Til sjávar - 01.08.1999, Síða 7

Til sjávar - 01.08.1999, Síða 7
Viðhald vita Miklar endurbætur á vitanum á Dyrhólaey O tærsta verkefnið sem unnið I n I kjhefur verið á viðhaldi / “ vitabygginga árið 1999 er á L n 1 Dyrhólaey. Þar er vinna langt komin við að gera upp vitann en Dyrhólaeyjarviti þykir einn sá fegursti á landinu. Guðjón Samúelsson, húsa- meistari ríkisins á þeim tíma, gerði frumuppdrátt að húsinu en vitinn var reistur árið 1927. Markmið Siglinga- stofnunar með þessu viðhaldi er að eiga a.m.k. einn vita þar sem einnig eru híbýli vitavarðar í því sem næst upprunalegu horfi og þannig varðveita hluta af sögu íslenskra vitabygginga. Önnur helstu verkefni Siglinga- stofnunar í viðhaldi vita á þessu ári hafa verið á Reykjanesvita, Skarðsfjöru, Skaftárós og Ingólfshöfða. Auk þess hefur verið minni háttar viðhald farið fram á mörgum öðrum vitum. DGPS stóðst „aldamótavandann" s Isumar var unnið að því að skipta út tölvum og forritum í DGPS leiðrétt- ingakerfi Siglingastofnunar þannig að kerfið gæti staðist „aldamótavandann" í GPS kerfinu sem gekk yfir á miðnætti 21. ágúst sl. (Week Rollover Problem) og þann vanda sem menn sjá fyrir um næstu áramót í tölvum og hugbúnaði. Engin vandamál komu upp í GPS kerfinu í ágúst og vonandi verður sama uppi á teningnum um áramót. Dyrholaeyjaviti eftir miklar endurbætur að utan Það er stefna Siglingastofnunar að sinna viðhaldi á hverjum vita fyrir sig á Öll skip yfir greiða Rekstur vitakerfisins kostar sitt eins og gefur að skilja. Til að standa straum af þessum kostnaði greiða skip, sem sigla við fslandsstrendur og hafa viðkomu hér, sérstakt vitagjald. Fjárhæð gjaldsins tekur mið af brúttótonnatölu skipsins. Aðeins skip sem eru stærri en 10 BT greiða þetta gjald. Erlend skip sem setja farþega eða vörur á land greiða einnig vitagjald, sem svarar 1/4 hluta af almennu vitagjaldi, við hverja komu til landsins en þó aldrei oftar en fjórum sinnum á ári. Vitagjaldið má fimm ára fresti. Reynt er því að komast í viðhald á um 20 vitum á hverju. ári. 10 brúttótonn vitagjald rekja allt til ársins 1878 er Reykjanesviti var byggður. Gjaldinu var ætlað að standa undir rekstrarkostnaði vitanna og er svo enn í dag rúmum 120 árum síðar. Árið 1998 komu 72 m.kr. til Siglingastofnunar í formi vitagjalds og var sú fjárhæð notuð til að standa undir rekstrarkostnaði vitanna. Heildarkostnaður vita- og leiðsögukerfisins (þ.m.t. upplýsinga- kerfisins um veður og sjólag, DGPS o.fl.) nam alls 122 m.kr. Unniö við erfiðar aðstæður í dufli við Kerlingarsker í Faxaflóa 7

x

Til sjávar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.