Verktækni - 25.01.1988, Síða 18

Verktækni - 25.01.1988, Síða 18
HASKÓLI tækniskóli bandalag hioislenska verkfræðingafel tæknifræoingafel ISLANDS (SLANDS HASKÓLAMANNA KENNARAFÉLAG ISLANDS ISLANDS Endurmenntunarnefnd og Reiknistofnun Unix kynning (notuð er HP 9000/840 tölva, nýtist í öllum Unix kerfum) Þessi kynning er ætluð þeim sem hafa nokkra re ynslu af tölvuvinnu og forritun (í eihverju stýrikerfi). TlMI: 15., 16. og 17. febr. kl. 13.15-17.00. ÞÁTTTÖKUGJALD: Kr. 8.000.-. LEIÐBEINENDUR: Magnús Gfslason reiknifræðingur og Maríus Ólafsson reiknifræðingur. Tölvusamskipti EFNI: Það er fátt sem ekki er kennt um tölvusamskipti á þessu nám- skeiði um áhugaverðasta svið tölvutækninnar á okkar timum. Þátttak- endur öðlast reynslu í samskiptum við erlenda og innlenda upplýsinga- banka. — Modem, gagnabitar, start- og stoppbitar, gagnanet, leigulín- ur, staðlar, kostnaðarútreikningar. — Gagnabankar, upplýsingaveitur, SKÝRR, Mercury Link, Prestel, BIX, Delphi, Source, o.m. fl. — (slensk handbók með upplýsingum um fjölda kerfa. TÍMl: 1. og 2. febrúar kl. 9-12 og 13:15-16. ÞÁTTTÖKUGJALD: Kr. 8.000,- LEIÐBEINANDI: Halldór Kristjánsson verkfræðingur. Notkun tölvu við tölfræðilega gagnavinnslu (fyrir pc-töivur) Farið er yfir helstu atriði tölfræðiforritsins spsspc+ og rifjuð upp undir- stöðuatriði úr tölfræði. TÍMI: Námskeiðiö hefst 8. febrúar kl. 13:15 og verðuráttasinnum hálfur dagur. Tímar verða eftir hádegi á mánudögum. ÞÁTTTÖKUGJALD: Kr. 9.500,- LEIÐEINENDUR: Elías Héðinsson félagsfræðingur og Helgi Þórisson tölfræðingur. Tölvunotkun 60 stunda námskeið sem hefst 26. janúar og lýkur í maí. Kennt verður tvö kvöld í viku, 2 tíma í senn. Kennd verða helstu atriði í notkun IBM-pc og sambærilegra tölva: Ritvinnsla (Ritstoð), töflureiknir (Multiplan), skýrslumyndasmíð (Charl) og dBase 111+ auk stýrikerfisins MS-DOS. ÞÁTTTÖKUGJALD: Kr. 19.500,- LEIÐBEINANDI: Helgi Þórisson tölfræðingur Gervigreind, Þekkingakerfi og Rökforritun ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað forriturum, kerfis- og tölvunar- fræðingum. MARKMIÐ: Að þátttakendur veriö aö námskeiöi loknu færir um aö taka þátt í hönnun þekkingarkerfa og velja til þess verkfæri. EFNI: Gerfigreind, þekkingarkerfi, ályktunaraðferðir, framsetning þekk- ingar, rökforritun og Brolog, óvissuþættir, verkfæri til að hanna þekk- ingarkerfi, „INSIGHT" þekkingarkerfið og forritun með því, verkefni. LEIÐBEINANDI: Oddur Benediktsson prófessor og Páll Jensson for- stöðumaður Reiknistofnunar. TÍMI OG STAÐUR: Námskeiðið verður dagana 15.-19. feþrúar, alls 20 klst. VERÐ: Þátttökugjald er kr. 14.000,- auk kennslubókar. Suðugæði Gæðastýring við suðu stálvirkja ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er sniðið fyrir verk- og tæknifræðinga sem fást við hönnun stálvirkja og þá sem annast á einhvern hátt gæöa- eftirlit með suðu stálvirkja. EFNI: Á námskeiðinu veðrur m.a. fjallað um: Flokkun stáls og suöu- hæfni —suðugalla og orsakir þeirra — gæðastýringu, gæðastaðla — gæðaprófanir. Á hvern hátt er hægt að tryggja ákveðin stöðluö gæði suðu? Hvað eru vetnissprungur, martensisk myndun, kolefnisjafngildi? Hvernig er for- hitunarstig ákveðið? Hvað eru suðuferlar (weldingprocedure) o.fl. LEIÐBEINANDI: Aðalsteinn Arnbjörnsson verkfræðingur, Iðntækni- stofnun (slands TÍMI, STAÐUR OG VERÐ: Námskeiðið verður haldið á AKUREYRI, 21. janúar n.k. kl. 10.00-16.00 og í Iðntæknistofnun Islands, REYKJAVÍK 25. febrúar, kl. 10.00-16.00. ÞÁTTTÖKUGJALD: 5.800 Kr. Brunamál fyrir arkitekta EFNI: Teknir verða fyrir þættir er varða skipulag bygginga með tilliti til brunavarna s. s. bil milli húsa, rýmingarleiðir, brunahólfun, efnisval o. fl. UMSJÓN: Guðmundur Gunnarsson verkfræðingur, Brunamálastofnun TÍMI, STAÐUR OG VERÐ: Námskeiðið verður haldið 24. febrúar kl. 9.00-17.00. Þátttökugjald er kr. 4.000. Hljóðeinangrun í byggingum (Hönnun, gallar, úrbætur) TÍMI: 22.-24. febr. kl. 13.00-18.00. LEIÐBEINANDI: Steindór Guðmundsson, verkfræðingur hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er einkum ætlað verkfræðingum, tæknifræðingum, arkitektum og öðrum þeim, sem vinna við hönnunar- störf, framleiðslu eða eftirlit með byggingum eöa byggingarhlutum, þar sem gerðar eru kröfur um hljóðeinangrun. EFNI: Meðal efnis má nefna: Hljóðeinangrunarkröfur, staðlar og bygg- ingarreglugerðir. Lofthljóðeinangrun veggja og gólfa, einfaldir og sam- settir byggingarhlutar. Högghljóðeinangrun veggja og gólfa, áhrif mis- munandi gólfgerða. Hljóðeinangrun f byggingum, hjáleiðni, randskil- yrði. Hljóðeinangrun í byggingum, hjáleiðni, randskilyrði. Hljóðeinangr- un útveggja. Val á byggingarhlutum m.t.t. hljóðeinangrunar. Úrbætur í hljóðeinangrun eldri húsa. Byggingaraðferðir, gallar I hljóðeinangrun. VERÐ: kr. 7.500 + gögn. („Operations research") Notkun aðgerðargreiningar við skipulagningu og stjórnun með dæmum um reiknilíkön m.a. við framleiðslustjórnun Námskeiðið er ætlað stjórnendum fyrirtækja, einkum verk- og tækni- fræðingum og viðskiptafræðingum. Ekki er krafist meiri stærðfræði- þekkingar en almennt er kennd í framhaldsskólum, en æskilegt að þátt- takendur hafi einhverja þekkingu á (einka) tölvum og hugbúnaði s.s. töflureiknum. Markmið námskeiðsins er að veita innsýn I aðgerðar- greiningu, þ.á.m. þá hætti hennar sem að gagni koma við stjórn á fram- leiðslu og birgðahaldi. Sýnd verður notkun einkatölvu við slík verkefni og kynntur hugbúnaður á þessu sviði. TÍMI: 1.-5. feb. um 20 klst. VERÐ: Kr. 10.000,- LEIÐBEINANDI: Páll Jensson forstöðumaður Reiknistofnunar Há- skólans. Skráning fer fram á skrifstofu Háskóla íslands, sími 694306. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét S. Björnsdóttir endurmenntunarstjóri, Nóatúni 17, sími 23712 og 687664. 14 VERKTÆKNI — 25. JANÚAR 1988

x

Verktækni

Undirtitill:
fréttablað Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-1098
Tungumál:
Árgangar:
9
Fjöldi tölublaða/hefta:
65
Gefið út:
1984-1992
Myndað til:
1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
fréttablað Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (25.01.1988)
https://timarit.is/issue/357014

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (25.01.1988)

Gongd: