Til sjávar - 01.12.1999, Side 2

Til sjávar - 01.12.1999, Side 2
Siglingaieiðir skipa Frá forstjóra Hugleiðing í tilefni hátíða r Atímamótum sem þessum setjumst við niður og metum stöðuna, lítum yfir farinn veg og reynum að sjá fyrir hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Mér er efst í huga að þakka samstarfs- fólki mínu á Siglingastofnun fyrir vel og samviskusamlega unnin störf. Gott starfsfólk er mesta verðmæti hvers vinnustaðar. Þá vil ég þakka viðskipta- vinum okkar um allt land fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Hjá mörgum ykkar, svo sem sjómönnum, er oft stund milli stríða um jól og áramót. Ég hvet ykkur til að nýta þá stund til að hugleiða, hvernig ná megi enn betri árangri í öryggismálum. Farið yfir reynslu liðinna ára og setjið ykkur markmið fyrir komandi ár. Ekkert er mikilvægara en að sigla fleyi sínu og áhöfn heilu til hafnar. í starfsemi stofnunarinnar sé ég þær breytingar helstar fyrir mér á nýrri öld, að aukin áhersla verður lögð á söfnun og miðlun upplýsinga. Það verður síðan í ríkari mæli viðskiptavinanna að taka ákvarðanir á grundvelli þessara upplýs- inga. Meiri ábyrgð flyst til þeirra. Þetta á jafnt við um alla þætti starfsemi okkar, vitamálin, hafnamálin og siglingamálin. Þungamiðja starfseminnar mun þó eftir sem áður verða rekstur leiðsögukerfa, rannsóknir, reglusmíð, sérfræðiráðgjöf fyrir stjórnvöld og umsjón með að öryggisreglum sé fylgt. Ég óska starfsfólki Siglingastofnunar, viðskiptavinum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Lifið heil. Hermann Guðjónsson Umhverfisráðherra harmar skilningsleysi hagsmunaaðila Föstudaginn 15. október sl. var haldin ráðstefna um bráðamengun sjávar fyrir tilstilli bráðameng- unarnefndar og í samvinnu við umhverf- isráðuneytið. Fjölmörg erindi voru flutt og í nokkrum þeirra var komið inn á siglinga- leiðir skipa með hættulegan vaming. I setningarræðu umhverfisráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur, kom fram að frumvarp um vemdun hafsins og stranda væri í farvatninu. Ef það yrði að lögum gæti það markað tímamót í sögu umhverf- isréttar. Einnig minntist ráðherra á störf Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, ræddi m.a. um endurskoðun laga um vamir gegn mengun sjávar. Fyrstu drög liggja fyrir og rakti Ingimar helstu þætti ftumvarpsins. Þar er m.a. gert ráð fyrir að sérstaklega verði tekið á bráðamengun sjávar, ábyrgð verði einhlít og á höndum ríkisins / Hollustu- verndar og komið verði á vátryggingar- skyldu fyrirtækja svo fátt eitt sé nefnt úr ftumvarpsdrögunum. Ljóst er að stór hluti lífríkis í hafinu og við strendur landsins er í hættu ef alVarlegt mengunarslys ber að höndum við suður- Davíð Egilsson ræddi m.a. um lærdóminn af strandi Vikartinds Ljósmyndari: Kristinn Ingólfsson nefndar sem fjallar um siglingar skipa með hættulegan varning og niður- staðnanna biði hún með mikilli eftirvæntingu. Siv vakti athygli á að siglingar olíuskipa og annarra skipa með hættulegan varning fari nær eingöngu (90%) um Faxaflóasvæðið. Olíuskipin sigli oft mjög nærri suðurströndinni og það þurfi ekki mikið út af bregða vegna erfiðs sjólags að ekki skapist hætta á stóm mengunarslysi. Siv nefndi að þvi miður virtist vera skortur á skilningi hagsmuna- aðila á þessu máli. Það væri mikilvægt að taka sem fyrst ákvörðun um siglinga- leiðimar. Tekið verði á þessu á Alþingi en gert væri ráð fyrir að lög þessa efnis næðu í gegn á næsta vori. ströndina. Hrygningarstöðvar allra helstu nytjafiska okkar eru á þessu svæði og fuglalíf er í hættu. Þetta kom fram í erindum Ævars Petersens hjá Náttúru- fræðistofnun og Héðins Valdimarssonar hjá Hafrannsóknastofnun. Héðinn fagnaði þeirri vinnu sem unnin er hjá Siglinga- stofnun í tengslum við straumlíkangerð. Sú vinna geti verið mjög mikilvæg til að bæta viðbrögð við bráðamengun. Gísli Viggósson kynnti upplýsinga- kerfið um veður og sjólag og þá sérstaklega þá vinnu sem unnin er í tengslum við straumlíkangerðina sem brátt verður hluti af upplýsingakerfinu. Gísli ræddi m.a. rannsóknir sem gerðar hafa verið á reki olíu og gúmmíbáta. Til sjávar. Fréttabréf Siglingastofnunar. Heimasíða: www.sigling.is Fjölmiðlum er fijálst að nota efni blaðsins ef Útgefandi: Siglingastofnun Islands. Ritstjóri: Siguijón Ólafsson (sigurjon@sigling.is) heimildar er getið. Óskum um áskrift er hægt að Vesturvör 2, 200 Kópavogur. Ábyrgðarmaður: Hermann Guðjónsson. koma á framfæri við ritstjóra. Sími: 560 0000 Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Ljósmyndina á forsíðu tók Kristján Maack. Bréfasími: 560 0060 Efni tilbúið í prentsmiðju 9. desember 1999. 2

x

Til sjávar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.