Verktækni - 25.01.1988, Qupperneq 13

Verktækni - 25.01.1988, Qupperneq 13
FÉLAGSFRÉTTIR HVAÐ LEIÐ VELJUM VIÐ? MARKMIÐ STÓRIÐJULEIÐ INNLEND UPPBYGG- ING IÐNAÐAR Fjölgun atvinnu- tækifæra Mikið fjármagn á hvert nýtt starf Litið fjármagn á hvert starf Jöfnun atvinnu milli kynja Nei; einkum atvinna fyrir karlmenn á „besta aldri" Já, atvinna fyrir bæði kynin Jöfnun atvinnu milli landshluta Nei, Byggðaröskun! Möguleg Jöfnun fjárfestinga- tækifæra fyrir fyrirtæki Nei, aðeins fá fyrirtækja geta notiö Möguleg Fjölbreyttara atvinnulif Nei, mikiö fjármagn til að byggja upp einhæfni Já Fjárfesting í innlendri tæknikunnátttu Nei, innflutt „know how" sem er „leyndó" Já Fjárfesting í inn- lendum rannsóknum Nei Möguleg Fjárfesting til aö full- vinna innl. hráefni Nei Möguleg Nýting auölinda með sem minnstri meng- unarhættu Nei (varla) Já, möguleg Nýting auðlinda meö minnstri landröskun Nei Möguleg Nýting auðlinda með hámarksarðsemi Nei Möguleg um uppbyggingu orkufreks iön- aðar." Viljum aukna fjölbreytni Kristín Einarsdóttir mælti gegn allri stóriðju og sagði m. a.: ,,Þegar talað er um stóriðju hér á landi þýðir það í hugum flestra sú stóriðja sem blasir við okkur í Straumsvík og á Grundartanga. Fólk sér stór og mikil hús sem flestum finnst mjðg óaðlaðandi. Þau eru oft hulin torkennilegri móðu sem er sögð hættulaus. Mjög fáir finna hjá sér nokkra löngun til að skoða þessi fer- líki nánar. Þetta er yfirleitt það fyrsta neikvæða sem mætir fólki varðandi stóriðjuna. Ef kannað er aðeins nánar hverjir það eru sem vinna í slíkum verksmiðjum kemur í Ijós að það eru að stærstum hluta karlar á „besta aldri". Mjög fáar konur vinna við þau störf sem bjóðast á slíkum vinnu- stöðum nema þá til að þjónusta karl- ana. Fæstir telja vinnu í stórum verk- smiðjum vera aðlaðandi eða freist- andi og geta ekki hugsað sér slíka vinnu fyrir sig og sína." Fiér á eftir koma helstu punktar úr ræðu Kristínar orðréttir: , .Stóriöju tengjast fá en óheyrilega dýr störf miðað við aðra atvinnukosti. Stóriðjan er þess vegna ekki likleg til að geta veitt þeim fjölda fólks atvinnu sem kemur út á vinnumarkaðinn næstu árin." ,,Það eru ekki bara verksmiðjurnar sem hafa í för með sér röskun á umhverfinu. Orkufrekur iðnaður hefur óhjákvæmilega í för með sér virkjanir og þær oftast stórar." ,,Að jafnaði vex röskun með stærð virkjana. Við ættum því að stefna að byggingu minni virkjana sem henta til framleiðslu á raforku til notkunar inn- anlands fyrir islendinga. Við útreikn- inga á hagkvæmni fjárfestinga eins og virkjana er nauðsynlegt að hafa í huga að hámarksgróði í peningum talið þarf ekki endilega að fara saman við hámarksgæði fyrir fólkið í land- inu." „Orkusölumönnunum hefur ekki tekist að selja raforkuna á því verði sem hægt er að sætta sig við. Erlend stóriðja greiðir allt of lágt orkuverð á meðan almenningur á íslandi greiðir tyrir orkuna verð sem er með því hæsta miðaö við nágrannaþjóð- irnar." „Flöfuðmarkmið okkar er að hag- nýta auðlindir landsmanna þannig að þær nýtist okkur. Þegar ég segi okk- ur þá á ég við alla landsmenn." ,,Við eigum að miða virkjanaáætl- anir við það að efla innlenda atvinnu- vegi sem byggja á íslensku hugviti og þekkingu. Látum ekki telja okkur trú um að bjargarleysi vofi yfir ef við verðum ekki peð á taflborði stóriðju- fursta heimsins, stóriðjufursta sem eru á ferð um heiminn og eiga hvergi heima nema þar sem auðurinn er.“ Að lokum brá Kristín upp meðfylgj- andi töflu til að skýra mál sitt. Stóriðja er fjárfrek og afurðaverð lágt Birgir Árnason sagði það áleitna spurningu af hverju sú mikla hækkun sem varð á orkuverði í heiminum á síðasta áratug hafi ekki dugað til að veita fleiri orkufrekum fyrirtækjum brautargengi hér á landi en raunin hefur orðið. ,,Ef litið er yfir síðustu 5-10 ár sker þrennt sig úr í því sambandi sem hér um ræðir. / fyrsta lagi hefur orkuverð í heiminum verið hátt. í öðru lagi hafa vextir á alþjóðlegum fjármagnsmörk- uðum — og þá einkum raunvextir — verið háir á sögulegan mælikvarða þótt þeir hafi kannski ekki verið ýkja háir miðaö við þá vexti sem nú tíðkast hér á landi. íþriðja lagi hefur afurða- verð orkufrekrar stóriöju almennt veriö afar lágt. Umræða undanfarinna ára um hugsanlega eflingu orkufrekrar stóriðju hér á landi hefur nánast ein- skorðast við fyrsta atriðið, þ. e. hátt orkuverð, en hinum atriðunum, þ. e. miklum fjármagnskostnaði og lágu afurðaverði, hefur hins vegar verið gefinn minni gaumur." Birgir benti hér sérstaklega á hið lága afuröaverð sem hann taldi vega pyngst, og væri aðalorsök þar fyrst og fremst hve eftirspurn hefur aukist lítið á undanförnum árum. „Rannsóknir á þróun efnisnotkun- ar í iðnríkjunum yfir langt tímabil benda til þess að fyrir einstaka efnis- flokka fylgi hún ákveðnu ferli sem lýsa má þannig að fyrst í stað aukist notkunin hægt, þar á eftir afar ört en svo hægi á aukningunni þegar mett- unaráhrifa taki að gæta og síðast aukist notkunin í takt við fólksfjölgun en mun hægar en sem nemur hag- vexti. Þetta ferli kemur vel heim og saman við þróun stál- og sements- notkunar í ýmsum rikjum á fyrri helm- ingi þessarar aldar og svo virðist sem þróun álnotkunar í iðnríkjunum á síð- ustu áratugum fylgi því einnig í gróf- um dráttum." „Því má halda fram að sú stóriðja sem helst þykir koma til greina hér á landi sé ekki aöallega orkufrek heldur sé hún fyrst og fremst frek á fjár- magn. Verulegar breytingar á fjár- magnskostnaði hafa þá meiri áhrif á væntanlegan hagnað af rekstri stór- iðjufyrirtækis hér á landi en jafnvel mun meiri breytingar á orkuverði. Raunar má ekki heldur gleyma því að fjármagnskostnaöur er langstærsti hluti kostnaðar við framleiðslu raforku í íslenskum vatnsaflsvirkjunum. Flvernig sem á málið er litið frá kostn- aðarhliðinni er það því fjármagns- kostnaðurinn sem skiptir sköpum um það hvort það borgar sig að koma hér á fót orkufrekri stóriðju eða ekki." I lokaorðum sínum reifaði Birgir horfurnar í stóriðjumálum (slendinga og sagði m. a.: „Að öllu samanlögðu fela þessar horfur ekki í sér að orkufrek stóriöja geti orðið burðarás í íslenskum þjóð- arbúskap á næstu árum og áratug- um. Þær útiloka hins vegar ekki að hagkvæmt geti verið ráðast í ákveðin verkefni á þessu sviði." Pallborðsumræður Að loknum framsöguerindum stýrði Jón Steinar Guðmundsson pallborðsumræðum. í þeim tóku þátt fjórir frummælenda, þeir Jóhannes, Hjörleifur, Geir A. Gunnlaugsson og Kristín, auk Jakobs Björnssonar orku- málastjóra og Geirs Flaarde alþingis- manns, sem kom inn fyrir Friðrik Sófus- son iðnaðarráðherra. Fyrst fengu þátttakendur að tjá sig almennt um það sem komið hafði fram í máli frummælenda. Jakob Björnsson minnti á að stór- iðja væri engin allsherjarlausn, heldur skipti fjölbreytnin máli, stóriðjan væri ein atvinnugrein af mörgum. Flér skipti mestu máli, að fslenska ríkið hefði Ijósa stefnu til langframa, sem ekki breyttist með hverri ríkisstjórn, þ. e. erlendir aðilar verða að vita hvar þeir standa gagnvart okkur. Geir Flaarde sagði varðandi eign- araðild útlendinga að í raun væri ekki mikill munur á þvi hvort erlendir aðilar fengju borgaðan ARÐ af fyrirtækjum hér eða fengju VEXTI sem við borg- um þeim af erlendum lánum til fyrir- tækja hér, nema í síðara tilfellinu ber- um við alla fjárhagsleg ábyrgð á fyrir- tækjunum. Geir Gunnlaugsson taldi að út- lendingar vildu að ísl. ríkið sé meðeig- andi til þess að hagsmuna fyrirtækis- ins væri betur gætt hér á landi. Kristín Einarsdóttir taldi stóriðju- dæmið vera vonlaust og útlendingar hefðu ekki áhuga á svo vonlausum dæmum. Flún minnti líka á mengun frá kerbrotum (SALS í fjörunni við ál- verið. Jóhannes Nordal bað menn íhuga aðstæður ef leyfð hefðu verið iðjuver og virkjanir hér á landi fyrir 70 árum. E. t. v. hefði þróunin orðiö svipuð og í Noregi. Hjörleifur Guttormsson varaði við of lágu orkuverði til stóriðju og benti á að nú væri rætt um verð sem væri lægra í dollurum en talið var kostn- aðarverð vatnsorkunnar hér fyrir nokkrum árum. Jón Steinar Guömundsson spurði: „Þarf meiri tæknilega fag- mennsku?" Hjörleifur: Við verðum að vera „læsir og bænabókafærir" ( þessum málum. Annars verðum við áfram á nýlendustiginu. Geir Gunnl.: Það þarf að greina betur á milli hagsmuna innlendra aðila. T. d. vill Landsvirkjun hátt orku- verð, en Kísilmálmverksmiðjan vildi lágt verð, en fsl. ríkið er aðaleigandi í báðum fyrirtækjunum. Kristín: Getur þarna verið hags- munaárekstur? Voru e. t. v. sömu að- ilar báðum megin borðsins? Jóhannes: Þegar samið er um orkuverð þurfa alls ekki að vera sömu aðilar báðum megin borðsins. Varð- andi tæknilega hliðina þá hafa ís- lenskir tæknimenn meiri þekkingu á VERKTÆKNI — 25. JANÚAR 1988 9

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.