Verktækni - 25.01.1988, Side 19
Steinsteypufélag íslands
Steinsteypudagur 1988
Steinsteypufélag íslands heldur nú, 5. febrúar nk., I annaö sinn eins
dags ráöstefnu undir heitinu Steinsteypudagur. Aö þessu sinni verö-
ur ráöstefnan haldin aö hótei Hoiiday Inn. Þátttökugjald er kr. 4.500,-
fyrir félagsmenn, en kr. 5.500,- fyrir aöra. Innifaliö er mappa meö
fyrirlestrum, matur, kaffi og aörar veitingar. Þátttöku skal tilkynna í
síma 91-40098 fyrir kl. 12 þriöjudaginn 2. febrúar.
Dagskrá verður eftirfarandi:
08.00 Skráning og afhending gagna.
09.00 Setning Steinsteypudags 1988.
Hákon Ólafsson, formaður Steinsteypufélags íslands.
I. Gæði steinsteypu.
09.10 Gæöi, hvaö er þaö?
Gunnar Guðmundsson, formaður Gæðastjórnunarfélags
íslands. — Fjallað veröur um hugtakið gæði og gæðastýr-
ingu I framleiðsluiönaði.
09.30 Gæöi steyptra mannvirkja á íslandi fyrr og nú — framtíöar-
horfur.
Hákon Ólafsson, forstjóri Rb. — Fjallað verður um breyting-
ar í steypu- og mannvirkjagerö, niöurstöður ástandskann-
anna og framtíðarhorfur með tilliti til aukinnar þekkingar.
10.00 Vatnsfælur — veörunarþol. — Hvar gera vatnsfælur mest
gagn?
Jón Gestsson, tæknifræðingur hjá Rb. — Greint verður frá
niðurstööum rannsókna á þessu sviði.
10.30 Umræöur — Kaffihlé.
10.50 Fjaöurstuöull íslenskrar steinsteypu.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, verkfræöingur hjá Landsvirkjun.
Greint verður frá mælingum á fjaöurstuðli steypu með mis-
munandi fylliefnum og borið saman við þrýstiþol og erlenda
staöla.
II. 10 Múr og múrhúöir — gæöamat og blöndunarhlutföll.
Haraldur Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri Rb. — Greint
verður frá nýlegum rannsóknum á þessu sviöi og helstu
niðurstöður kynntar.
11.30 Sprungur í nýrri steinsteypu og múr — ástandskönnun.
Sigurður Guömundsson, verkfr. hjá Fjölhönnun hf. Skoöuö
voru 90 hús byggð 1986-1987 og útveggir skoöaðir með
tilliti til ýmissa galla. Helstu niðurstöður könnunarinnar
verða kynntar.
11.50 Umræöur — Matarhlé.
2. Steinsteypa — margbrotið efni, fjölþættir
notKunarmoguleikar.
13.15 Hástyrkleikasteypa.
Finn Fluge, forstjóri Betokem í Noregi. — Greint verður frá
þróun hástyrkleikasteypu í Noregi, framleiðslutækni, reynslu
og framtíðarhorfum. Sýnd verða dæmi um notkun hástyrk-
leikasteypu í mannvirkjum.
14.00 Nýting hástyrkleikasteypu á íslandi — hverjir eru möguleik-
arnir?
Ríkharður Kristjánsson, verkfræðingur hjá Línuhönnun. —
Hástyrkleikasteypa hefur bæöi kosti og galla. Fjallað verður
um möguleikana á að nýta kostina í mannvirkjum á íslandi
á hagkvæman hátt og breikka notkunarsvið steinsteypu.
14.45 Umræöur —- Kaffihlé.
15.15 Undirvatnssteypa.
Pétur Ingólfsson, yfirverkfræðingur hjá Vr. — Ný steypuí-
blendi hafa nánast valdið byltingu í undirvatnssteypu.
Greint veröur frá reynslu Vr á þessu sviði.
15.45 Þjöppuö þurrsteypa.
Guömundur Guömundsson, forstjóri SR. — Er þjöppuð
þurrsteypa raunhæfur kostur í vega- og stíflugerö? Greint
veröur frá tilraunum hér á landi og þróun á þessu sviði
erlendis.
16.15 Umræöur — Hlé.
16.30 Steinsteypufélag íslands veitir viöurkenningu fyrir störf á
sviöi steinsteypu.
Óformlegar umræður — Léttar veitingar.
17.30 Steinsteypudegi 1988 slitiö.
FRÁ ORÐANEFND
BYGGINGARVERKFRÆÐINGA
Orð, sem verkfræðingar og tæknifræðingar taka sér oft í munn, er
,,að dímensjónera“ eitthvað. Þetta er heldur leiðinleg sletta úr
dönsku, at dimensionere, en í dönskuna er hún komin úr þýsku, zu
dimensionieren. Orðanefnd skilgreinir hugtakið þannig: „Hluti af hönn-
un: að ákvarða með reikningi eitt eða fleiri stærðarmál, að gefnum
forsendum''. Með því er þá átt við, að í hönnunarverkinu sé þegar búið
að ákveða í meginatriðum tilhögun kerfist eða form mannvirkis, en eftir
sé að reikna stærðir á einstökum hlutum, t.d. leiðslum eöa hlutum úr
burðarvirki og slá þeim föstum. Hið síðar talda er þá dímensjónering og
er hluti af hönnuninni.
Orðanefnd leggur til, að tekið verði upp áhrifssögnin að stærða, t.d.
aö stærða rörleiöslu eöa burðarbita i húsi. Við teljum ekki æskilegt að
nota að stærða um það að ákvarða t.d. gildleika á borðfæti; það er aö
vísu hluti af hönnun, en ekki gert með reikningi.
Þá má mynda sagnorðin að ofstærða og að vanstærða. Að of-
stærða þýðir þá að ákvarða stærðarmál við hönnun þannig, að það sé
stærra en vera þyrfti samkvæmt reikningi. Dönsk orð eru ,,at over-
dimensionere" og ,,at underdimensionere".
Síðan má mynda lýsingarorðið stærðandi um það, sem er ákvarð-
andi um stærð við hönnun, t.d. um regnskúr, sem er stærðandi fyrir
þversnið fráveituleiðslu við hönnun hennar.
Loks er stæröun fyrir danska orðiö dimensionering. Stærðun frá-
veituleiðslu gæti þá verið reikningsleg ákvörðun á þversniði fráveitu-
leiðslu, aö gefnum halla, hrýfi og þörf á rennslisrýmd.
Gott væri að fá að heyra, hvernig mönnun falla nýyrðin, sem kynnt
eru í þessum orðabelg.
Þaö hefur lengi tíðkast að loftræsa skólpleiðslukerfi í húsi með því
að leggja frá því loftræsileiðslu, sem nær upp úr þaki hússins. Sú loft-
ræsting er reyndar ekki til þess ætluð að bæta loftið í leiðslunum, heldur
til þess aö draga úr loftþrýstingsbrigðum í þeim, svo að vatn sogist
ekki út úr vatnslásum þrifatækja. Stundum hentar þó ekki að leggja
loftrásina upp í gegnum þakið.
Iðntæknistofnun íslands hefur gefið út staðal ÍST 68 um fráveitulagnir
í húsum. Samkvæmt honum þarf ekki að leggja loftrás upp fyrir þak,
ef á henni er viðurkenndur loki, sem kemur i veg fyrir aö loft streymi út
úr henni. Ekki er þó heimilt að nota þess háttar loka í hvaða landi sem
er, en hér má kaupa þá í verslunum og ganga þeir undir furðu mörgum
nöfnum. Ég hef heyrt 12 nöfn, þ. á m. Durgo-ventill. Durgo er bara nafn
sænskrar verksmiðju.
Orðanefndin leggur til, að slfkur loki verði nefndur loftsogslokl. Það
er sjálfvirkur loki á loftræstileiðslu fráveitulagnar, sem opnast og hleypir
lofti inn f leiðsluna, ef undirþrýstingur verður I henni, en lokast, þegar
þrýstingsjafnvægi er komið á.
Fyrr á þessu ári ræddi Glsli Júlíusson úr orðanefnd rafmagnsverk-
fræðinga um oröin tilgængelig (danska) og accessible (enska) og
auglýsti eftir hugmyndum um íslensk orð fyrir þau og nafnorð dregin
af þeim. Orðanefnd okkar hafði áður fjallað um þessi orð i sambandi
við leiðslur, sem auðvelt er að komast að.
Orðin aðgengilegur og aðgengileiki eru þegar til í málinu og einnig
tilgengilegur f gömlu máli. Okkur finnst aðkvæmur vera fegurra:
aðkvæm leiðsla. Nafnorð dregið af þvl er aðkvæml (kvenkyns), en
ekki aðkvæmni, vegna þess að lýsingarorðið endar á -ur. Neikvætt
lýsingarorð er óaðkvæmur: óaökvæm leiðsla. Höfundur er Halldór
Halldórsson.
Einar B. Pálsson.
zifHNDtx
VERKTÆKNI — 25. JANÚAR 1988
15