Verktækni - 25.01.1988, Page 14
Hluti pallborðs: F.v. Hjörtelfur Guttormsson, Jakob Bjömsson, Jóhannes Nordal, Jón-
Steinar Guömundsson og Kristfn Einarsdóttir.
hönnun orkuvera en iðjuvera, svo
varðandi þau síðarnefndu þurfum við
nokkra tæknilega ráðgjöf. Nú eru
það aðallega tvö fyrirtæki í heiminum
sem veita tæknilega ráðgjöf varðandi
nýtisku álver, þ. e. Alcan og Alcoa.
Ágúst Valfells spurði úr sal: „Hvað
með almennt hlutafjárútboð hér á
landi i stóriðjufyrirtæki?"
Enginn pallþorðsmanna virtist mót-
fallinn þessu, en Hjörleifur og Kristín
töldu þetta nokkuö fjarlægan mögu-
leika og sögðu að slíkt fé nýttist betur
i öðrum fjárfestingum.
Magnús Magnússon (úr sal)
spurði hvort íslenskir aðilar hefðu ekki
bolmagn til þess að kaupa hlutabréf
og þar með völd í erlendum auð-
hringum t. d. Alusuisse og Elkem.
Þetta þyrti ekki að verða dýrara en
ein virkjun.
Enginn virtist mótfallinn þessu
nema Kristín, en Hjörleifur sagði þó
að þá þyrfti að vera eitt eignarhalds
fyrirtæki sem fylgdist vel með mark-
aðinum. Þannig hafa Norðmenn það,
en sum þeirra tyrirtækja voru í er-
lendri eign í upphafi.
Valdimar K. Jónsson spurði af
hverju engin stóriðjufyrirtæki hafi ver-
ið reist hér á síðustu 10 árum, en tvö
á næsta áratug á undan.
Kristín: Ekki verið eftirsóknarvert
fyrir neinn síðustu 10 ár.
Ueir Haarde: Þarna var líka um að
ræða pólitískar ástæður á árunum
þegar Hjörleifur var iðnaðarráðherra.
Geir Gunnl.: Ytri aðstæður hafa
versnað mjög síðustu 6-7 ár.
Jóhannes: Varðandi álver þá
breyttust ytri skilyrði mjög eftir 1970.
Þó voru góð skilyrði 1980-81, en þá
voru menn milli vita með stóriðju-
stefnuna og gátu ekki samið.
Jakob: Ýmsir aðilar hafa undan-
farin ár verið að selja orku undir
kostnaðarveri, eöa a. m. k. á mjög
lágum jaðarkostnaði, sem erfitt hefur
verið að keppa við.
Þóroddur Th. Sigurðsson spurði
hvaða áhrif það hefði á ísl. atvinnulíf
ef byggja ætti nú stórt álver í
Straumsvík og þær virkjanir sem því
fvlgja í Ijósi þess að nú er talið að
vanti um 3000 manns I vinnu hér-
lendis.
Kristín; Það yrði alltof mikil þensla.
Geir Haarde: Þetta myndi ýta und-
ir tilfærslu úr óarðbærum störfum (t.
d. landbúnaði) yfir í arðbærari störf.
Hjörleifur: Þetta yrði martröð! —
Algjör borgríkishugmynd.
Jóhannes: Við erum nú á toppi f
hagsveiflunni og því ekki rúm fyrir
neina þenslu, en þetta getur breyst
mjög skjótt. T. d. þegar samið var um
ÍSAL og Búrfellsvirkjun 1965 var mikil
þensla, en strax 1967-68 var komið
mesta atvinnuleysi síðan fyrir stríð og
því þjörguðu þessar framkvæmdir
miklu þar um.
Að lokum ítrekaði Jón Steinar um-
ræðustjóri undirtitil og aðalspurningu
ráðstefnunnar: HVERT STEFNIR?
Hjörleifur: Megin umræðan er á
röngu spori, þ. e. eitt risaálver á
Reykjavíkursvæðinu. Við verðum að
horfa til annarra möguleika, t. d. fisk-
eldis, nýtingu jarðvarma o. fl., ekki
láta negla okkur niður með álvers-
hugmyndinni.
Jakob: Við eigum að athuga alla
möguleika með opnum huga. Við
Frá Stéttarfélagi verkfræðinga:
KJARAKÖNNUN
Stéttarfélag verkfræðinga hefur
ákveöið að framkvæma kjarakönnun
meöal allra verkfræðinga í samvinnu
við Félagsvísindastofnun Háskóla Is-
lands, sem getið hefur sér gott orð
sem óháöur framkvæmdaaðili slíkra
kannana. Markmið könnunarinnar er
að fá fram upplýsingar um kjör verk-
fræðinga á liðnu ári og einnig í janúar
1988.
Stefnt er að því að ná til allra starf-
andi verkfræðinga á landinu og fá
fram heildarmynd af launakjörum
þeirra. Vert er að taka fram að með
því að taka þátt I þessari könnun eru
verkfræðingar að stuðla að því að til
verði áreiðanlegri og marktækari
upplýsingar um kjör þeirra. Sllkar
upplýsingar eru nauðsynlegar til þess
að verkfræðingar geti fylgst með
launaþróun hjá þeim hópi sem þeir
tilheyra (með sömu menntun, á sams-
konar vinnustað o. þ. h.) og einnig til
að bera sig saman við aðra þjóð-
félagshópa. Spurningaseðlar verða
sendir út um mánaðamótin jan/feb.
og viljum við benda þeim, sem ekki
fá senda seðla, á að snúa sér til SV
(símsvari í sfma 689986) og verða
þeim þá sendir seðlar. Framkvæmd
og úrvinnsla verður í höndum Félags-
vísindastofnunar HÍ sem tryggir þá
leynd sem er nauðsynleg sllkri könn-
un. Helstu niöurstöður verða svo birt-
ar hér í Verktækni. Viljum við hvetja
alla sem fá send gögn til þess aö
bregðast fljótt við og senda útfyllt
gögnin til Félagsvísindastofnunar fyrir
15. febrúar 1988. □
Stjórn Stéttarfélags verklræöinga
höfum hér á landi marga vinnustaði
sem eru meira mengandi og óað-
laðandi en stóriðjufyrirtækin, t. d.
loðnubræðslur, ýmsar vélsmiðjur
o. fl.
Jóhannes: Við höfum á fáum svið-
um náð eins langt tæknilega og I nýt-
ingu vatnsaflsins, allt frá undirbún-
ingsrannsóknum, hönnun og verk-
takastarfsemi að rekstri virkjana og
raforkukerfa. Við eigum að nýta okk-
ur þetta.
Kristín: Við þurfum að viðurkenna
að það verður engin stóriðja hér á
landi á næstunni og byggja atvinnu-
lífið út frá því.
Geir Gunnl.: Stóriðjan heldur
áfram að vera hluti af undirstöðu
atvinnulífsins. Ýmsir kostir sem nú eru
óhagkvæmir geta orðið hagkvæmir
eftir stuttan tíma. Menn mega heldur
ekki gleyma stækkunarmöguleikum
á Járnblendiverksmiðjunni og ísal,
ekki bara horfa á ný iðjuver.
Geir Haarde: Ég tel að íslendingar
séu á réttri leið í stóriðjumálum, við
stefnum fram og upp á við.
Viðar Ólafsson formaður Verk-
fræðingafélags íslands sleit síðan
ráðstefnunni og minnti á í sinum loka-
orðum að bersýnlega hefði komið í
Ijós hér að stóriðja er langt frá því að
vera bara tæknilegt mál. Fjármál-
hliðin skipti ekki síður meginmáli.
Birgir Jónsson
RAEXtAREXJR
RÁÐNINGAMIÐLUN
STJÓRNENDUR FYRIRTÆKJA
Hjá Ráðgaröi er boðin sérhæfð þjónusta við
ráðningu starfsfólks.
Þú kynnir okkur óskir þínar og gefur lýsingu á
starfinu og fyrirtækinu.
Við leitum að rétta starfsmanninum í skrám okkar,
með fyrirspurnum og auglýsingum.
Við kynnum okkur feril umsækjenda og kynnum
svo fyrir þér þá sem við teljum hæfasta
til að gegna viðkomandi starfi.
Þú velur síðan þann sem þú vilt ráða.
Við aðstoðum við gerð starfslýsinga ef óskað er.
Áhersla er lögð á að halda trúnað, bæði við
umsækjendur og vinnuveitanda.
Okkar fag er ráðning sérhæfðra starfsmanna
til að annast stjórnunarstörf, fjármál
og tæknileg málefni.
RAÐGARÐUR
STPRNUNAR OU REKSTRARRALXIICTF
NÓ.VI I NI 17, 105 RUYKJAVÍK.SÍMI (91)686688
10
VERKTÆKNI — 25. JANÚAR 1988