Til sjávar - 01.09.1997, Qupperneq 4

Til sjávar - 01.09.1997, Qupperneq 4
Skipaskoöun Sialinaastofnunar Skoöun fer fram á 6 stöðum á landinu Skipaskoðunars við Siglingastofnunar annast eftirlit með nýsmíði og innflutningi skipa og almennt eftirlit með skipum. Einnig sinnir skipaskoðunarsvið alþjóðlegu hafnarríkis- eftirliti, sem er mjög vaxandi þáttur í starfseminni. Sex umdæmi Landinu er skipt upp í 6 umdæmi. Eitt umdæmi er með aðsetur í höfuðstöðvum Siglingastofnunar í Kópavogi. Hin eru staðsett hringinn í kringum landið, í Olafsvík, á Isafirði, á Akureyri, á Fáskrúðsfírði og í Vestmannaeyjum. í eftirliti með skipum felst m.a. að yfirfara smíðateikningar og öryggis- teikningar vegna nýsmíði og breytinga á skipum, athuga stöðugleikaútreikninga, taka ákvörðun um hallaprófanir vegna breytinga á skipum og annast hleðslu- merkjaútreikninga. Að auki annast skipaskoðunarsvið ýmsar rannsóknir t.d. á rafsuðu með röntgenmyndatöku, hljóðbylgju- og þykktarmælingar og hávaða- og titringsmælingar. Siglingastofnun hefur eftirlit með öllum íslenskum skipum sem eru sex metrar að lengd eða lengri. Tegundir skoðana eru þrenns konar; aðalskoðun, aukaskoðun og skyndiskoðun. Hafnarríkiseftirlit Siglingastofnun annast eftirlit með siglingum erlendra kaupskipa sem hafa viðkomu í íslenskum höfnum. Er það gert í samræmi við skuldbindingar siglinga- málayfirvalda í aðildarríkjum EES og kennt er við Parísarsamkomulagið um hafnarríkiseftirlit. Markmiðið með þessu eftirliti er fyrst og fremst að draga verulega úr siglingum undirmálsskipa. Siglingastofnun er gert skv. reglugerð um hafnarríkiseftirlit nr. 128/1997 að skoða eitt af hverjum fjórum skipum sem koma til hafnar á ári hverju. Mikil aukning hefur verið í skipakomum erlendra skipa og eru á bilinu 800-900 skip að koma til hafnar á ári hverju. Það eru því rúmlega 200 skip sem stofnuninni er gert að skoða árlega. Til gamans má geta þess að starfsmenn Siglingastofnunar skoðuðu Elísabetu drottningu II (Queen Elizabeth II) er hún kom til landsins í sumar. Engar athugasemdir voru gerðar við þá skoðun. Queen Elizabeth II lenti í hafnarríkiseftirliti við komuna til Reykjavíkur í sumar. Lög og reglugerðir Hér á eftir fer listi yfir helstu ný lög, reglugerðir, auglýsingar og gjaldskrár, sem varða starfsemi Siglingastofnunar, frá janúar 1996 til ágúst 1997. Lög Lög nr. 6/1996 um Siglingastofnun íslands. Lög nr. 7/1996 um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Vitastofnunar íslands, Hafnamálastofnunar ríkisins og Siglingamálastofnunar ríkisins í Siglingastofnun íslands. Lög nr. 31/1996 um köfun. Lög nr. 61/1996 um breyting á lögum nr. 32/1986 um vamir gegn mengun sjávar. Lög nr. 28/1997 um sjóvamir. Lög nr. 30/1997 um breytingu á lögum nr. 112/1984 um atvinnuréttindi skipstjómarmanna á íslenskum skipum. Lög nr. 38/1997 um breytingu á lögum nr. 6/1996 um Siglingastofnun íslands. Lög nr. 39/1997 um breytingu á lögum nr. 115/1985 um skráningu skipa. Lög nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. Lög nr. 82/1997 um breytingu á lögum nr. 113/1984 um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum. Reglugcrðir Rg. nr. 118/1996 um atvinnuskírteini skipstjómar- og vélstjómarmanna. Rg. nr. 232/1996 um hafnamál. Rg. nr. 269/1996 um áhafnir íslenskra kaupskipa. Rg. nr. 299/1996 um breyting á rg. nr. 174/1991 um Stýrimannaskólann í Reykjavík. Rg. nr. 394/1996 um breyting á mengunarvamarrg. nr. 48/1994. Reglur nr. 496/1996 um efnanotkun á vinnustöðum. Reglur nr. 498/1996 um öryggisleiðbeiningar vegna efnanotkunar á vinnustöðum. Reglur nr. 661/1996 um smíði báta styttri en 6 metrar. Rg. nr. 26/1997 um breyting á mengunarvamarrg. nr. 48/1994. Rg. nr. 128/1997 um hafnarríkiseftirlit. Rg. nr. 153/1997 um gjöld fyrir skoðun, skráningu, mælingu skipa o.fl. Rg. nr. 168/1997 um skemmtibáta. Hafnarrg. nr. 335/1997 fyrir Dalabyggð. Hafnarrg. nr. 336/1997 fyrir Vesturbyggð. Reglur nr. 337/1997 um breytingu á reglum nr. 189/1994 um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa. Rg. nr. 384/1997 um breytingu á rg. nr. 533/1993 um kæli- og varmadælukerfi með ósoneyðandi kælimiðlum. Rg. 430/1997 um vamir gegn sorpmengun frá skipum. Rg. nr. 439/1997 um breytingu á rg. nr. 128/1997 um hafnarríkiseftirlit. Auglýsingar og gjaldskrár Augl. nr. 18/1996 um frestun á gildistöku ákvæða um losunar- og sjósetningar- búnað gúmmíbjörgunarbáta. Augl. nr. 51/1996 um gildistöku EES-reglugerða um inn- og útflutning tiltekinna hættulegra efna. Augl. nr. 330/1996 um gildistöku ákvæða er leiða af samningum um Evrópska efnahagssvæðið vegna flutninga á sjó. Augl. nr. 359/1996 um frestun á gildistöku ákvæða um losunar- og sjósetningar- búnað gúmmíbjörgunarbáta. Augl. nr. 574/1996 um gildistöku ákvæða er leiða af samningum um Evrópska efnahagssvæðið vegna flutninga á sjó. Augl. nr. 587/1996 um heimild til innflutnings á vetnisklórflúorkolefnum (HCFC) á árinu 1997. Gjaldskrá nr. 648/1996 vegna eftirlits og vinnslu starfsleyfa og vegna þjónustu á sviði mengunarvama. Augl. nr. 705/1996 um frestun á gildistöku ákvæða um losunar- og sjósetningar- búnað gúmmíbjörgunarbáta. Gjaldskrá nr. 143/1997 fyrir eftirlit með köfunarbúnaði og aðra þjónustu varðandi köfunarmál. Gjaldskrá nr. 147/1997 fyrirhafnir. 4

x

Til sjávar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.