Verktækni - 25.01.1988, Side 18

Verktækni - 25.01.1988, Side 18
HASKÓLI tækniskóli bandalag hioislenska verkfræðingafel tæknifræoingafel ISLANDS (SLANDS HASKÓLAMANNA KENNARAFÉLAG ISLANDS ISLANDS Endurmenntunarnefnd og Reiknistofnun Unix kynning (notuð er HP 9000/840 tölva, nýtist í öllum Unix kerfum) Þessi kynning er ætluð þeim sem hafa nokkra re ynslu af tölvuvinnu og forritun (í eihverju stýrikerfi). TlMI: 15., 16. og 17. febr. kl. 13.15-17.00. ÞÁTTTÖKUGJALD: Kr. 8.000.-. LEIÐBEINENDUR: Magnús Gfslason reiknifræðingur og Maríus Ólafsson reiknifræðingur. Tölvusamskipti EFNI: Það er fátt sem ekki er kennt um tölvusamskipti á þessu nám- skeiði um áhugaverðasta svið tölvutækninnar á okkar timum. Þátttak- endur öðlast reynslu í samskiptum við erlenda og innlenda upplýsinga- banka. — Modem, gagnabitar, start- og stoppbitar, gagnanet, leigulín- ur, staðlar, kostnaðarútreikningar. — Gagnabankar, upplýsingaveitur, SKÝRR, Mercury Link, Prestel, BIX, Delphi, Source, o.m. fl. — (slensk handbók með upplýsingum um fjölda kerfa. TÍMl: 1. og 2. febrúar kl. 9-12 og 13:15-16. ÞÁTTTÖKUGJALD: Kr. 8.000,- LEIÐBEINANDI: Halldór Kristjánsson verkfræðingur. Notkun tölvu við tölfræðilega gagnavinnslu (fyrir pc-töivur) Farið er yfir helstu atriði tölfræðiforritsins spsspc+ og rifjuð upp undir- stöðuatriði úr tölfræði. TÍMI: Námskeiðiö hefst 8. febrúar kl. 13:15 og verðuráttasinnum hálfur dagur. Tímar verða eftir hádegi á mánudögum. ÞÁTTTÖKUGJALD: Kr. 9.500,- LEIÐEINENDUR: Elías Héðinsson félagsfræðingur og Helgi Þórisson tölfræðingur. Tölvunotkun 60 stunda námskeið sem hefst 26. janúar og lýkur í maí. Kennt verður tvö kvöld í viku, 2 tíma í senn. Kennd verða helstu atriði í notkun IBM-pc og sambærilegra tölva: Ritvinnsla (Ritstoð), töflureiknir (Multiplan), skýrslumyndasmíð (Charl) og dBase 111+ auk stýrikerfisins MS-DOS. ÞÁTTTÖKUGJALD: Kr. 19.500,- LEIÐBEINANDI: Helgi Þórisson tölfræðingur Gervigreind, Þekkingakerfi og Rökforritun ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað forriturum, kerfis- og tölvunar- fræðingum. MARKMIÐ: Að þátttakendur veriö aö námskeiöi loknu færir um aö taka þátt í hönnun þekkingarkerfa og velja til þess verkfæri. EFNI: Gerfigreind, þekkingarkerfi, ályktunaraðferðir, framsetning þekk- ingar, rökforritun og Brolog, óvissuþættir, verkfæri til að hanna þekk- ingarkerfi, „INSIGHT" þekkingarkerfið og forritun með því, verkefni. LEIÐBEINANDI: Oddur Benediktsson prófessor og Páll Jensson for- stöðumaður Reiknistofnunar. TÍMI OG STAÐUR: Námskeiðið verður dagana 15.-19. feþrúar, alls 20 klst. VERÐ: Þátttökugjald er kr. 14.000,- auk kennslubókar. Suðugæði Gæðastýring við suðu stálvirkja ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er sniðið fyrir verk- og tæknifræðinga sem fást við hönnun stálvirkja og þá sem annast á einhvern hátt gæöa- eftirlit með suðu stálvirkja. EFNI: Á námskeiðinu veðrur m.a. fjallað um: Flokkun stáls og suöu- hæfni —suðugalla og orsakir þeirra — gæðastýringu, gæðastaðla — gæðaprófanir. Á hvern hátt er hægt að tryggja ákveðin stöðluö gæði suðu? Hvað eru vetnissprungur, martensisk myndun, kolefnisjafngildi? Hvernig er for- hitunarstig ákveðið? Hvað eru suðuferlar (weldingprocedure) o.fl. LEIÐBEINANDI: Aðalsteinn Arnbjörnsson verkfræðingur, Iðntækni- stofnun (slands TÍMI, STAÐUR OG VERÐ: Námskeiðið verður haldið á AKUREYRI, 21. janúar n.k. kl. 10.00-16.00 og í Iðntæknistofnun Islands, REYKJAVÍK 25. febrúar, kl. 10.00-16.00. ÞÁTTTÖKUGJALD: 5.800 Kr. Brunamál fyrir arkitekta EFNI: Teknir verða fyrir þættir er varða skipulag bygginga með tilliti til brunavarna s. s. bil milli húsa, rýmingarleiðir, brunahólfun, efnisval o. fl. UMSJÓN: Guðmundur Gunnarsson verkfræðingur, Brunamálastofnun TÍMI, STAÐUR OG VERÐ: Námskeiðið verður haldið 24. febrúar kl. 9.00-17.00. Þátttökugjald er kr. 4.000. Hljóðeinangrun í byggingum (Hönnun, gallar, úrbætur) TÍMI: 22.-24. febr. kl. 13.00-18.00. LEIÐBEINANDI: Steindór Guðmundsson, verkfræðingur hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er einkum ætlað verkfræðingum, tæknifræðingum, arkitektum og öðrum þeim, sem vinna við hönnunar- störf, framleiðslu eða eftirlit með byggingum eöa byggingarhlutum, þar sem gerðar eru kröfur um hljóðeinangrun. EFNI: Meðal efnis má nefna: Hljóðeinangrunarkröfur, staðlar og bygg- ingarreglugerðir. Lofthljóðeinangrun veggja og gólfa, einfaldir og sam- settir byggingarhlutar. Högghljóðeinangrun veggja og gólfa, áhrif mis- munandi gólfgerða. Hljóðeinangrun f byggingum, hjáleiðni, randskil- yrði. Hljóðeinangrun í byggingum, hjáleiðni, randskilyrði. Hljóðeinangr- un útveggja. Val á byggingarhlutum m.t.t. hljóðeinangrunar. Úrbætur í hljóðeinangrun eldri húsa. Byggingaraðferðir, gallar I hljóðeinangrun. VERÐ: kr. 7.500 + gögn. („Operations research") Notkun aðgerðargreiningar við skipulagningu og stjórnun með dæmum um reiknilíkön m.a. við framleiðslustjórnun Námskeiðið er ætlað stjórnendum fyrirtækja, einkum verk- og tækni- fræðingum og viðskiptafræðingum. Ekki er krafist meiri stærðfræði- þekkingar en almennt er kennd í framhaldsskólum, en æskilegt að þátt- takendur hafi einhverja þekkingu á (einka) tölvum og hugbúnaði s.s. töflureiknum. Markmið námskeiðsins er að veita innsýn I aðgerðar- greiningu, þ.á.m. þá hætti hennar sem að gagni koma við stjórn á fram- leiðslu og birgðahaldi. Sýnd verður notkun einkatölvu við slík verkefni og kynntur hugbúnaður á þessu sviði. TÍMI: 1.-5. feb. um 20 klst. VERÐ: Kr. 10.000,- LEIÐBEINANDI: Páll Jensson forstöðumaður Reiknistofnunar Há- skólans. Skráning fer fram á skrifstofu Háskóla íslands, sími 694306. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét S. Björnsdóttir endurmenntunarstjóri, Nóatúni 17, sími 23712 og 687664. 14 VERKTÆKNI — 25. JANÚAR 1988

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.