Til sjávar - 01.12.1999, Blaðsíða 8

Til sjávar - 01.12.1999, Blaðsíða 8
Vitavarsla Kannski upp á vilja menn halda eitt sýnishorn - segir Óskar Sigurösson í Stórhöfða í viðtali Þegar talið berst að vitavörðum og vitavörslu á síðustu árum kemur eitt nafn aftur og aftur upp í umrœðunni: Óskar Jakob Sigurðsson í Stórhöfða. r skar er nú gjaman nefndur eini „hefðbundni" vitavörðurinn eða „síðasti vitavörðurinn", hvort sem það reynist rétt eða ekki. Sonur Oskars, Pálmi Freyr, gegnir starfi aðstoðarvitavarðar. Óskar og Pálmi Freyr voru á ferðinni í Kópavoginum í október í síðbúnu sumar- fríi en engu að síður voru þeir hingað komnir til að ræða fyrirhugað viðhald á Stórhöfðavita á næsta ári. Til sjávar greip tækifærið og fékk þá feðga í stutt spjall. Á meðan Óskar og Pálmi eru fjarverandi leysir Ólafur Þ. Jónsson, fyrrverandi vitavörður á Homi, þá af. Vitinn er því í góðum höndum. „Eg vil ekki taka frí yfir sumar- mánuðina, þá vil ég vera í Stórhöfða þegar veðrið er best. Reyndar var veðrið afleitt í sumar, eitt það versta sem ég man eftir.“ Óskari er gjaman tíðrætt um veðrið enda búinn að vera áhugamaður um veður frá níu ára aldri. Þá hóf hann að skrá hjá sér veðurlýsingar sem hann hefur í raun gert allar götur síðan. Vitavarðarstaða í þriðja ættlið Óskar er fæddur í Stórhöfða í Vest- mannaeyjum 19. nóvember 1937. Á þeim tíma gegndi faðir hans, Sigurður Valdimar Jónatansson, stöðu vitavarðar. Og ekki nóg með það heldur var afi Óskars, Jónatan Jónsson, vitavörður þar á undan eða frá 1910 til 1935. Sama fjölskyldan hefur því gegnt vitavarðar- starfinu í Stórhöfða frá 1910 til dagsins í dag. Þess má svo geta að bróðir Jónatans, var Eldeyjar-Hjalti, sem varð frægur fyrir það að klífa hina snarbröttu Eldey. Stórhöfðaviti var byggður 1906 og fyrsti vitavörðurinn var Guðmundur Ögmundsson, 1906-1910. Þegar afi Óskars tók við stöðunni olli það nokkm fjaðrafoki meðal Vestmannaeyinga þar sem Qölskyldan kom úr Mýrdalnum og á þeim tíma var það ekki vel séð að aðkomu- maður fengi slíka stöðu. Mesta Ijóshæð yfir sjó Ágæt saga er til af föður Óskars. Sigurður þótti mjög samvisku- samur og vildi helst ekki yfirgefa Stórhöfða fyrir nokkurn mun. Auk þess var lengi vel ekki akfær vegur frá vitanum inn í Vest- mannaeyjabæ. í eitt skipti brá Sigurður sér bæjarleið og hafði hann miklar áhyggjur af vitanum á meðan. Á heim- leiðinni gætti hann að sjálfsögðu vel að vitaljósinu og viti menn! - það hafði slokknað á vitanum aldrei þessu vant. Atvikið var síst til að örva Sigurð til bæjarferða. Stórhöfði er í um 6 km ljarlægð frá Vestmannaeyjabæ og þar er syðsta byggða ból á íslandi. Árið 1906 var viti byggður. Þrátt fyrir að vitabyggingin sé ekki háreist er enginn viti með meiri ljóshæð yfir sjó eða 125 metrar. Næst kemur Dyrhólaeyjarviti með 118 metra yfir sjó. Vitinn, sem er sambyggður vitavarðarhúsinu, er upprunalegur og hefúr mátt þola mikla áraun í áranna rás. Stórhöfðaviti er víst eini vitinn á landinu þar sem slegið hefur niður eldingu en það gerðist 1921. Að sögn Óskars ber vitinn þess enn merki. Aldrei veitt fisk Óskar tók við stöðu vitavarðar 1965 og hefur því verið starfandi vitavörður í 34 ár. Áður starfaði hann um skeið í fisk- vinnslu. En við sjómennsku hefur hann aldrei starfað. „Ég hef aldrei veitt fisk hvorki úti á sjó né í vatni.“ Óskar gerir ráð fyrir að gegna vitavarðarstarfmu fram á árið 2007 eða þar til hann er kominn „á aldur“. Þrátt fyrir að vitavarðarstöður hafi verið lagðar niður um allt land er ekki ráðgert í næstu framtíð að leggja af vitavarðarstarfið í Stórhöfða. „Kannski vilja þeir halda í eitt sýnishom af vitaverði. Þessi störf eru að leggjast af um allan heim. Hver veit nema vitavarðarstaðan í Stórhöfða verði sú síðasta i veröldinni þegar fram í sækir?" Ef það rætist að Óskar haldi áffam að gegna starfinu til sjötugs þá verða 97 ár liðin frá því að fjölskyldan tók fyrst við vitavörslu í Stórhöfða, þar af 42 ár í höndum Óskars. „Vitinn verður 100 ára 2006 og vonandi gegni ég starfinu þá. Það væri líka gaman ef vitavarðarstaðan næði að vera í fjölskyldunni í 100 ár eða fram til 2010.“ Samtaka feðgar Vitavarslan er í raun aðeins lítill hluti starfsins í dag. Búnaðurinn er sjálfvirkur, þarf sjaldan að skipta um perur en þó þarf að hugsa vel um linsuna og ljóshúsið, t.d. á vetrum að hreinsa snjó af rúðum. „Þeir hafa ekki fundið búnað til þess hingað til“, skýtur Pálmi inn i. Meginhluti starfsins er veðurathugun. Veðurstöð hefur verið í Vestmannaeyjum frá 1877 en á núverandi stað frá 1921. Á þriggja klukkustunda fresti þarf að taka veður og skiptast þeir feðgar á um það verk. Það er klár verkaskipting á milli þeirra. Nóttinni skipta þeir á milli sín. Óskar tekur veðrið klukkan 3 og Pálmi Freyr klukkan 6. Síðan er Óskar á vakt fyrri hluta dagsins en Pálmi, sem kýs að taka daginn ekki of snemma, er á vakt síðdegis og á kvöldin. „í þessu starfi er mikilvægt að eiga auðvelt með að sofa. Og sem betur fer á það við um mig“, segir Óskar. Ekki er annað að heyra en 8

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.