Verktækni - 25.01.1988, Qupperneq 16
VÖRUKYNNING
Helgi Pétursson og Guðmundur Hannesson, starfsmenn IBM á íslandi:
IBM EINVALATÖLVAN
OG OS/2 STJÓRNKERFIÐ
IBM einvalatölvur =
IBM personal system/2
Fyrir rúmlega hálfu ári eöa 2. apríl
síðastliðinn kynnti IBM fjórar nýjar
gerðir af einmenningstölvum sem
greinast f samtals 8 undirgerðir.
Þessar tölvur eru byggðar með tilliti
til SAA (System Application Architect-
ure), hinna nýju samskiptareglna IBM
á milli stýrikerfa, notendaforrita og
neta. Þær leggja í raun grundvöllinn
aö einmenningstölvustefnu fyrirtækis-
ins fyrir næsta áratug eða svo, og að
því háþróaða vinnsluumhverfi, sem
notendur krefjast vegna sífellt flóknari
verkefna og margbrotinna netkerfa.
Þess vegna þykir við hæfi að nefna
þessar tölvur samheitinu „Personal
System/2" eða IBM EINVALATÖLV-
URNAR.
Megingeröirnar fjórar eru þessar:
— IBM EINVALATÖLVA gerö 30,
lltil vinnustöð, notuð ein sér eöa
nettengd. Er um það bil tvöfalt
hraðvirkari en IBj[Vl PC XT.
— IBM EINVALATOLVA gerö 50,
tölva, sem gefur aukin afköst
fyrir hagstætt verð. Með 80287
talnagjörva afkastar hún allt að
tvöfalt meiru en IBM XT-286.
— IBM EINVALATÖLVA gerð 60,
tölva, sem ræður við stór
gagnavinnsluverkefni eða getur
verið netmiðstöð í litlum til
meðalstórum netkerfum. Afkast-
ar með 80287 talnagjörva um
það bil tvöfalt meiru en IBM AT
Extended.
— IBM EINVALATÖLVA gerð 80,
tölva sem hefur umtalsverða
getu til víxlvinnslu og auk þess
afköst til aö vera netmiðstöð í
stórum netum. Afköstin eru um
það bil þreföld á viö IBM AT 3
(AT Extended) fyrir undirgerðir
041 og 071 og enn meiri fyrir
undirgerð 111.
Jafnframt var kynnt:
* ný tækni við framleiöslu og
samsetningu,
* stóraukin afköst miðað við verð,
* fjórir nýir skjáir með auknu lita-
vali og myndupplausn,
* nýr geisladiskur fyrir einritun-
marglestur (WORM, Write-once-
read-many),
* nýir tengimöguleikar viö önnur
tölvukekrfi,
* fjórir nýir prentarar,
* nýtt fjölþjóðlegt stafróf.
Merkustu tæknilegar nýjungar
Gerðir 50, 60 og 80 eru búnar nýrri
gerð tölvubrauta, „Micro Channel".
Þessi braut er með um 50 af hundr-
aði meiri bandvídd en er f núverandi
PC-tölvum. ( gerð 80 er brautin 32
bita breið, en í gerðum 50 og 60 er
hún 16 bitar. Á Micro Channel má
tengja jafnt tæki með beinum minnis-
aðgangi, samhliða örgjörva og sjálf-
bjarga (intelligent) stýribúnaði fyrir
jaðartæki. Með samhliða gjörvum má
stórauka afköst tölvanna. Gerð 30 er
byggö með samskonar braut og í
eldri gerðum af IBM PC, en breytt fyr-
ir 16 bita gagnabraut.
Ný aðferð við að meðhöndla rof
(interrupt) bætir möguleika til sam-
tíma inntaks/úttaksaðgerða. Brautir
fyrir beina minnisaðför (DMA) eru 15
í geröum 50, 60 og 80, og geta 8 ver-
ið virkar samtímis.
Diskavinnslu er flýtt með ýmsu
móti. Fléttunarþáttur er nú lægri, eða
3:1 í 20 Mb diskunum í gerð 30 og
50, 2:1 í 44 Mb diskunum á gerðum
60 og 80, og 1:1 Í70 og 115 Mb disk-
unum. Diskakerfin nota DMA í hrinu-
hætti (burst modoe) og ná þannig
hraðari gagnayfirfærslu en á eldri
gerðum. Þá fylgir gerðum 50, 60 og
80 sérstakt skyndiminnisforrit (cache)
til að flýta diskavinnslu.
Tengi er fyrir viðeigandi talna-
gjörva (8087, 80287 og 80387) á öll-
um gerðum IBM einvalatölvanna.
Skjástýring er sambygggð á
meginþlötu allra nýju tölvanna og má
tengja við hana hvern ofannefndra
skjáa sem óskað er. Sambyggðar
skjástýringar eru tvenns konar, marg-
lita-grafíkaðlögun (MCGA, Multicolor
Graphics Array) og fjölhátta-grafíkað-
lögun (VGA, Video Graphics
Adapter).
Á gerð 30 er MCGA, sem getur
unnið með hugbúnaöi gerðum fyrir
IBM PC-litagrafík (CGA), en er auk
þess með vinnsluhátt fyrir 320 x 200
punkta með 256 litum og 640x480
punkta með tveimur litum. í báöum
tilvikum má velja litina úr 256.000 lit-
um alls.
VGA, sem er á gerðum 50, 60 og
80, hefur afar fjölbreytta birtingar-
möguleika. Þessi aðlögun getur birt
alla vinnsluhætti CGA og MCGA, alla
hætti EGA (Enhanced Graphics
Adapter), og auk textabirtingarháttur
með upplausninni 720x400 punkta.
IBM OS/2 stjórnkerfið
IBM Operating System/2 er nýtt stýri-
kerfi fyrir PC/AT, PC/XT286 og PS/2
vélagerðir 50, 60 og 80. Þetta stýri-
kerfi er svar IBM við óskum notenda
um að nýta stærra vinnsluminni, öfl-
ugra stýrikerfi, betra þróunarum-
hverfi, myndræna vinnslu og fleira.
Helstu hönnunarforsendur stýri-
kerfisins eru:
IBM PS/2. Vélagerö 30, meö 20 MB seguldlskl og 3V4 þuml. dlskllngadrlfi.
ii."
IBM PS/2. Vélagerö 80.
1. Stærra vinnsluminni fyrir forrit.
2. Fjölvinnsla forrita.
3. Nýr notendaaðgangur.
4. Verja forrit og stýrikerfi hvort
fyrir öðru.
5. Nýta allt það afl sem er í
örgjörvanum 80286.
6. Fylgja staðlinum SAA.
7. Einfalda forritun.
8. Setja algengustu notendaforrit
inn f stýrikerfið.
9. Einfalda skjávinnslu með
gluggakerfi.
10. Einfalda yfirfærslu notenda
á OS/2.
Stærra vinnsluminni
fyrir forrit
Notendaforrit hafa stækkað all
verulega síðan fyrsta PC-vélin leit
dagsins Ijós, allt frá því að vera 16 Kb
upp í að vera nokkur megabyte með
gögnum. Töflureiknar af stærri gerð-
inni nota allt upp í 2 Mb minni fyrir
gögn. OS/2 stækkar vinnsluminni fyr-
ir hvert forrit úr 640 Kb í 16 Mb raun-
minni. Ef það er ekki nóg er hægt að
nota sýndarminni allt að 1 Gb að
stærð.
Fjölvinnsla forrita
Algengt er að notendur Einmenn-
ingstölva reyni að keyra nokkur forrit
f vélinni í senn. Sem dæmi má nefna
notendur sem keyra skjáhermi tengd-
an S/36 vélinni samhliða „POPUP"
forritum og ritvinnslu. Þetta gengur
stundum og stundum ekki og er ekki
viö öðru að búast þvf stýrikerfið
PC-DOS var skrifað með það fyrir
augum að keyra eitt forrit f senn. Þaö
sem gerist er að forritin reyna öll að
ná tangarhaldi á lyklaborðinu. ( þeirri
baráttu getur stýrkikefið misst stjórn-
ina á lyklaborðinu lognast útaf. OS/2
hefur láusn á þessu. Stýrikerfið er
hannað til þess að keyra fleiri en eitt
forrit (senn, mest 255 forrit. Öll forrit
í kerfinu geta átt einn sýndarskjá og
eitt sýndarlyklaborð. Þau þurfa því
ekki að berjast um aðgang að vél-
búnaði. Stýrikerfið á allan vélbúnað,
og skammtar aögang eftir þvf sem
forrit óska; öllum forritum er tryggður
aðgangur.
12
VERKTÆKNI — 25. JANÚAR 1988