Verktækni - 25.01.1988, Page 17
VÖRUKYNNING
Nýr notendaaðgangur
Aðgangur að stýrikerfinu PC-DOS
er í gegnum skipanalínu sem var full-
boðlegur staðall á árinu 1979. ( dag
vilja notendur ekki þurfa aö hafa
áhyggjur af því hvernig á að slá inn
skipanir. Þeir vilja til dæmis nota
,,mús" til að flýta fyrir vinnslu. OS/2
hefur nýjan notendaaðgang. Notandi
getur valið úr röð skipana meö ein-
faldri aðgerð. DOS skipanir eru þann-
ig valdar með ,,mús“, úr skjámynd.
Verja forrit og stýrikerfi hvort
fyrir öðru
Forritun er í eðli sínu þróunarvinna
þar sem forritari er að prófa sig áfram
með hugmyndir. Eins og gefur að
skilja eru mistök algeng. Forritið skrif-
ar óvart yfir stýrikerfið sem þá lognast
útaf. Villur í forritum geta truflað stýri-
kerfið, jafnvel þannig að skrár týnist.
OS/2 gerir betur. Minni er varið þann-
ig að hvorki forrit né stýrikekrfið sjálft
geta breytt kóða. Örgjörvinn sér sjálf-
ur um alla minnisverndun. Hins vegar
geta forrit breytt sínum eigin gögnum
og stýrikerfið getur breytt öllum
gögnum. En um leið og eitthvert forrit
reynir að breyta kóða eða gögnum
annars forrits er forritið stöðvað.
Nýta allt það afl sem er í ör-
gjörvanum 80286
PC-DOS var skrifaður fyrir örgjörv-
an Intel 8088 og sá örgjörvi notaði
raunminni. Þar að auki er ekki um að
ræða neina minnisverndun. Örgjörv-
inn 80286 getur hins vegar unnið á
tvennan hátt. Annars vegar sem stóri
bróöir 8088 í,,real mode" með sömu
takmörkunum eða I „protected
mode" sem er næsta skref í þróun-
inni þar sem minnisverndun er ( ör-
gjörvanum sjálfum og vinnsluminni er
mikið stærra. Tilvísun í „protected
mode" er ekki raunveruleg tilvísun
heldur er tilvísun reiknuð út frá þess-
ari tölu.
PC í net tengingu og ,,gateway“
Forrit hámark 120K
IBM PC 3270 emulaltion 210K
IBM PC NETWORK 210K
PC DOS 75K
Dœml um takmarkanir DOS kerfisins,
þegar t. d. net & hermiforrit eru keyrð
samhilða.
Fylgja staðlinum SAA
SAA staðall samanstendur af
nokkrum megin þáttum:
— Sameiginlegur notandaaðgang-
ur.
— Sameiginlegur forritunarstaðall.
— Sameiginlegur samskiptastaðall.
SAA er svar IBM við óskum not-
enda um samvinnu mismunandi
tölvukerfa frá IBM. ( dag býður IBM
viðskiptavinum sínum upp á þrjár
mismunandi tölvugerðir sem allar
hafa sína kosti. Forritun undir SAA
staöli gerir forritara kleift að skrifa
hugbúnað á sína eigin vél, flytja hann
síðan yfir á aðrar IBM-vélar án veru-
legra breytinga. Notandi getur því
lært á forritakerfi eða tölvuverkefni á
einni vélagerð og fært sig síðar yfir á
aðra án þess að þurfa að læra allt að
nýju.
Einfalda forritun
OS/2 er hluti af SAA staðli sem þýð-
ir að forritun á að fylgja ákveðnum
reglum, sem mun einfalda forritunar-
vinnuna. OS/2 er þar að auki með
„Application Programing Interface"
(API) sem er staðlaður aðgangur for-
ritara að stýrikerfinu. Með því að nota
API getur forritari á einfaldan hátt
framkvæmt allar algengustu forrit-
unaraðgerðir í stað þess að þurfa að
finna sjálfur upp hjólið í hvert sinn.
OS/2, 16 sýndarskjáir.
512-640k OS/2
minni. forrit
Stöðvar 16 M.
bakg. + Virtual
Eitt OS/2
forrit forrit
16 M
PC DOS + Virtual
Dæmi um sklptingu vlnnsluminnis I
OS/2, ein DOS-vél og allt að 15 OS/2
vélar.
Setja algengustu notenda-
forrit inn í stýrikerfið
Þriðja útgáfa OS/2 (OS/2 Extended
Editition) kemur með eftirtalin forrit
innbyggð í stýrikerfið: SQL sem er
gagnagrunnur og fyrirspurnarkerfi er
einnig fylgir staðlinum SAA. Sam-
skiptahugbúnað fyrir staðal IBM-
3270, ASYNCH/ASCII og fleiri. Með
þessu móti er búið að setja þann
hugbúnað sem mest er notaður inn í
stýrikerfið strax og auðveldar þetta
notendum að hafa samskipti sfn á
milli þar sem margir verða með sama
grunnhugbúnaðinn.
Einfalda skjávinnslu
með gluggakerfi
Gluggakerfi er innbyggt í OS/2.
t>að þýðir að hægt er að einfalda
vinnslu flestra forrita. Gluggakerfið
gerir not anda kleift að fylgjast með
vinnslu nokkurra forrita í senn án
þess að hafa áhrif á vinnslu þeirra.
Forritin halda öll að þau eigi allan
skjáinn. Þar að auki getur notandinn
fært á einfaldan hátt gögn á milli for-
rita. Gluggakerfið gerir notanda Ifka
OS/2 SE 1.1 og nýrri.
LOTUS
j- SQL
| SYSTEM/3x skjár |
Please check prinler
Dæmi um skjámynd þegar unnið er f
OS/2.
mögulegt að velja sér forrit til vinnslu
án þess að þurfa að muna hvernig á
að slá inn allar skipanir. Þvf er hægt
að velja sér forrit með mús og láta
stýrikerfiö sjá um að útfæra skipunina
nánar.
n
NÝTT UM STAÐLA
NÝR TÖLVU-
STAÐALL
ISO 8859/1-1987 — Information
processing — 8-bit single-byte
coded graphic character sets — Part
1: Latin alphabet No. 1, er hér með
sendur til gagnrýni sem íslenskur
staðall.
Gagnrýnistimanum lýkur 29.
febrúar 1988 og verður staðallinn þá
staðfestur og gefinn út ef ekki berast
veigamikil mótmæli við því.
Einfalda yfirfærslu notenda á
OS/2
Til þess að auðvelda yfirfærslu frá
PC-DOS á OS/2 var búin til „DOS-
vél" inn f OS/2. Þetta þýðir að not-
andi getur keyrt sín gömlu forrit í hluta
stýrikerfisins. Þannig þarf ekki að
kasta öllum gamla hugbúnaöinum
fyrir róða heldur er hægt að fikra sig
áfram hægt og rólega yfir í OS/2. □
Guðmundur Hannesson, rekstrarhag-
fræðingur. Hefur unnið hjá IBM síðan
1974, m. a. sem kerfisfræðingur, sölu-
maður, deildarstjóri kerfísfræði-, sölu
og PC deild.
Helgi Pétursson, tölvunarfræðingur.
Hefur unnið hjá EBM síðan 1985, fyrst
sem sérfræðingur PC deild, síðan sem
kerfísfræðingur í Kerfísfræðideild.
Allar nánari upplýsingar er aö fá
hjá Jóhannesi Þorsteinssyni, deild-
arstjóra Staðladeild löntæknistofn-
unar (slands, Keldnaholti, Reykjavík,
sími: 91-687000. □ J.Þ.
Rb-FRÉTTIR
Nýlega kom út 2. tölublað Rb-
frétta. Það hefur að aeyma udd-
lýsingar um ný RB-bioð, serrn,
skýrslur og greinargerðir sem gefnar
eru út á þeirra vegum.
Nánari upplýsingar fást hjá Rb,
Keldnaholti, sfmi 91-83200.
ÍSLENSKA VATNAFRÆÐINEFNDIN
Heimilisfang:
Orkustofnun, Grensásvegi 9,
108 Reykjavík
Sími 83600
Nánari upplýsingar:
Miljastyrelsen
The Danish Watercouncil
National Agency of Environmental
Protection
Strandgade 29
DK-1401 Copenhagen K.
Denmark
VERKTÆKNI — 25. JANÚAR 1988
13