Verktækni - 01.08.1990, Side 10

Verktækni - 01.08.1990, Side 10
 Sveinn Frímannsson Fréttir frá Tæknifræöinga félagi íslands Feani I byrjun júní kom varaforseti FEANI Anton B. Nielsen í heimsókn til Islands. Anton ereinnig framkvæmda- stjóri norska tæknifræðingafélagsins NITO. Tilgangur hans hingað var að kynna FEANI og einnig viðhorfum sem við hefðum til þess. Fundur var haldinn í íslandsnefnd FEANI. A vegum félagsins hefur verið unnið að því að fá alþjóðlega viðurkenningu á námi við Tækniskóla Islands og er þá átt við viðurkenningu eftir flokkun- arkerfi FEANI. A fundi æðstu stjórnar FEANI í lok maí í ár var nám byggingartækni- fræðinga við Tækniskóla Islands samþykkt í grúppu 1 á sama hátt og danskir tækniskólar. Með þessu teljum við að náðst hafi nauðsynleg viður- kenning á námi tæknifræðinga hér sem er grundvöllur samnings TFÍ við iðnaðarráðuneytið. FEANI hefur ekki samþykkt norska, sænska og að hluta til þýska tækni- skóla í grúppu 1, en danskir tækni- skólar eru samþykktir. Endurmenntun Á síðasta ári var unnin stefnumörkun Endurmenntunarnefndar Háskólans fyrir komandi ár. Fram hafa komið margar hugmyndir að nýjum nám- skeiðum og kennsluefni. Nú er að fara í gang annað árið nám sem tengist viðskiptafræði við Háskól- ann. Þessi nýja braut hefur verið mjög vel sótt og stendur til að halda áfram næsta ár ef allt gengur vel. Miðað við þátttöku okkar manna gæti ég trúað að þetta hafi ekki verið kynnt nægilega vel. Benda má á framtak Kjarafélags tæknifræðinga sem stofnað hefur starfsmenntunarsjóð og styrkir sína félaga til slíks náms. Ásbrú húsfélagið Að undanförnu hefur staðið yfir athug- un á húsnæðismálum félagsins og líf- eyrissjóðsins. Félögin eiga ríflega 27% af húsfélaginu Ásbrú sem á hluta af Lágmúla 7. Félögin eru nú að athuga möguleika á stærra húsnæði, en starf- semi lífeyrissjóðsins hefur aukist veru- lega á undanförnum árum. Afmælisritið, saga tæknifræðinga Samningur sem gerður var við Jón Böðvarsson ritstjóra um söfnun frum- heimilda um sögu félagsins er nú að Ijúka. Staðfesting hefur fengist hjá núver- andi menntamálaráðherra Svavari Gestssyni á þriggja mánaða starfslaun- um til ritunar sögunnar með ákveðnum skilyrðum og standa nú samningar yfir við Jón Böðvarsson um ritun og útgáfu sögunnar. Undirbúningur og frumgagnavinnsla hefur verið unnin á sfðustu tveimur ár- um. Þessi söguritun er unnin í sam- vinnu við Iðnsögu Islendinga. Handbókin I júní mánuði kom handbókin aftur út. Vert er að vekja athygli á nýmæli í handbókinni, en það er nýstofnaður Kjaradeilusjóður Kjarafélags tækni- fræðinga og Vísinda- og starfsmennt- unarsjóður Kjarafélags tæknifræðinga. Atvinnuleysistryggingar Réttindi verk- og tæknifræðinga eru engin til atvinnuleysisbóta lögum samkvæmt. Sem betur fer þá hefur ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af þessu vandamáli. En á síðasta ári þá leituðu ungir arkitektar og viðskiptafræðingar eftir samstarfi við félögin um að fá þessum lögum breytt og hefur verið unnið að því. Á síðasta ári var nokkuð um dulbúið atvinnuleysi þar sem menn fóru í önnur störf en þau sem þeir voru menntaðir til. Á næstu árum má búast við að mikill fjöldi af verk- og tæknifræðingum skili sér heim. Ef ekkert skeður í atvinnu- málum í nánustu framtíð þá má búast við vandamálum ef að kreppir á öðrum stöðum í þjóðfélaginu. Capri fundur FEANI Á næsta fundi FEANI munu liggja fyrir breytingartillögur á skilgreiningu grúppu 1. Tillaga sú sem breyta mun mestu hvað okkur snertir byggist á því að starfsreynslu er hægt að öðlast eftir að námi líkur, en þarf ekki að liggja fyrir áður en nám hefst eða að menn öðlist hana í eða með námi. Þessar reglur munu ef þær verða samþykktar koma á einskonar kandidatsári eða árum, fyrir menn sem ekki hafa áður fengiö tilskylda starfsreynslu. Nýr sjóður Alþjóðabankans fyrir íslenska ráðgjafa Frá viðskiptaráðuneytinu ísland og Alþjóðabankinn hafa gert með sér samning um ráðgjafarsjóð sem talinn er muni auka möguleika ís- lenskra sérfræðinga á að fá skamm- tímaverkefni, m.a. verkefni á sviði jarðhita og fiskveiða, hjá Alþjóðabank- anum (IBRD) og systurstofnunum hans, Alþjóðaframfarastofnuninni (IDA) og Alþjóðalánastofnuninni (IFC). Sjóður- inn er ekki eingöngu bundinn við verkfræðinga heldur einnig aðra ráð- gjafa, t.d. hagfræðinga, og jafnvel ráð- gjafarfyrirtæki. ísland mun á næstunni leggja 75.000 dali eða tæpast 5 milljón- ir króna í sjóðinn og rennur féð aðal- lega til að greiða laun íslenskra ráð- gjafa hjá þessum stofnunum. Samningurinn var undirritaður í höf- uðstöðvum Alþjóðabankans í Wash- ington hinn 5. mars af Ingva S. Ingvars- syni sendiherra og Moeen Querashi, yfirmanni lánadeildar bankans. Við- staddir undirritun voru Björn Dag- bjartsson, framkvæmdastjóri Þróunar- samvinnustofnunar Islands, Ulfur Sig- urmundsson viðskiptafulltrúi og fulltrúar tveggja ráðgjafarfyrirtækja, Svavar Jónatansson og Pálmi P. Pálma- son frá Virki-Orkinl og Páll Gíslason og Lárus Ásgeirsson frá Icecon. Full- trúar fyrirtækjanna áttu síðan viðræður við fulltrúa bankans um hugsanleg verkefni, íslenskum ráðgjöfum til handa, og voru þær taldar lofa góðu. Reykjavík 7. mars 1990 Jón Ogmundur Þormóðsson, skrifstofustjóri (Undirritaður veitir nánari upplýsingar.) 10

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.