Til sjávar - 01.12.1999, Qupperneq 9

Til sjávar - 01.12.1999, Qupperneq 9
I I Þann 17. júní 1997 sæmdi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti (slands, Óskar Jakob Sigurðsson Ljósmyndari: Gunnar G. Vigfússon sama gildi um Pálma. Eitthvað virðist vera erfiðara fyrir hann að vakna því Óskar segir að það komi stundum fyrir að veðurtaka kl. 6 á morgnana sé seint á ferðinni! Að sögn Óskars getur skipt verulegu máli hvernig veðrið er tekið. „Veðrið“ getur hreinlega breyst við það að skipt er um einstakling í starfinu. Þeir feðgar segjast þó hafa fengið gott orð fyrir nákvæmni og samkvæmni í mælingum. Auk þess að sinna veðurathugunum hafa þeir umsjón með mælum og rannsóknartækjum í tengslum við mengunar- og jarðskjálftarannsóknir Veðurstofunnar. Síðasti geirfuglinn? Hvað heldur Óskar um framtíð vitavarðarstarfsins og notkun vitanna? „Eg er alveg viss um að mikilvægi þeirra hefur minnkað með tilkomu annars búnaðar og að sjómenn nota þá minna en áður. Eg býst við því að staðan hér í Stórhöfða verði eitthvað áfram, ætli þeir vilji ekki halda upp á eitt sýnishom, hafa einn „geirfugl". Það er svo spuming hvort að Pálmi Freyr taki við ef hann hefur þá áhuga á því, sem ég gæti nú trúað að hann hefði." Pálmi gefur lítið út á það hvort hann taki við af fóður sínum. Framtíðin sé óráðin. Pálmi er fæddur 1974 og hefur verið formlega í starfi sem aðstoðar- vitavörður frá 1990. En auðvitað hafði hann aðstoðað pabba sinn fyrir þann tíma og alltaf fylgst með. I dag er vitinn rafvæddur eins og flestir aðrir vitar hér við land en rafvæðingin tók sinn tíma. „Það tók um 40 ár að rafvæða vitann. Fyrst voru gerðar tilraunir með rafvæðingu á stríðsárunum en þær gengu ekki sem skyldi. Það var svo ekki fyrr en árið 1979 að vitinn komst loks í samband við rafmagn eftir að kaplamir höfðu legið um langt skeið nokkrum metmm frá vitanum en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum dróst að klára gröftinn og koma tengingu á.“ Stríðsárin bestu ár lífs míns Það er margs að minnast frá liðlega 60 ára dvöl í Stórhöfða. í huga fólks er Stórhöfði ekki ákjósanlegasti staður að búa á enda vindstyrkur oftar en ekki mestur þar af öllum veðurathugun- arstöðvum. Eins og áður segir hefur Óskar fylgst með veðri og skráð hjá sér veðurlýsingar frá 9 ára aldri. Eitt sumarið sker sig alveg úr þegar talið berst að besta riddarakrossi fyrir störf í þágu fuglarannsókna. veðrinu, það var árið 1958. Verst var hins vegar veðrið án vafa 1955. Önnur sumur sem hægt er að minnast fyrir slæmt veður hefúr Óskar á hraðbergi. „Árið í ár, 1999, er eitt þeirra en önnur vora 1947, 1959, 1969, 1983 og 1984.“ Hver hafa verið eftirminnilegustu árin i Stórhöfða? „Bestu ár lífs míns voru á stríðsárunum. Það var mikið ævintýri þegar bandaríski herinn var á eynni. Þeir voru meðal annars með margra bragga herstöð í túnunum við Stórhöfðavita. Við krakkarnir nutum góðs af því. Við feng- um að sjá bíómyndir, fengum sælgæti og ég lærði ensku reiprennandi 5 ára gamall svo eftir var tekið. Því miður hef ég glatað því niður og í dag get ég varla haldið uppi stuttum samræðum á ensku.“ Þá berst talið að skólagöngu en hún var slitrótt hjá Óskari. Hann þurfti auðvitað að sækja skóla í bæinn en reyndi alltaf að koma um helgar í Stórhöfða. „Það féllu ekki margar helgar úr og það mátti vera mikið af veðri ef maður lét sig ekki hafa það að labba þessa 6 km. Skólagangan var ekki löng og ég hefði gjaman viljað hafa stundað lengri og betri skólagöngu. Það er nokkuð sem mér fmnst mikil effirsjá í.“ 100 fugiar á 100 mínútum! Þó Óskar sé í dag að verða þekktur fyrir að vera „síðasti" vitavörðurinn þá má segja að fleiri þekki hann af fugla- merkingum sínum og státar hann af heimsmeti í þeirri iðju! En hvernig byrjaði þetta? „Það var árið 1953 sem áhuginn vaknaði, þá 15 ára gamall. Ég er ekki mikill fuglaskoðari í venjulegum skilningi þess orðs. Ég er t.d. ekki mjög glöggur á tegundir fugla. Það held ég að haldist í hendur við að ég er ekki mannglöggur. Dr. Finnur Guðmundsson fréttir fljótlega af þessum áhuga mínum á fuglamerkingum og í framhaldinu fór ég að fá send merki frá Náttúrafræðistofnun. Allar götur frá 1953 hef ég stundað þessa iðju og merkt að jafnaði um 1500 fugla á ári, mest fýl og lunda.“ Heildarfjöldi fugla sem Óskar hefúr merkt er 72.000 og er um heimsmet að ræða. Óskar er með skjal upp á það frá Heimsmetabók Guinness. Persónulegt met Óskars í fuglamerkingum er þegar hann fangaði og merkti einn síns liðs samtals 100 fúgla á 100 mínútum og hins vegar 350 á einum degi! í tengslum við merkingar hefur Óskar komist að ýmsu um hegðan og atferli fuglanna. í ár veiddist t.d. lundi sem Óskar merkti 1963 en þá var fuglinn a.m.k. tveggja ára gamall. Lundinn var því a.m.k. 38 ára þegar hann veiddist og það þykir óvenjuhár aldur. Það sem átti í upphafi að vera stutt spjall við Óskar hefur orðið að talsvert löngu viðtali og aðeins fátt eitt reifað úr ævi og starfi Óskars. Það má þakka viðvera sonar hans, Pálma Freys, að ýmis afrek og skemmtileg atvik komu upp á yfirborðið í þessu viðtali enda er Óskar ekkert að flíka sínum afrekum. Að endingu lét ég hann vita af því að hann mætti búast við því að bankað yrði upp á hjá honum þegar vinna við ritun sögu vitamála frá 1878-2003 hæfist. „Þeir geta þá væntanlega lesið þetta viðtal í fréttabréfmu", sagði Óskar og brosti en auðsjáanlega reiðubúinn að hjálpa til þegar þar að kemur. 9

x

Til sjávar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.