Til sjávar - 01.09.1999, Page 1

Til sjávar - 01.09.1999, Page 1
4. tbl. 3. árg. september 1999 Fréttabréf Siglingastofnunar 1 Ráðherra svarar 2 Þrjú ár frá sameiningu 3 Farbann í fyrsta sinn 4 Hannað fyrir Norðmenn 5 Dýpkun lokið í Grindavík 6 Starfsreglur í skipaskoðun 7 Starfsmanna- kynning Öryggismál sjómanna Langtímaáætlun um öryggismál sjómanna tímabær - segir Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra. Til sjávar beindi nokkrum spurningum til hans um málefni Siglingastofnunar. Sturla var fyrst spurður að því hver yrðu helstu verk- efni samgönguráðuneyt- isins á sviði siglingamála og öryggis sjófarenda á þessu kjör- tímabili? „Ég geri ráð fyrir því að verkefni ráðuneytisins á kjör- tímabilinu er lúti að siglinga- málum og öryggi sjófarenda verði nokkur, eins og við er að búðast hjá þjóð sem á allt sitt undir sjómennsku og siglingum. Það var mér sérstakt ánægjuefni að geta fyrr í sumar gefið út reglu- gerð um sjálfvirkan sleppibúnað, en gildistöku hennar hafði verið margsinnis ífestað. En ljóst er að með útgáfú þeirrar reglugerðar var stigið stórt skref í áttina að auknu öryggi sjómanna. Er nú kominn góður skriður á það mál, og þegar byrjað að setja búnað í fjölda skipa. Nýjar áherslur í hafnamálum Helstu verkefni framundan mótast nokkuð af því að alþóðlegar regl- ur, einkum reglur sem í gildi eru vegna aðildar okkar að hinu evrópska efnahagssvæði, setja aukinn svip á þær reglur sem gilda hér á landi á sviði sjóflutninga. Um leið og öryggi í siglingum hefur ávallt verið eitt af óumdeildum málum í íslenskum stjómmálum, þá er þaó einnig um Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra þessar mundir eitt af for- gangsverkefnum Framkvæmda- stjómar ESB. Og um leið og lögð er áhersla á að auka öryggi sjó- farenda er stefnan að bæta sam- keppnisstöðu útgerðarinnar. Af okkar hálfu tel ég nauðsynlegt að gera langtímaáætlun um öryggis- mál sjómanna, og að því vil ég vinna. Á kjörtímabilinu verður hafnaáætlun endurskoðuð, og geri ég ráð fyrir nýjum áherslum við uppbyggingu hafna í tengslum við samræmda samgönguáætlun sem ég mun beita mér fyrir að verði unnin. Bætt hafnaaðstaða er mikið hagsmunamál og mikið öryggis- mál allra sjófarenda. Sjálfstæð skoðunarstofa Eins og gefur að skilja em mörg verkefni framundan og ekki rétt að tíunda þau öll hér. Þó vil ég nefna að um þessar mundir er unnið að því á vegum Siglinga- stofnunar að koma upp samræmdu eftirliti, þ.e. gæðakerfi við eftirlit með skipum. Það er mitt mat að ef vel tekst til með gæðakerfi sem þetta, gæti hér verið um að ræða eitt markverðasta skref til aukins öryggis á sjó síðari ár. Þá er stofnun sjálfstæðrar skoðunarstofu skipa nokkuð sem ég hef mikinn áhuga á að geti orðið að veruleika á kjörtímabilinu, en mitt mat er að löngu sé orðið tímabært að kanna hagkvæmni þess að koma skipa- skoðun í annan farveg en nú er. Þá er ljóst að fara þarf kerfis- bundið yfir reglur um gerð og búnað skipa. Nú er á lokastigi undirbúningur að viðamikilli reglugerð um öryggi fiskiskipa, sem byggist að hluta til á tilskipun ESB, en hefur einnig að geyma ákveðnar sérkröfur til íslenskra skipa, samanber reglugerðina um sleppibúnaðinn. Þá er ánægjulegt að geta þess að sá árangur hefur nú orðið að ESB hefur sæst á, og viðurkennt, sérstöðu okkar um strangari reglur gagnvart íslensk- um skipum um öryggisbúnað en almennt er krafist innan aðildar- rikja EES. Með því erum við að tryggja öryggi sjómanna okkar frekar en aðrar Evrópuþjóðir. Af öðrum markverðum verk- efnum sem framundan eru má nefna útflöggun kaupskipa og hugsanlegar aðgerðir til að fá Kröfur íslendinga viðurkenndar ESB hefur fallist á og viðurkennt sérkröfur Islendinga um strangari reglur um öryggisbúnað í íslenskum skipum. bls. 1 frh. bls. 2 Norðmenn leita til íslendinga Bermigarðurinn sem Siglingastofnun hefur hannað fyrir norsk stjómvöld er með hæstu ölduáraun af öllum grjótgörðum í Noregi. bls. 4

x

Til sjávar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.