Til sjávar - 01.12.1999, Page 3

Til sjávar - 01.12.1999, Page 3
Stöðugleikaátaki lokið Skipverjar eiga að taka frumkvæðið í öryggismálum um borð Gisli Elíasson, tœknifrœð- ingur, var fenginn í spjall um nýlokið stöðugleika- átak. Af hvaða tilefni var ráðist í verkefnið? „Vorið 1996 eða um það leyti sem ég hóf störf hjá Siglingamálastofnun var farið að ræða um stöðugleika dragnótabáta. Veiðarfærin höfðu farið stækkandi á þessum bátum og menn innan stofn- unarinnar voru farnir að efast um stöðugleika þeirra. Mörgum árum fyrr, eða 1988, var sett af stað könnun á stöðugleika lítilla þilfars- fískiskipa sem flest stund- úðu rækjuveiðar á Vest- fjörðum. Slys voru tíð um borð í þessum bátum, enda flestir gamlir og byggðir fyrir allt aðrar veiðar. Könnunin skilaði miklum árangri og slysum snarfækkaði. Upp úr þessari vinnu varð til svokallað Vestfjarðaviðmið. Þessir bátar dreifðust síðar um allt landið og á þá settur miklu þyngri útbún- aður, oft án þess að skoðunarmenn hefðu vitneskju um það. Nokkur skip sukku á þessu tímabili og öðrum hvolfdi næstum." Hvernig gekk verkefnið fyrir sig? „Sumarið 1996 byrjaði ég að vinna að þessari athugun í hjáverkum og eftir sameininguna, með tilkomu Siglingastofn- unar íslands, fékk ég aðstoð og gat farið í þetta verkefni af fullum krafti með hjálp góðra manna. Gögnin voru sett á tölvu- tækt form og ýmsar tölfræðilegar úttektir gerðar. Við skráðum fyrir hvert þilfarsskip eitt hleðslutilvik 100% afla og 30% birgðir. Heildarfjöldi skipa var 728. Af þeim stóðust 452 þessa kröfu, 129 höfðu engin eða ófullkomin gögn og 161 uppfylltu ekki reglur. í apríl 1998 var ákveðið að eyða óviss- unni um þessi 129 skip og sett var í reglugerð ákvæði um að stöðugleiki íslenskra fískiskipa ætti að vera þekktur þótt skipin væru byggð fyrir setningu reglna um stöðugleika. Eigendum þessara skipa var sent bréf og um leið fór af stað mikil umræða um þessi mál í stofnuninni og almennt i þjóðfélaginu.“ Hverjar voru helstu niðurstöður? „Þegar þessi mál voru gerð upp sl. haust kom í ljós að 108 skip höfðu fengið stöðugleikagögn, 12 voru úrelt og 9 eru enn án gagna og haffæris og verða að öllum líkindum úrelt. Alþingi veitti styrk í þetta verkefni og hafa 43 af þessum 108 skipum fengið styrk til að útbúa stöðugleikagögn, sem er ríflega helmingur af þeim sem áttu rétt á styrk. Nú getum við sagt að stöðugleiki íslenskra þilfarfiskiskipa sé þekktur í það minnsta var hann þekktur er hallapróf- unin var gerð. En eins og allt annað er þetta breyting- um undirorpið og alltaf er verið að breyta skipunum og flestar breytingar hafa áhrif á stöðugleikann.Við eigum hins vegar ekki jafn góðar upplýsingar um aðrar tegundir þilfarsskipa og opnu bátamir eru kafli út af fyrir sig en þeir nýju eru a.m.k. tegundaprófaðir." Hvað er framundan? „Um áramót taka nýjar reglur gildi fyrir skip 24 m eða lengri. Þá verða skipin framvegis halla- prófuð á 10 ára fresti og stöðugleikagögn stöðluð. Þetta er til bóta að mínu mati. Aðalatriðið er þó að aldrei sé slakað á kröfum um öryggi og að menn hætti að lesa öryggisreglur eins og andskotinn les Biblíuna! Það er eins og sumir séu alltaf að reyna að finna smugur til að spara útgjöld. Útgerðarmenn og einkum skip- verjar eiga að fara yfir allt skipið og vinnuferlin um borð og kortleggja hættusvæði og finna aðferðir til að minnka áhættuna. Ef skipverjar telja að öryggismálum sé að einhverju leyti ábótavant þá eiga þeir að taka sjálfir frumkvæðið í úrlausnum í stað þess að bíða eftir því að fyrirskipun komi að ofan. Að lokum tel ég að upplýsingar um ástand skipa, stöðugleika, athugasemdir skipaskoðunarmanna og réttindamál áhafna eigi að vera mun aðgengilegri en nú er. Vegna eigin öryggis eiga sjómenn rétt á þessum upplýsingum á sama hátt og margir taka nú ákvörðun um sjósókn á grundvelli upplýsinga um veður og sjólag á Netinu.“ Stuttar fréttir Mikill áhugi á sögu vitamála Nýlega var auglýst eftir söguritara vegna skráningar á sögu vitamála. Mikill áhugi reyndist á verkinu og fjölmargar um- sóknir bárust. Niðurstaða ritnefndar var að ráða Kristján Sveinsson, sagnfræðing, og Guðmund L. Hafsteinsson, arkitekt, til að annast skráningu á sögu vitamála frá 1878 til 2003 - en þann 1. desember 2003 eiga vitarnir 125 ára afmæli. Kristján Sveinsson hefur m.a. ritað Sögu Njarð- víkur. Guðmundur L. Hafsteinsson hefur ritað talsvert um byggingarsögu og unnið m.a. fyrir Húsafriðunarnefnd og Þjóð- minjasafnið. Rcgiur um GMDSS-búnað senn í gildi Þann 1. febrúar 2000 tekur reglugerð um svokallaðan GMDSS búnað gildi og því ekki seinna vænna fyrir skipstjórnar- rnenn að ljúka GMDSS-námskeiðum og fýrir útgerðarmenn að panta búnaðinn og koma honum um borð. I nýlegu frétta- bréfi LIÚ, Útveginum, kemur fram að áætlað er að um 200 skip eigi eftir að koma upp búnaði og jafnmargir skip- stjórnarmenn eigi eftir að fara á námskeið. Færeyskt skipacftirlit Færeyingar eru að undirbúa stofnun skipaskoðunar sem hingað til hefur verið í höndum Dana. Færeyska systurstofnun- in, Sjóvinnufyrisitingin, hefur leitað eftir samvinnu við Siglingastofnun við undir- búninginn. I því skyni ætlar nefnd á vegum færeyskra stjórnvalda ásamt forstöðumanni Sjóvinnufyrisitingarinnar að koma í heimsókn til Íslands í janúar 2000. Nýr starfsmaöur á ísafirði Þann 1. desember hóf nýr starfsmaður störf á umdæmisskrifstofu skoðunarsviðs á ísafirði. Hann heitir Guðmundur Óli Lyngmó og er vélfræðingur að mennt. Galilco vcrður að vcrulcika Evrópusambandið hefur tekið ákvörðun um að koma upp eigin gervihnattastað- setningarkerfi í samkeppni við hið banda- ríska GPS. Áætlað er að koma kerfinu í gagnið árið 2008. Fjallað var ítarlega urn Galileo í 2. tbl. 1999 af Til sjávar. 3

x

Til sjávar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.