Til sjávar - 01.12.1999, Page 6

Til sjávar - 01.12.1999, Page 6
frh. af bls. 1 Mörg af ákvæðum framangreindra kafla hafa áður verið sett í íslenskar reglur. Það á m.a. við um kröfur til vatnsþéttrar niðurhólfunar, stöðugleika og íjarskipta- búnað. I ljósi þess að heildstæðar reglur um öryggi fiskiskipa er þegar að finna í Torremolinos-bókuninni þótti heppi- legast að hafa öll ákvæði bókunarinnar í einni heildstæðri reglugerð fremur en að hafa þau í mörgum reglugerðum. Nokkuð er um nýmæli í umræddri reglugerð og er fjallað um þau helstu hér á eftir. Skipsbúnaöur Nú verður heimilt að setja um borð í fiskiskip þann búnað sem viðurkenndur hefur verið í einhverju EES-landi á grundvelli tilskipunar ESB nr. 96/98 um skipsbúnað. Hingað til hefur slíkt verið háð því að búnaðurinn hafi verið viðurkenndur á Islandi. Búnaður, sem er krafist á grundvelli íslensks sérákvæðis, þarf þó að vera viðurkenndur hérlendis. Þetta á t.d. við um losunar- og sjósetn- ingarbúnað uppblásanlegra björgunar- fleka (gúmmíbjörgunarbáta). Skoöanir og útgáfa skírteina I. kafli Qallar um ýmis almenn ákvæði, þ.á m. um skoðanir og útgáfu skírteina. Meðal helstu nýmæla er að tekinn verður upp fjögurra ára skoðunarhringur. Þetta þýðir að reglubundnar aðalskoðanir fara fram á fjögurra ára fresti og sérstakt öryggisskírteini er gefíð út til sama tíma. Á þessu tímabili verður fjarskiptabúnaður skoðaður árlega. Annar búnaður fellur undir svokallaðar milliskoðanir en þær eru gerðar á miðju tímabilinu, þ.e. tveimur árum eftir reglubundna aðal- skoðun. Viögeröir, breytingar og endurbætur Eins og getið er um hér að framan gildir reglugerðin að mjög litlu leyti um gömul fiskiskip. Þó er rétt að geta þess að þegar viðgerðir, breytingar eða endurbætur eru gerðar á gömlum fiskiskipum þá gilda ákvæði reglugerðarinnar að svo miklu leyti sem það er framkvæmanlegt. Kröfur varöandi bol, vél- og rafbúnað Kröfúr varðandi bol, vél- og rafbúnað er að finna í II. og IV. kafla í I. viðauka við reglugerðina. Meðal nýmæla er krafa um að auk þess að uppfylla viðeigandi ákvæði reglugerðarinnar þá skuli ný fiskiskip einnig uppfylla ákvæði reglna einhvers viðurkennds flokkunarfélags. Hérlendis hafa sex flokkunarfélög hlotið viðurkenningu en það eru American Bureau of Shipping, Bureau Veritas, Det Norske Veritas, Germanischer Lloyd, Lloyd's Register of Shipping og Nippon Kaiji Kyokai. Kröfur um stöðugleika Kröfur um stöðugleika fiskiskipa er að frnna í III. kafla. Kröfúmar eru í öllum meginatriðum þær sömu í gildandi reglugerð um stöðugleika og öryggi fiskiskipa, nr. 553/1975. Meðal nýmæla nú er þó krafa um að skip skuli hallaprófuð eigi sjaldnar en á 10 ára fresti. Einnig má nefna kröfu um djúp- ristumerki. Vél- og rafbúnaður I IV. kafla er að fmna kröfur til vél- og rafbúnaðar. Hvað vélbúnaðinn varðar niun reglugerðin leysa af hólmi reglugerð frá árinu 1953 en eins og nærri má geta var endurnýjun hennar löngu orðin tímabær. í þessum kafla er einnig að finna ákvæði um tímabundið ómönnuð vélarúm. Eldvarnir I V. kafla í I. viðauka er að frnna kröfur um eldvarnir. Kaflinn skiptist í þrjá hluta, A-hluta með almennum ákvæðum, B-hluta með kröfum fyrir ný fiskiskip 60 m að lengd eða lengri og C-hluta með kröfum fyrir ný fískiskip sem eru milli 24 m og 60 m að lengd. I B-hluta eru svipaðar kröfur og þegar gilda fyrir flutningaskip samkvæmt alþjóðareglum. í C-hluta eru gerðar heldur minni kröfúr. V. kafli felur í sér nokkur nýmæli hvað íslenskar reglur varðar og ber þá helst að Ljósmyndari: Kristján Maack nefna kröfu um brunahólfún. Þetta hefúr m.a. í for með sér að allt efni, sem notað er í innréttingar fiskiskipa, þarf að uppfylla tilteknar kröfur um eldtraust- leika. Einnig er rétt að vekja athygli á að krafist er 2ja slökkvibúninga fyrir ný fiskiskip sem eru 24 m að lengd eða lengri. Björgunarför Heimilt verður að velja á milli harðra eða uppblásanlegra björgunarfleka. Uppblás- anlegir björgunarflekar, sem er nýyrði í íslenskum reglum, hafa um nokkurt skeið verið kallaðir gúmmíbjörgunarbátar. Neyðarráðstafanir o.fl. Þau ákvæði sem hafa sennilega mestu breytingar í för með sér við gildistöku reglugerðarinnar er að frnna í VIII. kafla en hann fjallar um neyðarráðstafanir, samansöfnun og æfingar. í kaflanum, sem gildir fyrir bæði ný og gömul fiskiskip sem eru 24 m að lengd eða lengri, er m.a. krafist að báta- og brunaæfmgar séu haldnar eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði. Fjarskiptabúnaður Kröfúr til fjarskiptabúnaðar er að fmna í IX. Kafla. Krafist er að öll fiskiskip, sem eru 24 m að lengd eða lengri, séu búin GMDSS-búnaði og eru kröfurnar í meginatriðum þær sömu og gerðar voru í reglugerð um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa, nr. 295/1994. Útsýni frá stjórnpalli Meðal nýmæla í reglugerðinni er krafa um lágmarksútsýni frá stjórnpalli fiskiskipa sem eru 45 m að lengd eða lengri. Þetta er sams konar krafa og gerð er til flutningaskipa. 6

x

Til sjávar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.