Til sjávar - 01.12.1999, Blaðsíða 13

Til sjávar - 01.12.1999, Blaðsíða 13
Losunar- og sjósetningarbúnaður Ekki bíða með að panta búnað Siglingastofnun hefur nú viðurkennt þriðju gerðina af losunar- og sjósetningar- búnaði gúmmíbjörgunarbáta: Olsenbúnaðinn. Áður hafði stofnunin viðurkennt búnað Varðelds og Sigmunds- búnaðinn. Hér á eftir er að finna kynn- ingu á Olsenbúnaðinum, sambærilega þeirri sem búnaður Varðelds og Sigmundsbúnaðurinn fengu í 2. tbl. 1999 af Til sjávar. Á fjórða hundrað skipa hafa pantað Á þessu ári hefur Siglingastofnun rekið mikinn áróður fyrir því að þessi búnaður verði settur um borð í skip. Ennfremur ákvað samgönguráðherra í sumar að flýta gildistöku ákvæðis um búnaðinn frá 1. janúar 2000 til 1. september 1999. Við þetta hefur komið talsverður skriður á málin og Qölmargir útgerðarmenn hafa tekið við sér. Á ijórða hundruð skip hafa nú þegar pantað búnaðinn en það þýðir að um 10% skipa og báta eiga enn eftir að ganga frá sínum málum og til þess hafa þau aðeins tíma fram til fyrstu aðalskoð- unar ársins 2000. Það er því ekki seinna vænna að gera viðeigandi ráðstafanir! Enginn frestur eftir 1. janúar 2000 Með útgáfu umburðarbréfs nr. 10/1999 í ágúst sl. var vakin athygli á því að skip lengri en 15 m þurfi tvo losunar- og sjósetningarbúnaði. Ennfremur kom fram að ef útgerðarmaður getur sýnt fram á við fyrstu aðalskoðun eftir 1. september 1999 að hann sé búinn að kaupa eða panta viðurkenndan losunar- og sjósetningar- búnað fær skipið haffæri til eins árs. Þessari aðferð er beitt til áramóta. Ef útgerðarmaður getur hins vegar ekki sýnt fram á að búnaðurinn hafi verið keyptur eða pantaður við fyrstu aðal- skoðun eftir 1. september 1999 þá fær hann frest til úrbóta til áramóta. Við fyrstu aðalskoðun eftir 1. janúar 2000 er síðan ekki um að ræða neinn frest því þá skal búnaðurinn vera kominn um borð í íslensk fiskiskip. Staðsetning búnaöar í umburðarbréf nr. 9/1999 eru fyrirmæli um staðsetningu losunar- og sjósetningar- búnaðar. Þar er athygli vakin á því að staðsetning sé háð samþykki Siglinga- stofnunar íslands og þar er einnig að fmna nánari fyrirmæli. Umburðarbréfin eru aðgengileg á heimasíðu Siglinga- stoíhunar, www.sigling.is. Ný reglugerð Þegar blaðið fór í prentun var rétt óútkomin breyting á reglugerð um losunar- og sjósetningarbúnað. Efni hennar er rakið hér á eftir. Ákvæði um sleppibúnað er að finna í 7. gr. reglugerðar nr. 189/1994, með síðari breytingum, um losunar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta íslenskra skipa. Ýmsar breytingar hafa nú verið gerðar á 7. greininni og eru þær helstar að orðalag hefur verið gert skýrara, dagsetningar uppfærðar og bætt hefur verið við tveimur viðaukum, annars vegar viðauka um SOLAS-reglu um losunarbúnað og viðauka um viðurkenningarkröfur fyrir sleppibúnaðinn. Almennt eru helstu atriði 7. greinarinnar eru þessar: 1. Farþegaskip og kaupskip skulu hafa losunarbúnað. 2. Fiskiskip, sem eru styttri en 15 m (skráningarlengd), skulu hafa losunarbúnað. 3. Fiskiskip, sem eru lengri en 15 m, skulu hafa sleppi- búnað á hvorri hlið. 4. Fiskiskip, sem eru lengri en 15 m en styttri en 24 m, geta verið með einn sleppibúnað ef ekki verður öðru við komið. 5. Búnaðurinn skal uppfylla kröfur um staðsetningu, fyrirkomulag, álag, ísingu og virkni. 6. Skoða skal búnaðinn árlega af Siglingastofnun eða þeim aðila sem Siglingastofnun hefur gefið leyfi til þess að annast skoðunina. 7. Skip, smiðuð fyrir 1. september 1999, er heimilt að hafa þann sleppibúnað sem var um borð þann 1. september 1999 og viðurkenndur var samkvæmt eldri reglum. Þessi skip skulu þó uppfylla reglur um lágmarksfjölda sleppibúnaða við fyrstu búnaðrskoðun sem fer fram eftir 1. janúar 2000. 8. Siglingastofnun er heimilt að veita sérhverju skipi, öðru en farþegaskipi eða fiskiskipi, undanþágu frá ákvæðum greinarinnar, ef öryggi skipverja er tryggt á annan hátt að mati stofnunarinnar. Olsen búnaðurinn Olsenbúnaður Framleiðandi: SS Stál í Hafnarfirði Hönnuður: Karl Olsen Stutt lýsing: Búnaðurinn er gerður fyrir allt að 20 manna gúmmíbjörgunarbáta (180 kg) og samanstendur af þremur meginhlutum sem eru gormur, sylgja og membra. Sjósetning getur verið sjálfvirk á ákveðnu dýpi og einnig getur verið handvirk losun á staðnum eða með fjarstýringu. Sjálfvirk sjósetning: Búnaðurinn vinnur þannig að þrýstistýrð losunareining losar vogarm sem heldur sjósetningarbúnaðinum samanspenntum. Drifkraftur sjósetningar er samanpressaður gormur sem opnar eininguna um leið og vogararmurinn hefur losað takið sem heldur búnaðinum samanspenntum. Nánari lýsing: Sjá kynningarefni sem SS Stál í Hafnarfirði hefur gefið út og einnig heimasíðu þeirra: www.islandia.is/~sssteel. 13

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.