Til sjávar - 01.12.1999, Page 4

Til sjávar - 01.12.1999, Page 4
www.sigling.is Stuttar fréttir Skýrsla um hafnaframkvæmdir Samgönguráðuneytið hefur sent Alþingi skýrslu um hafnaframkvæmdir fyrir árið 1998 og verður hún brátt lögð formlega fram af ráðherra. í skýrslunni er að fmna yfirlit um allar framkvæmdir í höfnum og við sjóvamargarða auk sérstaks kafla um rannsóknir og þróun hjá Siglingastofnun. Samstarf um landmælingar Um nokkurt skeið hefur verið starfandi samvinnunefnd um landmælingar. í nefndinni sitja fulltrúar frá Landssíma íslands, Landmælingum, Vegagerðinni, Siglingastofnun, umhverfísráðuneytinu og Flugmálastjórn. Formleg samvinna er komin á milli Siglingastofnunar og Landmælinga um kvörðun á síritum fyrir sjávarborðsmælingar og tengingu þeirra við landshæðarkerfið. Viðbótarúthlutun Hafnabótasjóðs Úthlutanir Hafnabótasjóðs fyrir árið 1999 umfram það sem áður hefur komið fram eru eftirfarandi (Ijárhæðir eru í þúsund- um króna). Bráðabirgðalán: Grímseyjarhreppur 6.200 Sandgerði 6.600 Hafnasamlag Eyjafjarðar 31.500 Styrkheimild: Grímseyjarhreppur 1.250 Vopnaíjörður 5.100 Sandgerði 8.150 Raufarhöfn 3.450 Lánveitingaheimild: ísafjörður 9.450 Tjónastyrkur: Þórshöfn 7.650 Nýjungar á heimasíðu - vita- og hafnakort v: iðskiptavinir Siglinga- fylgjast reglulega með heimasíðu Siglingastofn- unar, www.sigling.is. Þar eru allar helstu nýjungar kynntar og hægt að nálgast mikið af gögnum sem geta komið sér vel. Að undanförnu hefur verið talsvert um nýjungar og aukið efni. Um þessar mundir er unnið að því að setja á síðuna vita- og hafnakort. Grunn- upplýsingar um hvem vita og hverja höfn verður hægt að finna með því smella á viðeigandi punkt á síðunni. Þegar til lengri tíma er litið verður hægt að skoða ljósmyndir af öllum vitum og höfnum auk mikilvægra tæknilegra upplýsinga um hafnir og innsiglingar. Ennfremur er gert ráð fyrir að hægt verði að sækja teikningar af höfnum á þessum sama stað. Umburðarbréf Siglingastofnunar, eða starfsreglur skipaskoðunarmanna, eru nú aðgengileg á vefnum. Um er að ræða leiðbeingar, túlkun á reglum og aðrar upplýsingar sem skoðunarmenn þurfa á að halda umfram lög og reglur. Til að auðvelda mönnum leit að efni hefur verið sett upp vefyfirlit þar sem með hægt að sjá hvar tiltekið efni er staðsett á heimasíðunni. Nú er hægt að sækja útgáfu af fréttabréfinu á Netinu á svokölluðu pdf formi (Acrobat) um leið og það kemur út á prenti. Mikilvæg skjöl, svo sem drög að reglugerðum, frumvörp að lögum og annað efni er að frnna á www.sigling.is. Hér hefur aðeins verið stiklað á því helstu nýjungum á heimasiðu stofnunar- innar. Eins og ávallt eru allar ábendingar vel þegnar um það sem betur má fara. Sömuleiðis er vakin athygli á því að hægt er að beina fyrirspurnum til einstakra starfsmanna með því að senda tölvupóst en netföng allra starfsmanna eru birt á vefsetrinu. Ljósmyndari: Kristján Maack 4

x

Til sjávar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.