Neytendablaðið - 01.09.1967, Síða 2

Neytendablaðið - 01.09.1967, Síða 2
2 NEYTENDABLAÐIÐ Skrifið blaðinu Hingað til hafa menn ekki verið hvattir til að skrifa blaðinu, enda rými þess verið takmarkað og erfitt að sjá fyrir, hversu mörg tölublöð væri hægt að gefa út á ári hverju. Auk þess hafa af illri nauðsyn verið tekn- ar auglýsingar í blaðið fram til 1. tbl. 1966, en þá var því hætt fyrir fullt og allt. Að vísu voru þetta ekki auglýsingar í venjulegum skilningi, heldur aðeins vissar tegundir þeirra teknar, sem engin áhrif gátu haft á vörukaup almennt. Með því eykst að sjálfsögðu rúm blaðsins fyrir neytendamálefni til verulegra muna, þannig að með þeirri ráðstöfun má segja, að útgáf- an hafi aukizt a.m.k. að einum þriðja. Nú hafa allar aðstæður breytzt svo mjög til batnaðar, að fyrirsjáanlegt er, að hægt verður enn að auka útgáfuna með fjölgun tölu- blaða. Kemur það þegar fram með útsendingu tveggja blaða samtímis nú, og væntanlega verður hægt að senda hið þriðja fyrir áramót, en ör- uggt er, að útgáfa næsta árs verður meiri en nokkru sinni. Það er þó síður en svo, að útgáfa Neytendablaðsins hafi legið niðri, frá því er 1. tbl. 1967 (um sjálfvirk- ar þvottavélar og ábyrgðarmerkingu húsgagna) kom út. Vegna mikillar aukningar fjölda félagsmanna í sum- ar og haust hefur tvívegis orðið að endurprenta Neytendablaðið Nr. 3 1965, sem fjallar um Réttindi og skyldur kaupenda og seljenda, ábyrgð og ábyrgðarskírteini og neyt- endafræðslu í skólum. Efni þess er slíkt, að nauðsynlegt er fyrir hvern neytanda að kynna sér það sem rækilegast. Þess vegna hefur þótt rétt, að sérhver nýr félagsmaður fengi það. Hafi einhver félagsmaður glatað því blaði, en þarf á því að halda, þarf hann ekki annað en að senda skrifstofunni línu eða hringja, og honum verður send endurprentun um hæl. Eðlilegt er, að sumir séu famir að undrast það, að aðeins eitt tölu- blað hafi komið út á árinu, en með þessum tveim blöðum skilja þeir, að þeim hefur eklri verið gleymt. Vegna annarra verkefna, sem hafa haft þann tilgang að efla samtökin og treysta starfsgmndvöll þeirra til frambúðar, hefur útgáfa blaðsins orðið að bíða til síðasta hluta ársins. Með hinni auknu útgáfu er okkur óhætt að hvetja lesendur til að skrifa blaðinu, skýra því frá reynslu sinni, gera fyrirspurnir o.s.frv. Það er eins líklegt, að svörin gætu orðið öðrum til fróðleiks um leið, ef við höfum vit til að svara. Bréfin skulu send Neytendablaðinu, pósthólf 1096, Reykjavík.

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.