Verktækni - 01.08.1990, Side 3
7. árg. 3. tbl ágúst 1990
Fréttablaö gefiö út sameiginlega
af Tæknifræöingafélagi íslands
og Verkfræðingafélagi íslands
Útgáfustjórn
Guöni A. Jóhannesson,
eölisverkfræöingur (VFÍ)
Hs. 2 19 16, vs. 2 44 70
Guðmundur Fljálmarsson,
tæknifræöingur (TFÍ)
Hs. 7 28 75, vs. 8 49 33
Ritstjóri og ábyrgöarmaður
Jón Erlendsson
Pósthólf 7043, 127 Reykjavík
Hs. 65 22 38, vs. 62 99 20, 62 99 21
og 69 46 65, Telefax 2 56 95
Efnisöflun, fjármál og auglýsingar
Útgáfustjóri
Viktor A. Ingólfsson
Póstfang: Vegagerð ríkisins,
Borgartúni 7, 105 Reykjavík
Hs. 8 25 74, vs. 2 10 00 og 2 10 03 eftir
lokun skiptiborös. Telefax 62 23 32
Setning, umbrot og dreifing
Skrifstofa og áskriftir
VFÍ, Verkfræöingahúsi,
Engjateigi 7-9, 105 Reykjavík,
s. 68 85 11
Prentun:
Gutenberg
Efnisyfirlit bis
VFl, stjórn, deildir og nefndir 2
Leiöari 3
Gagnahólf 4
Ný þjónusta í tölvusamskiptum
Karl M. Bender
Hönnun fisktalningarrennu hjá Vaka hf. 6
Dæmi um hagnýtingu CAD/CAM í íslenskum iönaði
Helgi Hjálmarsson
Guðni A. Jóhannesson, prófessor við KTH 9
Tækniskóli (slands 9
Fréttir frá Tæknifræöingafélagi íslands 10
Nýr sjóður Alþjóðabankans
fyrir íslenska ráögjafa 10
íslenska kortagerðarfélagið 11
Frá kynningarnefnd 11
Skjalalaus samskipti milli tölva 12
Er ekki kominn tími til aö tengja
Pétur Einarsson
Námskeið Endurmenntunarnefndar 14
Togstreitan \am mylsnuna úr
þjóðarkökunni og nauðsyn
aukinnar þekkingar á
bakstri.
Hver einasti íslendingur þekkir orðatiltækið „Mennt er
máttur". Sú trú sem að baki þvi býr er rík í landsmönnum.
Því er mikil aðsókn aö langskólamenntun hér á landi.
Flestir þeir sem ganga menntaveginn hafa um langan
aldur geta treyst á hlutfallslega vel launuð og þægileg störf að námi loknu. Nú
virðast tímarnir á hinn bóginn að vera að breytast. Stóraukin „framleiðsla" á
menntafólki leiðir til hins óhjákvæmilega, þ.e. lækkandi launa vegna mikils
framboðs. Menntamenn eru á góðri leið með að verða að láglaunastétt sé t.d.
miðað við iðnaðarmenn. Gott dæmi um það sem er að gerast er sú launadeila
sem BHMR hefur átt í að undanförnu og skrif þau sem birst hafa í tengslum við
hana.
En þarf þetta að vera svo? Er það óhjákvæmilegt að síaukiö framboð á
menntafólki leiði til lækkandi launa? Einföld ályktun af lögmálinu um framboð
og eftirspurn virðist gefa þetta til kynna.
Sem betur fer gildir þetta lögmál því aðeins að um sé að ræða framboð
„einnar og sömu eða náskyldrar tegundar á tilteknum markaði". (þessu felast
nokkrir möguleikar á að bæta tekjurnar, þ.e. með auknum fjölbreytileika og
aukinni sérhæfni sem unnt er að finna eða skapa þörf fyrir. Síaukinn fjöldi
sérfræðinga sem hafa sömu menntun og berjast um takmarkaðan fjölda starfa
eða tækifæra leiðir einungis til þess aö meöaltekjurnar lækka.
Enfleira þarf til. Þjóðarkakan hefur takmarkaðastærð. Allir vita aö reyni menn
að deila milli sín köku sem þeir ímynda sér að sé stærri en raun er, þá uppskera
þeir ímynduð verðmæti og verðbólgu sem spillir nauðsynlegum stöðugleika í
efnahagslífinu. Þessa ágætu köku þarf að stækka.
Sá sem þetta ritar hefur að undanförnu fylgst með því með sívaxandi undrun
hvernig deilur um smávægilegar úrbætur á kaupum og kjörum hafa komið
þjóðinni í því sem næst móðursýkislegt ástand sem efnisrýrir fjölmiðlar kynda
undir með ótrúlegri elju. Út af fyrir sig er svo sem ekkert undarlegt viö það þegar
menn verða vondir og fúlir yfir því aö á þeim séu brotnir samningar. Ellegar hitt
að viðsemjandi í vondri stöðu reyni að klóra sig frá henni með því að velja
afleitan kost þegar annað sem við blasir viröist enn verra. Allt eru þetta skiljan-
leg viðbrögö gagnstæðra fylkinga í togstreitunni um mylsnuna úr kökunni.
Hitt er verra og reyndar með öllu óskiljanlegt að öll þessi mikla umfjöllun og
þras fer fram án verulegra tengsla við þann grunn sem á verður að byggja, þ.e.
verðmætasköpunina. A hana er varla minnst í þessu mikla stappi nema sem
einhverja fjarlæga og almenna viömiðun í prósentum sem menn taka eins og
hverju öðru óviðráðanlegu náttúrulögmáli sem ekki verður við hróflað. Hver
heilvita maður veit þó að ef vel gengur þá er unnt að greiða góö laun.
Væri ekki hægt að gera einhverja þá eðlisbreytingu á togstreitunni um kaup
og kjör, að verðmætasköpunin kæmi inn sem miklu sterkari áhersla? Þetta
bæöi almennt og eins sértækt.
Mér virðist að í tímans rás þá hafi þróast hér upp ótrúlega mikil færni og umsvif
við aö deila þjóðarkökunni. Heill her af sérfræðingum og samningamönnum
hefur af því mikla vinnu að rannsaka í smæstu atriðum rýrnandi bakkelsið og
mylja það sín á milli. Þetta um leiö og áherslan á aö stækka það og færnin til
þessa er oröin aö einhverskonar hornreka sem sárafáir viröast líta á sem
verkefni sitt. Þvi tala menn um „rétt til tiltekinna launa". Öllu gæfulegra væri að
þess í stað þá beindist umræðan aö „hlutdeild í verðmætum" sem mönnum
hefði tekist aö skapa með atorku sinni eða hugviti. Gjarnan ríflega hlutdeild en
ekki einhver skelfilega fá prósent eins og nú er deilt um.
Eflaust er það ekki auðvelt verk að tengja umbunun og árangur í öllum
tilvikum. Miklu skiptir á hinn bóginn að reyna að nálgast þetta verkefni eins víða
og eins faglega og kleift er. Ella verða laun ekki hvati til þess að styrkja þann
grunn sem þau byggja á heldur einhver fjarlæg og óskyld „réttindamál" fólks
sem lítur alls ekki á það sem viðfangsefni sitt að skapa síaukin verömæti. Þar
sem best gengur í rekstri fyrirtækja erlendis ríkir gífurleg áhersla á nýsköpun,
fullvirkjun starfsfólks við að skapa nýjar hugmyndir til hagræðingar og aukins
árangurs almennt. Aö auki er beitt hvetjandi og jákvæðum stjórnunaraðferðum.
Þessi fyrirtæki geta borgað góð laun í krafti öflugrar verðmætasköpunar og
sívirkrar áherslu á framfarir í stóru og smáu. Sé ástandið athugað hér á landi
þá blasir við gerólík mynd. Víðast hvar ríkir ótrúlegur doði um framfarir. Stórir
hópar launþega eru „demóralíseraðir“ eftir langvarandi skak um sáralitlar kjar-
abætur. Og afkoma manna er ekkert sérlega góð þrátt fyrir háar þjóðartekjur.
Er ekki kominn tími til að sjálfur grundvöllurinn fái stóraukna áherslu og að
dregið sé úr þeim fjölmiðlahasar sem fylgir togstreitunni um mylsnuna úr
þjóðarkökunni ? Jón Erlendsson
3