Til sjávar - 01.12.1999, Page 5

Til sjávar - 01.12.1999, Page 5
Veður og sjólag írskur ráðherra kynnir sér upplýsingakerfið Dagana 14. - 16. nóv- ember sl. var írskur ráðherra, Michael Woods, sem fer með málefni hafsins og náttúruauðlinda, í opinberri heimsókn í boði Arna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra Undir ráðuneyti Michaels Woods falla einnig öryggismál sjómanna. Auk funda um sjávarútvegsmál átti ráðherrann fund með Sturlu Böðvarssyni samgöngu- ráðherra m.a. um öryggismál sjómanna. Woods kom til Siglingastofnunar íslands og varði hér drjúgum tima í að kynna sér starfsemi stofnunarinnar og þá sérstak- lega upplýsingakerfið um veður og sjólag. írar hafa nú þegar hafið undir- búning að starfrækslu slíks kerfis og vilja því leita í smiðju Siglingastofnunar. Við lok heimsóknarinnar undirrituðu ráðherrarnir þrír sameiginlega viljayfir- lýsingu um fyrirhugað samstarf ráðuneyta sinna og undirstofnana. Ætlunin er að gera samstarfssamning um víðtækt samstarf á sviði sjávarútvegsmála og um öryggismál sjómanna, þ.á m. um upplýs- ingakerfið og tilkynningaskyldukerfi skipa. Ráðstefna í Lundúnum A ráðstefnu sem var haldin í Lundúnum ný- lega um rannsóknir á sjó- slysum vakti einn fyrir- lesarinn, Emil Aall Dahle, athygli á mikil- vægi forvama. Nauðsyn- legt væri fyrir sjómenn að eiga greiðan aðgang að upplýsingum. í þessu sambandi tiltók fyrir- lesarinn sérstaklega upp- lýsingakerfi Siglinga- stofnunar um veður og sjólag sem dæmi um mikilvægt öryggistæki fyrir sjómenn. Hann nefndi einnig að Norðmenn væru nú sjálfir byijaðir að setja út öldudufl og hygðust koma upp sambærilegu kerfi fyrir sjófarendur á norsku hafsvæði. Frá heimsókn Michaels Woods til Siglingastofnunar 15. nóvember sl. Dyrhólaey Nýtt deiliskipulag fyrir Dyrhólaey ann 30. nóvember sl. vom kynnt frumdrög a \ að deiliskipulagi fyrir * Dyrhólaey í Mýrdalshreppi á fundi með Hreppsnefnd Mýrdalshrepps og Skipulags- og byggingarnefnd Mýrdalshrepps ásamt fulltrúum frá Siglingastofnun, Náttúravemd ríkisins og Vegagerðinni. í drögunum er gert ráð fyrir tals- verðum endurbótum þannig að hægt sé að taka á móti þeim gríðarlega fjölda ferðamanna sem leggur leið sína þangað á hvetju ári. Meðal annars er gert ráð fyrir afmörkuðum og merktum göngustígum, útsýnispalli, nýjum bílastæðum og gömlum útihúsum á að breyta i gesta- stofu. Fundurinn samþykkti að nýja deiliskipulagið færi í hefðbundna kynningu. Siglingastofnun kemur að málinu þar sem hún ræður yfir talsverðum hluta þess lands sem fjallað er um. Hér til hliðar er að finna kort af svæðinu í kringum Dyrhólaeyjavita. Drög að nýju deiliskipulagi - Landslag ehf. 5

x

Til sjávar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.