/kWst, en það er sambærilegt og í helstu samkeþpnislöndunum, ef undan er skilið Kanada þar sem raf- orkuverð er verulega lægra. „Staðsetning miðja vegu milli Evrópu og Ameríku, tveggja mikil- vægustu markaða fyrir málma og toll- frjálsa aðgangur að mörkuðum í Evrópu styrkir samkeppnisstððu verksmiðju hér á landi." ,,Þótt raforkuverðið sé mikilvægasti innlendi kostnaðarliðurinn í rekstri orkufreks iðnaðar þá skiptir annar innlendur kostnaður einnig verulegu máli. Af rekstrarkostnaði án fjár- magnskostnaðar er launakostnaður á bilinu 10-20% og annar rekstrar- kostnaður, sem að nokkrum hlut er innlendur, 10-15%. Af byggingar- kostnaði má gera ráð fyrir því að 35- 45% sé innlendur kostnaður." ,,Ef könnuð er innlend kostnaðar- þróun undanfarinna ára kemur í Ijós að þróunin hefur verið mjög óhag- stæð og veikt mjög samkeppnisstöðu okkar. Byggingarkostnaður t. d. ál- vers á íslandi hefur hækkað um 15- 20% frá því 1983-1984 og fer ört hækkandi." „Löngum hefur verið talið að laun á islandi væru lægri en í flestum nágrannalöndum okkar, en það virð- ist nú ekki lengur vera til staðar. Á árinu 1982-1985 var kostnaður á vinnuklukkustund í orkufrekum iðnaði hérlendis 10-13 $/klst. Er þá reikn- aður allur kostnaður er til fellur vegna starfssmanna, laun, launatengd gjöld, fatnaður, matur o. fl. Nú á árinu 1987 er þessi kostnaður nálægt 19 $/klst. og miðað við óbreyttar for- sendur um gengi má gera ráð fyrir því að á næsta ári verði þessi kostn- aður yfir 21 $/klst.“ Sjá meðfylgjandi mynd sem sýnir samanburð við önn- ur lönd. Geir gagnrýndi tilveru ráðherra- skipaðra „stóriðjunefnda" og val ís- lenskra manna í stjórn stóriðjufyrir- tækja. Þar skorti oft nokkuð á þekk- ingu og reynslu. ,,Á (Dessu fyrirkomulagi er nauð- synlegt að verði breyting. Setja ætti saman á einum stað, annað hvort í sérstöku fyrirtæki, eða deild í iðnað- arráðuneytingu öll mál varðandi stór- iðju og orkufrekann iðnað. Þar yrði unnið að markaðsöflun, samningum, rekstri þeirra fyrirtækja er viö eigum hlut í og eftirlit með fyrirtækjum í eigu annarra. Meö sliku fyrirkomulagi yrði tryggð betri samfelldni í starfi. Þeir sömu og sætu í stjórn núverandi fyrir- tækja ynnu að markaðsöflun og samningum við nýja aðila, og nýttu þannig reynslu sína úr rekstri fyrir- tækjanna til að vinna að og meta nýja möguleika. Slík vinnubrögð væru markvissari en núverandi fyrirkomu- lag, tryggðu betur hagsmuni íslend- inga og skiluðu betri árangri.'' ,,Það viðhorf hefur verið ríkjandi hér á landi að íslendingar ættu að eiga orkuverin en erlendir aðilar iðju- verin. En er þetta sú stefna sem skilar mestum arði? Er rétt að binda fé okk- ar ( framkvæmdum þar sem viðun- andi arðsemi án skatta er talin 6% og endurgreiðslutími fjármagns 30 til 40 ár. Láta jafnframt öðrum eftir að eiga þann hluta verkefnisins sem ekki er ráðist í nema taliö sé nokkuð tryggt að arðsemi verði 10-15% eftir sköttun og endurgreiðslutími fjármagns innan við 10 ár. I þessu sambandi ber aö hafa í huga aö fjárfesting í virkjun og verksmiöju er af sömu stæröargráöu. Er ekki ástæöa til aö taka tii athug- unar þann möguieika að bjóða virkj- un og verksmiðju sem einn pakka? Hlutdeild íslendinga I heildardæminu væri sú sama og verið hefði hefðu þeir byggt virkjunina eina. Að nokkr- um áratugum liðnum félli svo bæði verksmiðja og virkjun til íslendinga. Með þessu næðum við aukinni arð- semi á okkar eigið fé. Fyrir hina er- lendu aðila væri eytt allri óvissu um hugsanlega hækkun orkuverðs til iðjuversins. Tilboð sem þetta vekti án efa athygli erlendra fjárfestingaraðila og styrkti stöðu okkar I samkeppni LAUNAKOSTNAÐUR í ORKUFREKUM IÐNAÐI 1986 Hitastrengir til margra nota Erum með á lager hita- strengi til margvís- legra nota. Auðveldir í uppsetningu. Hitastrengir til gólf- hitunar t.d. flísagólf, forstof- ur, arinstofur, hað- herhergi, tröppur o.fl. Leitið nánari upplýsinga Hitastrengir til jarð- vegshitunar, sólstof- ur, garðhús, garðreiti. Hitastrengir til frost- varna pakrennur, gangstétt- ar, niðurföll. HAFNARFIRÐI LÆKJARGÖTU 22 50022 8 VERKTÆKNI — 25. JANUAR 1988

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.