Verktækni - 25.01.1988, Page 12
Frá Verkfræðingafélagi íslands:
Auglýst er eftir tillögum
félagsmanna um stjórnarmenn og
öðrum tillögum, sem þurfa
samþykki aðalfundar
Á aöalfundi Verkfræðingafélags íslands, sem haldinn veröur 15.
mars nk., eiga eftirtaldir aö ganga úr stjórn:
Pétur K. Maack, fyrrverandi formaöur
Þór Benediktsson, meðstjórnandi
Guðjón Aðalsteinsson, varameðstjórnandi
Frá aðalfundi 15. mars sitja eftirtaldir í stjórn:
Jón Ingimarsson, sem tekur við formennsku
Viðar Olafsson, sem fyrrverandi formaður
Eysteinn Haraldsson, meðstjórnandi
Ágúst H. Bjarnason, varameðstjórnandi
Auk þeirra skal kjósa varaformann til eins árs, sem þá tekur við
formennsku og er formaður í eitt ár og situr síðan eitt ár í stjóm sem
fyrrverandi formaður.
Einnig skal kjósa einn meðstjórnanda og einn varameðstjórnanda
til tveggja ára.
Tillögur skulu vera skriflegar og hafa borist stjórn VFÍ eigi síðar
en 15. febrúar nk.
Tillögur frá félagsmönnum um lagabreytingar og annað, sem þarf
samþykki aðalfundar, þurfa að hafa borist stjórn VFI eigi síðar en 15.
febrúar nk.
F. h. Verkfræðingafélags íslands,
Viöar Úlafsson
formaður
Kristinn Ú. Magnússon
framkvæmdastjóri