Til sjávar - 01.12.1999, Blaðsíða 15

Til sjávar - 01.12.1999, Blaðsíða 15
Kynning á starfsmönnum íslcnsk fiskiskip í alþjóðlegu umhverfi frh. af bls. 7 sem tilskipunin nær til. Það felur í sér að erlendum siglingayfírvöldum er heimilt að fara um borð í íslensk fiskiskip, sem koma í erlenda höfn, til að ganga úr skugga um að skipin uppfylli ákvæði tilskipunarinnar. Ef skipið er á einhvem hátt vanbúið geta þessi yfirvöld gripið til margs konar aðgerða, allt frá því að krefjast úrbóta til sekta og jafnvel að setja farbann á skipið. íslenskar sérkröfur Þegar vinna hófst við tilskipun ESB vom hérlendis í gildi kröfur sem gengu lengra en ákvæði TA. Þess vegna miðaðist vinna íslands að því að koma sem flestum af þessum kröfitm inn í væntanlega tilskipun. Þessi vinna skilaði þeim árangri að í tilskipuninni er viðauki sem í eru sérkröfur fyrir svokallað Norður-hafsvæði. Allar kröfumar í viðaukanum nema ein em íslenskar að uppruna. Þar em kröfur um stöðugleika vegna ísingar og kröfur um björgunarbúninga svo dæmi séu tekin. Þær kröfur sem eru í gildi hérlendis og voru ekki teknar inn í tilskipun ESB vom annað hvort settar inn í nýju reglugerðina sem íslensk sérákvæði eða þær felldar niður. Meðal þeirra ákvæða sem verða áfram í gildi em sérkröfur um ýmis atriði varðandi smíði og búnað björgunarfleka (gúmmíbjörgunarbáta) og kröfur um sjálfvirkan sjósetningar- og losunarbúnað. Meðal ákvæða sem felld eru niður er ákvæðið um innfellda stiga í hliðum borðhárra skipa. Lærdómsríkt fyrir Islendinga Þess má geta hér að lokum að þátttaka íslands vegna undirbúnings að tilskipun Evrópusambandsins hefur verið lærdómsrík á margan hátt. Þessi undirbúningur hófst á sama tíma og EES- samningurinn öðlaðist gildi og Siglingastofnun kom að vinnunni þegar á byrjunarstigi. Stofnunin sá um að koma afstöðu Islands og tillögum á framfæri í samráði við samgönguráðuneyti og hagsmunaaðila. Árangur þessa er einnig athyglisveður. Eins og að framan getur eru nokkur mikilvæg ákvæði tilskipunarinnar til komin vegna tiilagna íslands. Þetta mun vera eitt örfárra tilvika, eftir að EES-samningurinn öðlaðist gildi, þar sem íslandi hefur tekist með afgerandi hætti að hafa áhrif á mótun löggjafar Evrópusambandsins. PL E Vitaverðir Störfum vitavarða hefur farið verulega fœkkandi undanfarin ár. I dag eru átta fastráðnir vitaverðir starfandi. Fjölmargir einstaklingar um allt land eru i vitavörslu °g fá greidda þóknun frá stofnuninni fyrir þá vinnu. Óskar Jakob Sigurðsson, vita- vörður, Stórhöfða- vita. Fæddur 19. nóvember 1937. Starfaði við fisk- vinnslu 1954-1964. Tók við stöðu vitavarðar 1965 en aðstoðaði við veðurathuganir í ígripum frá 1952. Óskar á einn son. Pálmi Freyr Ósk- arsson, aðstoðar- vitavörður, Stór- höfðavita. Fæddur 13. júní 1974 í Reykjavík. Pálmi tók við stöðu aðstoð- arvitavarðar 1990 en aðstoðaði við veðurathuganir í ígripum 1988-1990. Sigurður Bjarnason Hofsnesi í Öræfum, vitavörður, Ing- ólfshöfðavita. Fæddur í Svínafelli í Öræfum þann 12. nóvember 1932. Alinn upp á Hofsnesi frá fjögra ára aldri. Er með bamaskólapróf. Hefur unnið fjölmörg störf til sjós og lands en hefur gegnt vitavarðarstarfinu frá 1989. Sigurður var kvæntur Álfheiði Einarsdóttur. Þau skildu en áttu saman 3 böm. m Guðlaug Jóhanns- dóttir, vitavörður, Skagatáarvita. Fædd 29. apríl 1936 Saurbæ, Lýtings- staðahreppi, Skaga- ftrði. Var einn vetur í ____________ Húsmæðraskólanum að Löngumýri Skaga- firði 1954-1955. Hefur verið vitavörður frá 1989. Er gift Rögnvaldi Steinssyni, bónda og fyrrverandi vitaverði, og eiga fjóra syni. Þorsteinn Gunnars- son, bóndi og vita- vörður, Dyrhóla- eyjarvita. Fæddur 11. maí 1946 í Litla- Hvammi í Mýrdal. Er með próf í húsa- smíði frá Iðnskólanum á Selfossi 1967. Starfaði sem húsasmiður en er nú bóndi á Vatnsskarðshólum. Hóf störf sem vita- vörður 1999 og tók við af bróður sínum, Stefáni, sem hafði gegnt starfmu frá 1978. Þorsteinn er kvæntur Margréti Guðmunds- dóttur og eiga þau tvær dætur og einn son. Hávarður Ólafsson, bóndi og vita- vörður, Skaftárós- vita og Skarðsfjöru- vita. Fæddur 14. október 1944 á Fljótakrók. Er með barnaskólapróf. Hávarður hefur unnið á vertíð í Vestmannaeyjum og á vinnuvélum en starfar nú sem bóndi og vitavörður. Hávarður hefur verið vitavörður frá 1981. Keran Stueland Ólason, bóndi og vitavörður, Bjarg- tangavita. Fæddur 18. júlí 1966 á Pat- reksfirði. Keran er bóndi og er með fjárbúskap á jörðinni Geitagili og í Breiðavík. Tók við stöðu vitavarðar í apríl 1999. Keran er kvæntur Birnu Mjöll Atladóttur, ferðaþjónustubónda, og eiga þau fjögur böm. Katrín S. Alexius- dóttir, húsmóðir og vitavörður, Æðey. Fædd í Reykjavík 13. apríl 1954. Er gagnfræðingur að mennt. Katrín hefur m.a. unnið við skrifstofustörf og hjá fataverksmiðjunni Gefjunni. Hóf störf sem vitavörður í Æðey 1985. Katrín er gift Jónasi Helgasyni, bónda, og eiga þau þrjá syni. 15

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.