Verktækni - 01.08.1990, Blaðsíða 9
fullri stærð í tölvufræsara. Hið síðar
nefnda verður þó vonandi ódýrasti
kosturinn áður en langt unt líður.
Prófun rennu úr trefjaplasti hefur
gengið með ágætum, en þegar endan-
legt form hennar er fengið verður tekin
af henni afsteypa úr trefjaplasti og hún
notuð sem mót í vakúmformun eða
beint til fjöldaframleiðslu.
Lokaorö
Markmiðið með þessari grein er að
sýna lesendum fram á, að notkunar-
möguleikar CAD/CAM tækninnar á
Islandi eru rniklir og að það þarf ekki
ávallt að eyða miklu fé til að nýta sér
hana. Þess má geta að hönnunarkerfið
Þrívídd var skrifað á u.þ.b. sjö vikum
og ekki liðu meira en 2 vikur til við-
bótar þar til fyrsta frumgerð rennunnar
leit dagsins ljós.
Þessi greinarstúfur ætti líka að gera
lesendum ljósa nauðsyn þess að efla
samstarf Háskólans við atvinnulífið.
Það má einmitt gera á þennan hátt, þ.e.
að fyrirtækin geti kynnt sér nýjustu
svið tölvutækninnar án þess að þurfa
að leggja út í kostnaðarsöm tækjakaup.
Áhugasömum lesendum skal bent á
lokaverkefni undirritaðs sem ber heit-
ið Hönnunarkerfið Þrívídd. í því er
hönnunarkerfinu lýst mun nákvæmar
en gert er í þessari grein og auk þess er
þar að finna listun á þeirn AUTOLISP
forritum sem skrifuð voru og inn-
lestrarskrár í tölvufræs og í COSMOS.
Verkefnið er unnt að fá lánað á
Háskólabókasafninu.
Helgi Hjálmarsson.
Höfundur er stúdent frá M.H. 1986.
Vélaverkfrœðingurfrá H.í. 1990.
Stundar nú niastersnám í vélaverkfrœði
við Carnegie Mellon Háskóla í USA.
Guðni A. Jóhannesson
prófessor við KTH
Um áramótin lá fyrir álit dómnefndar
við Verkfræðiháskólann í Stokkhólmi,
KTH, þar sem húnmælti með dr. Guðna
A. Jóhannessyni verkfræð-
ingi í stöðu prófessors við
byggingartæknideild skól-
ans úr hópi 8 umsækjenda.
Guðni hóf störf við háskól-
ann í Stokkhólmi nú með
vorinu.
Guðni er fæddur 1951,
lauk fyrrihlutaprófi frá HÍ í
eðlisverkfræði 1973, civ.
ing. prófi í eðlisverkfræði
frá Verkfræðiháskólanum í Lundi,
LTH, 1976 og doktorsprófi frá bygg-
ingartæknideild sama skóla 1981. Hann
starfaði á árunum 1975 - 1982 sem
sérfræðingur og kennari við byggin-
gartæknideild LTH og hlaut dósents-
nafnbót 1982. Það ár flutti hann heim
til íslands og var fyrstu tvö árin í hluta-
starfi hjá Rannsóknastofnun bygging-
ariðnaðarins, en meðfram því og síðan
hefur hann rekið eigin verkfræði-
þjónustu. Síðastliðið ár hefur hann og
starfað í hlutastarfi við skipulagningu
og stjórnun rannsókna í byggingar-
eðlisfræði við eðlisfræðideild háskól-
ans í Umeá.
Guðni er formaður landssambands
Búseta og hefur gegnt ýmsum trúnað-
arstörfum á vegum ríkis og borgar,
m.a. setið í nefndum um húsnæðismál
og á nú sæti í byggingarnefnd Þjóð-
leikhúss. Hann er einn af stofnendum
og núverandi stjórnarformaður Verk-
vangshf. V erkfræðiþjónustaGuðna verð-
ur nú sameinuð Verkvangi hf.
Prófessorsstaða Guðna
verður með sérstakri
áherslu á eðlisfræðilega
eiginleika byggingarefna
og byggingarhluta og sam-
spil húss og lagnakerfis
m.t.t. orkunýtingar. Þetta
felur í sér m.a. rannsóknir
á tímaháðum hitunarferl-
um, áhrifum sólar og vinds
og notkunarvenjum íbúa.
Fræðileg líkön sem lýsa áðurgreindum
ferlum og skipulagning og úrvinnsla
mælinga á þeim verða meðal helstu
viðfangsefna.
Núgildandi ákvörðun Svía um að
leggja niður kjarnorkuverin í landinu
knýr á um áframhaldandi rannsóknir
og þróunarvinnu á sviði orkuspamaðar
og nýrra orkugjafa til húshitunar og
heimilisnotkunar. I nýjum byggingar-
áföngum og við endurnýjun eldri
hverfa eru skipulögð sérstök tilrauna-
verkefni í samvinnu við byggingar-
aðila. Einnig færist í vöxt að bygging-
araðilum sé gefinn kostur á að taka
þátt í samkeppni um lóðir þar sem þeir
leggja fram hugmyndir sínar og lausnir
um hagkyæma og orkusparandi bygg-
ingaráfanga. Sænska byggingarann-
sóknaráðið veitir styrki og lán til þess
að standa straum af rannsókna- og
þróunarverkefnunr tengdum slíkum til-
raunaverkefnum og verkefni Guðna á
næstu árum munu að verulegu leyti
tengjast þessari starfsemi.
Guðni er kvæntur Bryndísi Sverris-
dóttur safnkennara við Þjóðminjasafnið
og eiga þau tvö börn.
Tækniskóli íslands
Hinn I. september lét Bjarni Krist-
jánsson vélaverkfræðingur af starfi
rektors Tækniskóla Islands, en hann
hafði gegnt því starfi frá 1965.
Við störfum tók Guðbrandur Stein-
þórsson byggingarverkfræðingur.
Hann lauk prófi frá Danmark Tekn-
iske Hpjskole 1972 og starfaði hjá
Hönnun hf. árin 1972 - 1980 og var
jafnframt stundakennari við Tækni-
skóla íslands frá 1974, í burðar-
þolsfræði og hönnun steinsteypu-
virkja. Var ráðinn deildarstjóri bygg-
ingardeildar 1981, og hefur jafnframt
sinnt kennslu og tekið saman náms-
efni í burðarþolsfræði og hönnun
steinsteypuvirkja.
Við starfi deildarstjóra byggingar-
deildar tekur Guðmundur Hjálmars-
son byggingartæknifræðingur, sem
verið hefur fastráðinn kennari við
deildina frá 1986.
Deildarstjóri véladeildar, Helgi
Gunnarsson lést 5. maí sl. en hann
hafði gegnt þeirri stöðu frá upphafi
og þar áður átt drjúgan þátt í að konta
starfsemi Tækniskóla Islands af stað.
Við starfi hans tók Paul Jóhannsson
véltæknifræðingur, sem hefur verið
fastráðinn kennari við deildina frá
1982.
9