Til sjávar - 01.12.1999, Síða 12

Til sjávar - 01.12.1999, Síða 12
Alþingi Mörg þingmál bíða afgreiðslu r Ayfirstandandi Alþingi er áformað að flytja ýmis mál sem varða á beinan hátt starfsumhverfí Siglingastofnunar. Þegar þetta er ritað hafa tvö frumvörp verið formlega lögð fram, en það er frumvarp til laga um vitamál og um áhafnir flutningaskipa, farþegaskipa, farþegabáta og skemmti- báta. Fjallað er nánar um þau hér á eftir. * Lög um vitamál Tilgangur frumvarpsins er að breyta lagagrunni fyrir vitagjald sem ætlað er að standa straum af stofn- og rekstrar- kostnaði Siglingastofnunar á leiðsögu- kerfínu fyrir skip sem felst í Ijósvitum, siglingamerkjum á sjó og landi, DGPS- leiðréttingarkerfi, radarsvörum og upplýsingakerfi um veður og sjólag. Lagt er til að lagagrunnur verði styrktur á þann veg að hann uppfylli skilyrði skattlagn- ingarheimilda. Við þetta verður fjárhæð gjaldsins tilgreind í lögunum sjálfum. Innheimt vitagjald árið 1998 nam 72 millj. kr., þar af 13 millj. kr. af íslenskum skipum en 59 millj. af erlendum skipum. Sama ár nam stofnkostnaður og kostnaður við rekstur öryggiskerfis fyrir sjófarendur hjá Siglingastofnun íslands um 108,8 millj. kr. Astæða þess hve stór hluti af vitagjaldinu er greiddur af erlendum skipum er að nánast öll kaupskip sem koma til landsins í eigu íslenskra eða erlendra kaupskipaútgerða eru á erlendum skipaskrám. Vöruflutningaskip og skemmtiferðaskip eru nær undantekn- ingarlaust stærri en fiskiskip mælt í brúttótonnum og greiða því hærra vitagjald. Miðað er við að tekjur af vitagjaldi árið 2000 verði 90 millj. kr. en áætlaður rekstrarkostnaður Siglingastofnunar Islands á leiðsögukerfmu árið 1999 er 95 millj. Helstu breytingar sem frv. hefúr í för með sér eru að lagt er til að vitagjald verði 64,70 kr. á hvert brúttótonn skips en gjaldið er nú 60,70 kr. og er lagt til að gjaldið hækki um 6,5%, sem er verðlags- hækkun. Jafnframt er lagt til að vitagjald verði greitt af öllum skipum á skrá og lágmarksvitagjald verði 5.000 kr. Samkvæmt gildandi lögum er vitagjald greitt af skipum sem eru stærri en 10 brúttótonn. Við þessa breytingu munu 1.600 bátar sem áður voru undanþegnir gjaldinu greiða vitagjald. • Frumvarp til laga um áhafnir flutningaskipa, farþcgaskipa, farþegabáta og skcmmtibáta Frumvarp þetta er samið af sérstökum starfshópi skipuðum af samgönguráðherra 8. maí 1998 með fulltrúum frá samgöngu- ráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Sigl- ingastofnun Islands, Stýrimannaskólanum Gróttuviti í Reykjavík, Vélskóla íslands og Slysavamaskóla sjómanna. Hópnum var falið að undirbúa framkvæmd og gera tillögur um nauðsynlegar laga- og reglugerðarbreytingar vegna fullgildingar Islands á alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skirteini og vaktstöður sjómanna, svokallaðrar STCW-sam- þykktar sem er að stofni til frá 1978 en var breytt verulega árið 1995. Starfshópnum var jafnframt ætlað að gera tillögur um nauðsynlegar laga- breytingar vegna tilskipunar frá ESB um lágmarksþjálfun sjómanna frá 1974. Megintilgangur frumvarpsins er að tryggja að íslenskir sjómannaskólar, menntun íslenskra sjómanna og útgáfa atvinnuskírteina til þeirra uppfylli alþjóðlegar kröfur með því að aðlaga íslenska löggjöf að áðurgreindri alþjóðasamþykkt og tilskipun. Með því á að tryggja að menntun og atvinnuskírteini íslenskra sjómanna verði viðurkennd annars staðar en hér á landi. Almennt hefúr verið talið að menntun íslenskra sjómanna sé í samræmi við lágmarkskröfur samþykktarinnar enda hafa íslensk skírteini verið viðurkennd erlendis. Með frumvarpinu eru gerðar nauðsynlegar breytingar til samræmis við endurskoðuðu samþykktina. í henni er þess krafist að samningsaðilar sendi IMO gögn um framkvæmd hennar innanlands. Fyrrgreindur starfshópur vann og tók saman ítarleg gögn á ensku um framkvæmd menntunar og þjálfunar sjómanna á íslandi, námskrár sjó- mannaskólanna, gildandi atvinnu- Ljósmyndari: Kristján Maaok réttindalög og ýmsar reglugerðir því tengdar og voru þau gögn send til IMO í lok júlí 1998. Ofangreint frumvarp hefur einnig verið sent til IMO og þessi gögn eru nú til skoðunar hjá til kvöddum sérfræðingum tilnefndum af aðildar- ríkjum IMO. I framhaldi af því verður gefinn út svokallaður hvítlisti á næsta vori sem er skrá yfir þau ríki sem að mati IMO uppfylla ákvæði samþykktarinnar. Mjög mikilvægt er að ísland komist á þennan hvítlista til þess að menntun og skírteini íslenskra sjómanna verði áfram viðurkennd á alþjóðavettvangi. Ef ísland kæmist ekki á listann í fyrstu atrennu yrðu afleiðingamar m.a. þær að skírteini okkar manna kynnu að verða litin homauga og íslensk skip jafnvel stöðvuð við hafnaríkiseftirlit í erlendum höfnum. Frumvarpinu hefur verið vísað til samgöngunefndar að lokinni 1. umræðu á Alþingi. 12

x

Til sjávar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.