Til sjávar - 01.12.1999, Page 7

Til sjávar - 01.12.1999, Page 7
Aiþjóðamá! Islensk fiskiskip í alþjóðlegu umhverfi Ljósmyndari: Kristján Maack Hin nýja reglugerð um öryggi fiskiskipa sem á að koma til framkvænda hérlendis um næstu áramót er sett á grundvelli tilskipunar ESB nr. 97/70/EB um að koma á samræmdum reglum um öryggi fiskiskipa sem eru 24 m að lengd eða meira. Sú tilskipun byggist á Torremolinos-alþjóðasamþykkt- inni (TA) um öryggi fiskiskipa, 1977, ásamt breytingum sem gerðar voru á henni með Torremolinos-bókuninni (TB) frá 1993. Torremolinos-alþjóðasamþykktin Þáttur íslands í gerð TA á sínum tíma og síðar TB er umtalsverður. Frumdrögin að TA voru unnin af Alþjóðasiglingamála- stofnuninni IMO af sérstakri nefnd sem íjallaði um öryggi fiskiskipa. Nefnd þessi starfaði á vegum stofnunarinnar í 13 ár samfellt og var Hjálmar R. Bárðarson, þáverandi sigingamálastjóri, formaður þessarar sérstöku nefhdar allt frá upphafi, árið 1964, endurkosinn árlega. Þessi sérstaka nefnd hafði áður gengið frá ýmsum ályktunum og reglum um fiskiskip sem staðfestar voru af allsherjarþingi IMO og eru nú þegar notaðar sem grundvöllur reglna fjölda ríkja. Gengið var frá alþjóðasamþykkt- inni á ráðstefnu í borginni Torremolinos á Spáni 2. apríl 1977 og er samþykktin því kennd við þá borg. Torremolinos-bókunin Þegar rúmlega 10 ár voru liðin frá gerð TA var ljóst að hún myndi ekki öðlast gildi, aðallega vegna þess að ýmis ákvæði hennar voru of ströng til að sum ríki með stóran fiskveiðiflota gætu fúllgilt hana. Á allsherjarþingi IMO árið 1989 var samþykkt sameiginleg tillaga Norður- landanna, sem Island átti frumkvæðið að, þess efnis að hafíst skyldi handa um gerð bókunar við TA með það að markmiði að hún gæti öðlast fljótt gildi. í framhaldinu var stofnaður sérstakur vinnuhópur á vettvangi IMO sem vann að gerð texta bókunarinnar. Það er gaman að geta þess að síðasti fundur vinnuhópsins var haldinn í Reykjavík, í boði íslenskra stjórnvalda, 1.-5. júní 1992. Á þeim fundi var gengið frá lokadrögum að texta TB. Á vordögum 1993 var efnt til nýrrar ráðstefnu í Torremolinos, þ.e á sama stað og fyrri ráðstefnan var haldin 1977. Þann 2. apríl 1993, nákvæmlega 16 árum eftir fyrri ráðstefhuna, var TB samþykkt. Gildissvið Alþjóðasamþykktin ásamt tilheyrandi bókun er sú fyrsta sem fjallar sérstaklega um öryggi fiskiskipa. Hún fjallar um kröfur varðandi hönnun, smíði og búnað nýrra þilfarsfiskiskipa sem eru 24 m að lengd eða lengri. Með TB var gerð sú meginbreyting að gildissvið fjögurra kafla (af 10) er þrengt þannig að það miðast nú við fiskiskip sem eru 45 m að lengd eða lengri. Þetta er mesta tilslökunin á ákvæðum samþykkt- arinnar sem gerð var með bókuninni. Tilgangurinn var að koma til móts við sjónarmið stórra fiskiveiðiþjóða, einkum í Suðaustur-Asíu, sem töldu sig ekki geta fullgilt samþykktina án þess að þessar tilslakanir yrðu gerðar. í þeim tilgangi að skilja ekki eftir í lausu lofti skip, sem eru á milli 24 og 45 m að lengd, hvað varðar efni umræddra fjögurra kafla, var sett inn í bókunina ákvæði þess efnis að ríki skyldu gera með sér svæðisbundna samninga með sérkröfum sem taka til þessara skipa. Fulltrúi framkvæmda- stjómar ESB lýsti því yfir á ráðstefnunni í Torremolinos að framkvæmdastjórnin ætlaði að hafa fmmkvæðið að því slíkar sérkröfur yrðu útbúnar fyrir svæði sem tilheyrðu ríkjum Evrópusambandsins. Tilskipun Evrópusambandsins Vinna á vegum framkvæmdastjórnar ESB, í þeim tilgangi að uppfylla framangreint ákvæði TB um svæðis- bundnar sérkröfur og að koma á samræmdri löggjöf innan sambandsins um öryggi fiskiskipa, hófst á árinu 1994. EES-samningurinn hafði öðlast gildi 1. janúar sama ár og var Islandi sem og hinum EFTA-ríkjunum boðið að taka þátt í undirbúningsvinnunni til jafns við aðildarríki ESB. Tilskipun 97/70/EB um að koma á samræmdum reglum um öryggi fiskiskipa sem eru 24 m að lengd eða meira, en það er opinbert heiti tilskipunarinnar, gildir alls staðar á EES- svæðinu, þ.á m. á íslandi. Tilskipunin kom til framkvæmda innan ESB um síðustu áramót en af ýmsum ástæðum, sem ekki verða raktar hér, öðlast hún ekki gildi á íslandi og i Noregi fyrr en um næstu áramót. Hafnarríkiseftirlit Með gildistöku tilskipunarinnar falla íslensk fiskiskip undir ákvæði um hafnarríkiseftirlit gagnvart þeim atriðum frh. á bls. 15 7

x

Til sjávar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.