Verktækni - 01.08.1990, Side 8

Verktækni - 01.08.1990, Side 8
 Mynd 5. Hnútpunkta- og elementnet rennunnar auk randskilyrSa. Mvnd 3. Efri myndin sýnir rennunafyrir hrúun en hin neðri eftir brúun. að brúa hana til að fá í hana mýkri línur. Notandi velur hversu fínt netið skal vera eftir brúun. Mynd 3 sýnir rennuna fyrir og eftir brúun. Þar má sjá að þversniðunum hefur verið fjölgað úr fjórum í ellefu. Kerfið býður upp á þann möguleika að teikna upp sérhvert þessara þversniða. Þau voru síðan notuð við mótagerð á rennunni. Þegar verið er að teikna samhverfa hluti, eins og t.d. fisktalningarrennu, er nægjanlegt að teikna helminginn af hlutnum og spegla hann síðan um samhverfuásinn. Þetta hefur verið gert á mynd 4. Elementgreiningarhluti. Með þess- um hluta kerfisins er rennan burðar- þolsgreind. Notuð er elementgreining en hún væri illmöguleg án þess að hafa hannað hlutinn með aðstoð tölvu. Þrívídd notar upplýs- ingarnar um rennuna úr teiknihlutanum til að búa til hnútpunkta- og elementnet rennunnar. A mynd 5 hefur svo táknum fyrir hin ýmsu randskilyrði notanda, þ.e. álag og festur, verið bætt við. Að þessum upplýsing- um öllum fengnum gerir Þrívídd innlestrarskrá í ele- mentgreiningarkerfið COS- MOS. Þegar búið er að búa til þá skrá er hætt í AUTO- CAD og COSMOS keyrt upp. COS- MOS-kerfið býður uppá spennugrein- ingu og á grundvelli hennar er unnt að velja efni og efnisþykktir í samræmi við kröfur um styrkleika og lágmörkun kostnaðar. Frumlciðsluhluti. Þessi hluti kerfis- ins notar upplýsingar úr teiknihluta Þrívíddar til að búa til skrá sem unnter að keyra á tölvufræsurum. Hugmynd- in varðandi fisktalningarrennuna er sú að láta fræsarann búa til mót (negatívu) af rennunni. Astæður sem síðar eru til tíndar komu þó í veg fyrir að þessi leið væri farin við smíði frumgerðar fisk- talningarrennunnar. Ekki bara rennur Notkunarmöguleikar Þrívíddar eru miklir. Unnt er að nota þetta kerfi til að teikna hvers konar yfirborð. Til má taka skeljaþök (t.d. þak Laugardals- hallarinnar), bátsskrokka og flugvéla- vængi. Frekari notkun á úttakinu úr teiknihlutanum væri t.d. að búa til út- flatninga í þeim tilvikum þar sem þeirra gerist þörf (til dæmis ef klæða á hlutinnsíðar meir). Elementgreiningar- og framleiðsluhlutann má að sjálf- sögðu einnig nota við hönnun á áður- nefndum hlutum og búast má við að einfaldara sé að búa til innlestrarskrá fyrir COSMOS í Þn'vídd heldur en handvirkt eins og nú tíðkast. Þetta á við hluti einfalda í lögun og því fremur við þá hluti sem flóknari eru. Frumgerö rennunnar Nokkuð hefur verið gert af þvf að kynna CAD/CAM tæknina hér á landi en enn er þó svo komið að til eru ódýrari leiðir við framleiðslu frum- gerðarinnar. Astæða þess er meðal ann- ars sú að þau stýriforrit sem keyra tölvufræsara hérlendis eru svo ófull- komin að mannshöndin þarf enn að leggja verulega að mörkum við fræsun- ina. Og þar sem vitanlega þarf að lágmarka tilkostnað við smíðina varð önnur ódýrari leið fyrir valinu. Teiknikerfi Þrívíddar var notað til að brúa rennuna þar til hæfilega mörg þversnið voru fengin. Þá voru öll þversniðin auk langsniðsins teiknuð út í mælikvarðanum 1:1. Þversniðin og langsniðið voru síðan söguð út í kross- við og þversniðin, sem í raun voru negatívur, negld á langsniðið. Polyur- ethan kvoða var notuð til að binda grindina saman. Loks var sett á mótið þunn filma af trefjaplasti og það sparsl- að. Þótt þessi leið til að smíða mótið sé ekki sú allra tæknilegasta, er hún mun ódýrari og nákvæmari en eldri aðferðir sent notaðar hafa verið til að smíða mót og, eins og áður segir, einnig ódýr- ari en að fræsa út mót af rennunni í 8

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.