Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.1967, Qupperneq 5

Neytendablaðið - 01.09.1967, Qupperneq 5
NEYTENDABLAÐIÐ 5 og stjórnarvalda á gildi og nauðsyn þess, að hagsmunir þjóðfélagsþegn- anna sem neytenda séu sem bezt tryggðir, hefur farið mjög í vöxt hin síðari ár. Tilgangur allrar framleiðslu og lokatakmark er neyzla. Með ein- földum orðum má segja sem svo, að uppbygging okkar efnahagskerfis hljóti fyrst og fremst að eiga við það að miðast, að við skjótum ekki fram- hjá því marki. Ég mun nú hér á eftir sérstak- lega gera að umtalsefni samskipti seljenda og kaupenda vöru og þjón- ustu og þann þátt í starfi Neytenda- samtakanna, sem felst í því að veita neytendum leiðbeiningar og fyrir- greiðslu, ef þeir telja sig verða fyrir tjóni vegna kaupa á vörum og þjón- ustu. Þegar sama ár og samtökin voru stofnuð opnuðu þau skrifstofu með daglegum viðtalstímum til þess að verða neytendum að liði í þessum efnum. En satt bezt að segja, þá bjuggumst við ekki við því, að ástandið í þessum málum væri eins slæmt og raun hefur borið vitni. En því hafa Neytendasamtökin reynt eftir megni að aðstoða einstaklinga í slíkum málum, að hin óbeinu áhrif, sem meðferð margra þeirra mála hafa, geta orðið mikil og hafa sannanlega orðið það á margan hátt. Tilvera samtakanna ein og aðgangur að þessari þjónustu hefur einnig sín áhrif. Og þess ber sérstaklega að geta, þar sem það er grundvallarat- riði, og sú ákvörðun var tekin þegar í upphafi, að samtökin hafa aldrei tekið neitt sérstakt gjald af þeim, sem hafa leitað aðstoðar skrifstofu samtakanna til að ná rétti sínum eða viljað fræðast um það, hver réttur þeirra væri. Unnið er að lausn hundr- aða mála á ári hverju, og fyrirspum- ir hvers konar em óteljandi, oftast margir tugir dag hvern. Þeir vissu ekki betur. Það er sök sér, þótt neytendur al- mennt viti ekki, að til séu lög í land- inu, sem heita lög um lausaf járkaup og fjalla um rétt og skyldur kaup- enda og seljenda, en hitt er öllu al- varlegra, að þeir sem fengið hafa verzlunarréttindi, virðast yfirleitt ekki vita fremur en neytendur um tilvist, hvað þá efni, þessarra laga, sem þó hafa gilt í hálfan fimmta ára- tug — eða frá 19. júní 1922. Hundr- uð seljenda hafa fyrst fengið upplýs- ingar um tilveru þessarra laga — og þar með um skyldur sínar og rétt lögum samkvæmt — frá Neytenda- samtökunum. Og það hefur ósjaldan breytt afstöðu þeirra til muna. Þeir vissu ekki betur, en að þeir væm í fullum rétti, þegar þeir beittu órétti, en þessi fræðsla hefur áhrif á fram- tíðarviðskipti eða viðskiptaháttu. Og til að nefna raunhæf dæmi, þá er það ekki aðeins, að neytendur þykist oft hafa himinn höndum tekið að fá skírteini upp á eins árs ábyrgð vegna framleiðslugalla á einhverjum hlut, sem þeir hafa keypt, heldur telja seljendur sig oft með því sýna bæði rausn og sanngirni, sem þeim beri engin skylda til og gætu alveg eins látið vera. En hvort tveggja er mis- skilningur, þvi að þessa árs ábyrgð á seldum hlut hafa seljendur borið síðastliðin 45 ár og bera enn — nema annað sé sérstaklega og greinilega Framh. á bls. 10.

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.