Verktækni - 01.08.1990, Page 4

Verktækni - 01.08.1990, Page 4
 Karl M. Bender Gagnahólf Ný þjónusta í tölvusamskiptum Á seinni hluta þessa árs mun Póst- og símamálastofnun hefja nýja þjónustu til tölvusamskipta fyrir fyrirtæki og aðra notendur hins almenna símakerf- is. Þessi þjónusta, sem nefnd er gagna- hólf, er útbreidd erlendis einkum í Evrópu og Bandaríkjunum og er gert ráð fyrir að notkun gagnahólfa fari ört vaxandi. Ástæðan fyrir aukinni notkun er að samþykktur hefur verið alþjóð- legur staðall (X.400) fyrir gagnahólfa- og skeytaflutningskerfi. Þessi staðall opnar möguleika til samskipta milli tölva mismunandi framleiðenda, en vandkvæði hafa verið á slíku fram að þessu. Gagnahólf gera þeim aðilum kleift, sem á þurfa að halda, að skiptast á hvers konar tölvugögnum án tillits til hvort þeir nota samskonar tölvubúnað eða ekki. Með tölvugögnum er átt við tölvutækar upplýsingar s.s. texta, mynd- ir, viðskiptaskjöl eða annað. Auk þess getur áskrifandi gagnahólfs haft sam- skipti við notendur annarra fjarskipta- miðla t.d. sent telex, telefax og látið prenta og bera út skeyti sín til viðtak- anda. Þar sem gagnahólf allra landa munu fylgja sama staðli verður auðvelt að senda skilaboð hvert sem er í heimin- um og nánast hverjum sem er og vegna tengingar við telex og telefaxbúnað einnig þeim sem eru ekki notendur gagnahólfa. Til að nota gagnahólf þarf einngöngu einkatölvu ásamt mótaldi og sam- skiptahugbúnaði. Einkatölvan, sem er til í flestum fyrirtækjum getur því leyst telex af hólmi og síðar einnig telefax- tæki. I upphafi verður þó eingöngu hægt að senda telefax frá kerfinu til telefaxtækja. Þjónusta, sem veitt er af gagnahólfa- kerfum er ekki ósvipuð venjulegri póstþjónustu. Sendandi vinnur „bréf‘ sitt á tölvunni, tiltekur nafn og heimil- isfang viðtakanda og setur bréfið í gagnahólf. Kerfið flytur og afhendir bréfið viðtakanda ásamt nafni og heim- ilisfangi sendanda. Ef sendandi óskar geta fleiri en einn viðtakandi fengið bréfið. Kerfinu er sama hvert innihald bréfsins er. Því er hugsanlega unnt að flytja í sama bréfi teikningar, stafrænt tal og uppsett viðskiptaskjöl. Viðtak- andi skeyta þarf ekki að tengjast kerf- inu samtímis sendanda, þar sem kerfið tekur við skeytum og geymir eftir þörf- um. Komist skeyti af einhverjum ástæðum ekki til skila er sendandi lát- inn vita. Líkan Til að auðvelda þróun staðla hjá CCITT fyrir X.400 skeytaflutnings- kerfi hefur tiltekið líkan verið haft til hliðsjónar. Þetta líkan er notað til að lýsa grunnhugtökum í X.400 skeyta- kerfum og samkvæmt því eru slík kerfi byggð úr nokkrum sjálfstæðum, en tengdum einingum. Kjaminn í X.400 skeytakerfum er skeytatlutningsþjón- ustan (Message Transfer Service), sem samanstendur af einum eða fleiri skeytaflutningsmiðli (e. MTA: Mes- sage Transfer Agents). Hlutverk flutn- ingsmiðilsins er þríþætt: Viðtaka, af- hending og flutningur skeyta. Flutn- ingsmiðillinn tekur við skeytinu, bæði innihaldi og umslagi, af notendamiðli (e. UA: User Agent) eða skeytageymsl- unni (e. MS: Message Store) og les umslagið til að ákvarða hvaða þjónust- ur beðið er um af skeytaþjónustunni. Þá afhendir flutningsmiðillinn skeytið notendamiðli eða skeytageymslu í samræmi við upplýsingarnará umslag- inu. Ef sendandi og viðtakandi eru ekki tengdir sama flutningsmiðli, sér hann um að flytja skeytið til annars flutn- ingsmiðils. Á umslaginu eru upp- lýsingar sem snerta aðgerðir flutn- ingsmiðilsins við flutninginn. Sam- skiptin milli flutningsmiðla lúta svo nefndumPI samskiptareglum. Notendamiðill (UA). Samskipti not- X.400 umhverfi

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.