Til sjávar - 01.12.1999, Qupperneq 10

Til sjávar - 01.12.1999, Qupperneq 10
Ársfundur Hafnasambandsins r L. Nýskipan hafnamála til skoðunar A30. ársfundi Hafna- sambands sveitar- félaga þann 1. október sl. var kynnt sameiginleg skýrsla tveggja nefnda um framtíð- arskipan hafnamála. Hörður Blöndal, hafnarstjóri og formaður nefndar um framtíðarskipan hafnamála, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri og formaður nefndar um gjaldskrármál hafna, og Sigurbergur Björnsson, for- stöðumaður, nefndarmaður og ritari, kynntu niðurstöður skýrslunnar. I máli Harðar Blöndal kom fram að það versta í stöðunni væri að gera ekki neitt, það myndi þýða gjaldþrot hafnar- sjóða. Búa þarf hafnirnar undir innbyrðis samkeppni. Tekjur hafna verði að aukast og því verður að auka gjaldtöku af útgerðinni. Flestir hafnarsjóðir eru reknir með tapi, þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta og fjármagnsgjalda. Hafnirnar eru í samkeppni við aðra samgöngumáta og þá sérstaklega vega- kerfið. Því væri ein tillaga nefndanna, að sérstakt vörugjald sem lagt væri eingöngu á alla vöruflutninga á sjó, yrði fellt niður, en það myndi bæta samkeppnishæfni sjóflutninga um tæpar 200 milljónir á ári. Frjáls gjaldskrá Jóhann Guðmundsson reifaði gagnrýni á gjaldskrármál hafna en Samtök iðn- aðarins hafa harðlega gagnrýnt sam- ræmda gjaldskrá hafna. Gjaldskráin mismuni atvinnugreinum og kemur í veg fyrir samkeppni. Gagnrýnt hefur verið að gjaldskrá hafna uppfylli ekkir kröfur til þjónustugjalda, hún sé ekki kostnaðar- tengd. Einnig hafa gjaldskrármál hafna verið gagnrýnd innanfrá, frá höfnunum sjálfum. Hugmyndir nefndarinnar felast m.a. í eftirtöldu: • Gjaldskrá verði fijáls eftir 3ja ára aðlögunartíma • Undanþáguákvæði afnumin með öllu • Gerð verði viðmiðunargjaldskrá á aðlögunartímabilinu, sem leyfir ekki meiri frávik en 20% til hækkunar eða lækkunar. Tvær hugsanlegar útfærslur eru nefndar til að hækka gjaldskrá um sam- svarandi fjárhæð og ríkið hættir að leggja til hafna. Fyrri útfærslan gerir ráð fyrir að skipagjöld hækki um 30% og aflagjaldið hækki úr 1% í 1,55% en sérstaka vörugjaidið renni til hafnanna sjálfra. í seinni útfærslunni er gert ráð fyrir að sérstakt vörugjald verði lagt niður, 30% hækkun skipagjalda og hækkun aflagjalds úr 1% í 2,2% en samtals þýði þetta tekjuauka upp á um 665 millj. kr. Að mati nefndanna er seinni útfærslan mun vænlegri til að nýtast fleiri höfnum úti um allt land. Algengt aflagjald á Norðurlöndunum þar sem lítið er um ríkisstyrki er 2,0 til 2,5% af verðmæti heildarafla. Mat nefndarinnar er að stærri hafn- imar þyrftu um 650 milljónir kr. í auknar tekjur til að geta staðið alveg undir sér sjálfar og að hafnir myndu ná að aðlaga gjaldskrár sínar og framkvæmdir á aðlög- unartímanum. 2 myndi ríkið styrkja gerð dýrra ytri mannvirkja en rekstrarform yrði það sama og í dag. í flokk 3 fæm tekjulitlar hafnir og hafnir sem hefðu litla burði til að fjármagna framkvæmdir að neinu marki. Markmið Nefndirnar lögðu til að stefnt verði að eftirtöldum markmiðum: • Abyrgð hafna á eigin fjárfestingum og rekstri verði skýrari og afdráttarlausari og dregið verði úr ríkisafskiptum af höfhum. • Að kostir samkeppni verði nýttir þar sem því verði við komið og þeir greiði fyrir sig sem þjónustunnar njóta. • Opna möguleika á öðrum rekstrarformum hafna til frekari þátttöku í atvinnulifmu. • Horft verði til umhverfisþátta við forgangs- röðun og gjaldtöku i samgöngukerfínu. Sigurbergur Björnsson gerði grein fyrir því hvers vegna ástæða væri til að flokka hafnir. í fyrsta lagi væru hafnir ólíkar að stærð og hefðu ólíka afkomu. Rekstrarumhverfi hafna er mismunandi, sumar eru í samkeppnisumhverfí en aðrar lúta frekar byggða- og atvinnusjónar- miðum. Hafnir búa einnig við ójafnar ytri aðstæður og áherslur eigenda væru misjafnar. I fyrsta flokk færu hafnir með afla- verðmæti yfir ma. kr. eða 0,5 m tonn af vörflutningum. Hafnir í 1. flokki nytu ekki ríkisstyrkja en gætu valið um rekstrarform, t.d. hlutafélagsform. Ef þær sýndu neikvæða afkomu eftir fjármagns- kostnað en fyrir afskriftir breyttist rekstrarform í að þær heyri beint undir sveitarstjóm sbr. hafnir í flokki 3. í flokki Ljósmyndari: Kristján Maaek • Hafnargerð verði styrkt af rikissjóði i fámennum byggðarlögum þar sem höfhin er forsenda byggðar og tekjur hafnarinnar hrökkva ekki fyrir kostnaði og tryggt, að auðlindir hafsins verði nýttar á sem hagkvæmastan hátt. • Komið verði upp samræmdri samgöngu- áætlun þar sem horft verði á samgöngumál svæða í heild, þ.e. vegi, hafnir, flugvelii o.fl. og litið verði á uppbyggingu þess í sam- hengi. Vegtengingar á milli nálægra hafna sem bæta nýtingu þeirra hafi forgang og að gjaldtaka einstakra samgöngumáta stuðli að hagkvæmustu nýtingu þeirra og samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Skýrsla nefndarinnar og fylgigögn eru á heimasíðu samgönguráðuneytisins, www.stjr.is/sam, og heimasíðu Siglinga- stofnunar, www.sigling.is. 10

x

Til sjávar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.